Fréttablaðið - 09.08.2013, Side 22
FRÉTTABLAÐIÐ List og föndur. Saga Sig. Handverkið lifir. Heilbrigður lífsstíll. Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
4 • LÍFIÐ 9. ÁGÚST 2013
É
g lærði þetta að mestu
leyti af Þóru lang-
ömmu minni og ömmu
Maríu þegar ég var lítil.
Í grunnskóla lærði ég
einnig sitthvað en löngu áður en
hinn almenni áhugi á hannyrðum
kviknaði hafði ég verið að prjóna
ullarsokka á vini mína. Það var
þá enginn annar að gera svona
en flestir voru bara glaðir yfir að
fá ullarsokka,“ segir Tinna Þóru-
dóttir Þorvaldsdóttir spænsku-
fræðingur.
Ný bók væntanleg
Á þessu ári ákvað Tinna að taka
frí frá mastersnáminu í spænsku
og einbeita sér alveg að hekli. Af-
raksturinn er heklbókin María
sem er væntanleg innan skamms
og er önnur bók Tinnu. Bókina
segist hún hafa skrifað til þess
að heiðra menningararf kvenna.
„Fólk gerir sér enga grein fyrir
vinnunni á bak við þessa ósýni-
legu kvennavinnu sem mæður
og ömmur unnu af heilum hug
og kenndu áfram. Þarna fengu
konur listræna útrás við að setja
saman liti og búa til munstur.
Þess vegna nota ég oft gömul út-
saumsverk sem ég finn í Góða
hirðinum þegar ég graffa.“ Fyrri
bók Tinnu, Þóra heklbók, kom út
haustið árið 2011 og var metsölu-
bók en bróðurpartur uppskrift-
anna var eftir Tinnu sjálfa.
Ullargraffið heillar
Undanfarin þrjú ár hefur ullar-
graffið heillað, enda hefur Tinna
heklað ullargraff víðs vegar
um heiminn, bæði í Havana og
Barcelona. Auk þess ullargraff-
aði hún heila brú við Nordatlant-
ens brygge í Kaupmannahöfn.
„Ég hef graffað staura, bauj-
ur og tré. Þetta er alls ekkert
ólöglegt og mér finnst þetta svo
gaman og fallegt. Hins vegar
tekur vinnan töluverðan tíma
og maður veit heldur aldrei hve
lengi þetta fær að standa því
fólk hefur verið að klippa dúllur
úr graffinu.“ Um þessar mundir
hefur Tinna tekið að sér að lífga
upp á leiksvæðið á Bollagöturóló
í Norðurmýrinni með ullargraffi
en íbúarnir í hverfinu fengu
styrk fyrir hverfishátíðinni frá
Reykjavíkurborg sem þeir not-
uðu til þess að endurgera rólóinn
í hverfinu.
LIST ULLARGRAFFAÐI HEILA
BRÚ Í KAUPMANNAHÖFN
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir ullargraffar borgina og gefur út nýja heklbók á næstunni.
„Við erum með föndurhlaðborð fyrir
alla aldurshópa þar sem við erum
búin að skera niður alls konar hrá-
efni í ýmis form. Maður getur föndr-
að eins og maður vill en marga for-
eldra kitlar í fingurna að komast í
svona. Við erum einnig með hug-
myndatöflu uppi við sem gefur inn-
blástur. Svo erum við með leikhorn
fyrir þau yngstu sem tolla ekki lengi
við að föndra,“ segir Valgerður
Magnúsdóttir, eigandi verslunar-
innar Ólátabelgur og vinnustofunn-
ar Ólátagarður. Hönnunarverslun-
in er með barna- og barnatengda
vöru til sölu en einnig hefur Völu
þótt handverk tengt börnum vera
mikilvægt og því þótti föndrið til-
valinn vettvangur fyrir skapandi
litla fingur. Aðspurð segir Vala að
föndrað sé alla daga í versluninni
en að laugardagar séu sérstakir
þar sem boðið er upp á tveir-fyrir-
einn tilboð á föndurhlaðborðinu.
TVEIR FYRIR EINN FYRIR
ÓLÁTABELGI
Verslunin Ólátabelgur býður upp á skapandi heim fyrir
alla fjölskylduna
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir ullargraffaði þetta í tré í borginni.
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir ásamt börnum sínum á nýja leiksvæðinu.
Valgerður Magnúsdóttir segir föndurhlaðborðið hafa verið mjög vinsælt.
3-7-9 fitusýra
holl fyrir líkamann
að utan sem innan
Omega 3 fitusýran hefur margskonar verkun
á líkamann og stuðlar m.a. að jafnvægi í
framleiðslu á kólesteróli og dregur úr bólgu
í liðum.
Omega 7 er talin byggja upp slímhimnuna,
hún hægir á öldrum húðarinnar, gerir hana
mjúka og teygjanlega svo hrukkurnar sjást
síður, svo er í blöndunni omega 9 jómfrúar-
ólífu olía en hún geymir hátt hlutfall ómett-
aðra fitusýra sem teljast góðar fyrir hjarta og
æðakerfið, ekki má gleyma D-3 vítamíninu en
það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur sem búum
á Íslandi sérstaklega eftir sólarlíti, þá borgar
sig að byggja upp forðann fyrir haustið. Fólk
hefur talað um hvað þessi blanda hafi góð
áhrif á slímhimnu augnanna og jafnvel að
sjónin verði betri.
Svo niðurstaðan er Super Omega 3-7-9 holl
fyrir kroppinn jafnt að utan sem innan.
Fæst aðeins í apótekum og
heilsuvöruverslunum.
Solaray super omega 3-7-9 fitusyrur með D-3 vítamíni, er ein af vinsælli vörunum frá
Solaray. Þessi blanda hefur alveg ótrúlega góð áhrif á liðamót, slímhúð og á húðina
almennt. Hver belgur inniheldur laxalýsi (omega 3) Hafþyrnisolíu (omega 7) og
jómfrúarólífu olíu (omega 9).