Fréttablaðið - 09.08.2013, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGAllt í skólann FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 20132
Algengustu mistökin eru að fólk kaupir of stóra tösku á börnin sem eru að byrja í 1. bekk. Ég ráðlegg fólki að hafa þau með í búðina og máta töskuna,“ segir Birna Guðrún
Baldursdóttir, iðjuþjálfi við Glerárskóla á Akureyri. Hún hefur
undanfarin haust verið til aðstoðar foreldrum við val á tösk-
um á Akureyri.
„Töskurnar eiga einnig að geta enst í þrjú til fjögur ár og því
skiptir útlit töskunnar líka máli. Barninu verður að líka litur-
inn og munstrið þegar það eldist,“ segir Birna og bætir við að
ekki sé skynsamlegt að eltast við tískumerki. „Fólk er ekki endi-
lega öruggt með að hafa góða tösku í höndunum þótt hún kosti
mikið.“
Grunnskólabörn mega bera tíu prósent af eigin þyngd á bak-
inu. Birna segir fólk yfirleitt meðvitað um þetta með yngstu
börnin en að eldri krakkarnir gleymist. Ekki sé óalgengt að
krakkar í efstu bekkjum grunnskólanna beri sex til tíu kíló
í töskunum en séu þá jafnvel farnir að nota íþróttapoka eða
hliðar töskur á annarri öxlinni.
„Sjálf myndum við aldrei fara í fjallgöngu með tíu kíló á bak-
inu í þunnum, lélegum poka, enda get ég staðfest að unglingar
eru margir með vöðvabólgu vegna þessa,“ segir Birna.
Hún segir einnig líklegt að yngri börn finni fyrir verkjum í
baki og öxlum en tengsl milli þess og notkunar skólataska hafi
ekki verið rannsökuð sérstaklega hér á landi. Þó séu til banda-
rískar rannsóknir sem sýna tengsl milli þungra skólataska og
verkja hjá skólabörnum.
Þá sé oft erfitt fyrir foreldra að átta sig á hversu mikla þyngd
krakkarnir beri daglega enda misjafnt eftir skólum og stunda-
töflum hversu mikið þarf að bera hvern dag.
„Þau minnstu, sem eru að byrja, geta verið niður í 18 kíló að
þyngd og þá mega þau ekki bera meira en 1,8 kíló í töskunni. Ef
taskan sjálf vegur um og yfir 600 grömm og barnið er með nesti
og íþróttaföt með sér auk bókanna fara grömmin fljótt að telja,“
segir Birna. „Þá hlaupa krakkarnir oft með töskurnar á bakinu
og eiga mislangt að sækja skólann. Þetta þarf allt að hafa í huga.“
Unglingarnir vilja gleymast
Þungar skólatöskur geta valdið vöðvabólgu í öxlum og verkjum í baki. Birna Guðrún Baldursdóttir, iðjuþjálfi við Glerárskóla á
Akureyri, segir mikilvægt að velja rétta stærð af tösku. Þá virðist oft gleymast að passa upp á unglingana sem oft eru farnir að bera
hátt í tíu kíló í hliðartöskum eða þunnum íþróttabakpokum.
Ekki er sama hvernig tösku börn og unglingar
bera á bakinu. Á vef Landlæknis er að finna
ráðleggingar iðjuþjálfa um val á skólatöskum.
Einkenni eins og bakverkir og vöðvabólga þekkjast hjá grunnskólabörnum en tengsl milli
þessa og notkunar skólataska hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega hér á landi.
Eftirfarandi punktar eru unnir upp úr Leiðbeiningabæklingi frá iðjuþjálfum á vef Landlæknis eftir
Erlu Björk Sveinbjörnsdóttur, Hólmdísi Freyju Methúsalemsdóttur og Kristjönu Ólafsdóttur iðjuþjálfa.
● Velja skal tösku með vel bólstruð-
um axlarólum. Í öxlum og hálsi eru
margar æðar og taugar. Ef of mikill
þrýstingur er á þessi svæði getur
hann valdið sársauka og dofa í
hálsi, handleggjum og höndum.
● Báðar axlarólarnar skulu ávallt not-
aðar. Ef aðeins önnur ólin er notuð
gæti barnið hallað sér meira út á
hlið og sett sveigju á hrygginn.
● Stillið axlarólarnar svo taskan liggi
þétt við bak barnsins og notið
mittisól ef hún er til staðar til að
dreifa þunganum jafnt á líkamann.
● Neðsti hluti töskunnar ætti að
hvíla við mjóbakið og taskan skal
ekki ná lengra en tíu sentimetra
niður fyrir mitti.
● Skólataskan með innihaldi ætti
ekki að vega meira en tíu prósent
af líkamsþyngd barnsins.
● Þyngstu hlutirnir skulu fara aftast í
töskuna, næst baki barnsins.
● Gætið þess að barnið taki einungis
með sér í töskunni það sem þarf
þann daginn.
● Þungar bækur mætti bera í fang-
inu til að minnka álagið á bakið.
LEIÐBEININGAR VIÐ VAL Á GÓÐRI TÖSKU
SkeifunNi 11 • 108 Reykjavík • Sími 5331010 • Opið AlLa daga til kl. 19
komdu og
gerðu
frábær
kaup!