Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 50

Fréttablaðið - 09.08.2013, Page 50
9. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 26 PEPSI KVENNA 2013 ÚRSLIT Í GÆR VALUR - BREIÐABLIK 2-1 1-0 Sjálfsmark (67.), 2-0 Sjálfsmark (71.), 2-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90+3). STJARNAN - ÞÓR/KA 3-0 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (69.), 2-0 Glódís Perla Viggósdóttir (77.), 3-0 Harpa (90.+3). SELFOSS - FH 0-0 ÞRÓTTUR R. - AFTURELDING 1-0 1-0 Eva Bergrín Ólafsdóttir (48.). STAÐAN Stjarnan 11 11 0 0 38-3 33 Valur 11 7 2 2 33-13 23 Breiðablik 11 7 1 3 25-13 22 ÍBV 10 6 1 3 28-18 19 Selfoss 11 5 2 4 15-17 17 Þór/KA 11 3 4 4 19-19 13 FH 11 3 4 4 23-26 13 Afturelding 11 2 1 8 7-27 7 HK/Víkingur 10 1 1 8 11-34 4 Þróttur R. 11 1 0 10 7-36 3 MARKAHÆSTAR Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 14 Elín Metta Jensen, Val 12 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 9 Danka Podovac, Stjörnunni 9 Valskonur tóku annað sætið af Blikum BYRJAR VEL Landsliðskonan Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir lék sinn annan leik með Valsliðinu í gær en Valur hefur unnið báða leikina. MYND/ARNÞÓR 1. DEILD KARLA 2013 ÚRSLIT Í GÆR TINDASTÓLL - GRINDAVÍK 0-2 0-1 Jóhann Helgason (41.), 0-2 Jóhann Helgason (69.). FJÖLNIR - HAUKAR 4-1 1-0 Guðmundur Böðvar Guðjónsson (2.), 2-0 Aron Sigurðarson (51.), 3-0 Aron Sigurðarson (60.), 3-1 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (89.), 4-1 Ragnar Leósson (90.). KF - VÍKINGUR R. 2-2 0-1 Igor Taskovic (12.), 0-2 Aron Elís Þrándarson (64.), 1-2 Teitur Pétursson (65.), 2-2 Halldór Logi Hilmarsson (70.). STAÐAN Grindavík 15 8 3 4 33-21 27 Fjölnir 15 8 3 4 20-16 27 Víkingur R. 15 7 5 3 28-24 26 Haukar 15 7 4 4 28-23 25 BÍ/Bolungarv. 14 8 0 6 30-28 24 Leiknir R. 14 6 4 4 24-19 22 KA 14 6 4 4 20-20 22 Tindastóll 15 5 5 5 21-23 20 Selfoss 14 5 2 7 29-25 17 KF 15 3 6 6 17-19 15 Þróttur R. 14 4 2 8 15-23 14 Völsungur 14 0 2 12 10-34 2 FÓTBOLTI Stjarnan og Valur héldu sigurgöngu sinni áfram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi. Stjarnan vann 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA og ellefti deildarsigurinn í röð skilaði liðinu tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Stjörnukonur nutu líka góðs af því að Valur vann 2-1 sigur á Breiðabliki en Blikakonur voru í öðru sætinu fyrir umferðina. Valur tók annað sætið af Blikum með þessum sigri. Blikar voru sjálfum sér verstar því þær klúðruðu víti í stöðunni 0-0 og skoruðu síðan tvö sjálfsmörk. - óój FÓTBOLTI „Við vorum töluvert betra liðið í fyrri hálfleik og hefðum átt að gera út um leikinn þá,“ segir Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðju- maður Fylkis. Árbæingar lögðu Stjörnuna 2-1 á miðvikudagskvöld- ið en sigurinn var sá þriðji í röð. Leikurinn er einnig þriðji leikur Ásgeirs Barkar, sem sneri aftur í Árbæinn eftir sextán vikna láns- dvöl hjá Sarpsborg 08 í Noregi. „Ég hafði auðvitað oft talað um að það væri draumurinn að fara í atvinnumennsku,“ segir Ásgeir Börkur, sem oftast er kallaður Börkur. Hann kunni vel að meta tímann í Noregi. Eftir bekkjarsetu í fyrsta leiknum fékk miðjumaður- inn stórt hlutverk í liði nýliðanna í úrvalsdeildinni og stóð sig vel. „Þetta gekk framar vonum, þjálfarinn hafði trú á mér og ég spilaði meira en ég bjóst við. Ég fór samt auðvitað út fullur sjálfs- trausts og ætlaði mér sæti í lið- inu,“ segir Börkur. Á þeim stutta tíma sem hörkutólið Börkur spil- aði í Noregi þurfti hann tvívegis að taka út leikbann vegna gulra spjalda, nokkuð sem hann þekkir vel úr íslenska boltanum. Var lagður í einelti „Dómararnir hérna heima hafa auðvitað lagt mig í einelti,“ segir hann hlæjandi. „Það er mitt hlut- verk í liðinu að brjóta niður sókn- ir.“ Spjöldin fylgi oftar en ekki í kjölfarið. Það var að vonum svekkjandi fyrir miðjumanninn þegar honum var tilkynnt að Sarpsborg ætl- aði ekki að kaupa hann frá Fylki að lánstímabilinu loknu. Forráða- menn báru fyrir sig slæman fjár- hag félagsins. „Þau voru skilaboðin sem ég fékk,“ segir Börkur. Hann bætir við að samningsstaða sín hjá Fylki hafi líklega ekki hjálpað til. Börkur á aðeins þrjá mánuði eftir af samningi sínum og því ljóst að Sarpsborg eða önnur félög geta fengið hann frítt í lok leiktíðar. „Það var smá súrt að geta ekki haldið áfram í atvinnumennskunni sem var frábær í alla staði.“ Væri annars ekki merkilegur Einhverjir hefðu átt í erfiðleikum með að gíra sig upp í leiki í Pepsi- deildinni eftir heimkomuna. Ekki Börkur, sem hefur verið frábær í öllum þremur sigurleikjum Árbæ- inga. Baráttan einkennir hans leik. „Svona er ég bara. Ef ég myndi ekki gefa mig í alla leiki og hlaupa úr mér lungun væri ég ekki merki- legur knattspyrnumaður. Maður þarf að gera það sem maður gerir vel og leggja sig 100% fram,“ segir Börkur. Þótt vonbrigðin hafi verið mikil að snúa heim úr atvinnu- mennskunni sá hann ljósa punkta og ný markmið. „Þá var tækifæri til þess að hjálpa liðinu mínu, enda er ég mik- ill Fylkismaður.“ Börkur hefur sinnt tónlist- inni meðfram fótboltanum og bæði sungið með hljómsveitinni Shogun, sem vann Músíktilraunir árið 2007, og Mercy Buckets, sem hann söng með í vetur. „Við spiluðum mikið í vetur og sömdum á fullu,“ segir Börkur en hljómsveitin tók sér hlé við brott- för Barkar til Noregs. Æfing- ar eru fyrirhugaðar á næstunni. „Við ætlum að spila á tónleikum og rokka í Reykjavík,“ segir Börk- ur. Þá eru meðlimir Shogun einn- ig komnir með hljóðfærin í hönd og spila gömlu slagarana að sögn Barkar. Miðjumaðurinn 26 ára stefnir ótrauður á að endurnýja kynnin við atvinnumennskuna. „Ekki spurning. Ég klára tíma- bilið með fagmönnunum í Fylki og stefni svo á að koma mér út í janú- ar. Nú er ég búinn að fá smjörþef- inn af þessu og hef séð að ég get staðið í stóru köppunum í norsku úrvalsdeildinni,“ segir Ásgeir Börkur Ásgeirsson. kolbeinntumi@365.is Risastórt Fylkishjarta Fylkir var án sigurs í deildinni þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson sneri heim í júlí. 17 dögum síðar hafa Fylkismenn unnið þrjá leiki í röð og Börkur farið á kostum. UPP OG NIÐUR Síðan Ásgeir Börkur yfirgaf Sarpsborg hefur norska liðið tapað báðum sínum leikjum. Börkur segir liðið hafa spilað vel en varnarleikurinn gengið illa. Liðið hefur fengið á sig níu mörk í leikjunum tveimur án hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lið 14. umferðar Fjalar Þorgeirsson Valur Agnar Bragi Magnússon Fylkir Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Brynjar Á. Guðmundsson FH Lucas Ohlander Valur Arnór Ingvi Traustason Keflavík Ásgeir Börkur Ásgeirsson Fylkir Davíð Þór Viðarsson FH Óskar Örn Hauksson KR Hörður Sveinsson Keflavík Viðar Örn Kjartansson Fylkir Ásgeir Börkur fékk félagsskipti í Fylki 18. júlí síðastliðinn og lék sinn fyrsta leik með liðinu á móti Val þremur dögum síðar. Ásgeir Börkur breytir miklu í Árbænum FYRIR KOMU ÁSGEIRS BARKAR 4 stig í 11 leikjum Markatala: -10 (10-20) EFTIR KOMU ÁSGEIRS BARKAR 9 stig í 3 leikjum Markatala: +6 (8-2) Breiðablik var 1-0 yfir á móti Aktobe frá Kasakstan í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þegar flautað var til leiksloka á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Finnur Orri Margeirsson skoraði eina mark venjulegs leik- tíma á 27. mínútu eftir frábæra sókn. Breiðablik lék sig frábærlega í gegnum vörn Aktobe vinstra megin og Kristinn Jónsson átti frábæra sendingu út í teiginn sem Ellert Hreinsson lét fara fyrir Finn Orra sem skorar. Liðsmenn Aktobe unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum ytra með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Framlengingunni var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi en þetta var tólfti leikur Blika á aðeins sex vikum. Það er hægt að finna allt um úrslitin og viðbrögð Blika inn á Vísi. Framlengt hjá Blikum í gærkvöldi SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.