Fréttablaðið - 17.08.2013, Page 52
| ATVINNA |
Staða sálfræðings við Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar er laus til umsóknar.
Um er að ræða hlutastarf fyrir skólaárið
2013-2014 með möguleika á framlengingu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Löggiltur sálfræðingur
• Frumkvæði og samstarfshæfni
• Góðir skipulagshæfileikar
• Viðkomandi hafi áhuga á skólastarfi og reynslu
af sálfræðistörfum í leik- og grunnskóla
• Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og
í teymi við aðra sérfræðinga
• Þekking og reynsla af PMT-FORELDRAFÆRNI
er mikilvæg
Allar upplýsingar um störfin veitir Eiríkur Þor-
varðarson, yfirsálfræðingur í s. 585 5800 netfang
eirikurth@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 22.ágúst 2013.
Laun og kjör fara eftir samningum stéttarfélags
sálfræðinga við launanefnd sveitarfélaga.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru
karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um
starfið.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Sálfræðingar
Laust starf hjá Olíudreifingu ehf.
Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða í eftirfarandi
störf á Þjónustudeild í Reykjavík.
Starfsvettvangur er allt landið og því æskilegt
að starfsmaður geti farið út á land til skamms
tíma í senn. Um framtíðarstörf er að ræða.
Rafvirkja / rafeindavirkja
Um fjölbreytt starf er að ræða við uppsetningu og
viðhald á tækjabúnaði fyrir eldsneytisafgreiðslu og
almenn rafvirkjastörf.
Járniðnaðarmenn
Vélvirkja/málmsmiði/suðumenn/
pípulagningamenn
Fjölbreytt verkefni við nýsmíði, lagnavinnu, upp-
setningu og viðhald á tækjabúnaði og ýmsa sérsmíði.
Allar nánari upplýsingar veita:
Árni Ingimundarsson forstöðumaður
Simi: 550 9940, arni@odr.is
Sæþór Árni Hallgrímsson þjónustustjóri
Sími: 550 9958, saethor@odr.is
Umsóknir berist í tölvupósti eða á skrifstofu að
Hólmaslóð 8 -10 101 Reykjavík
Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á
www.oliudreifing.is
Jökulsárlón ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk
bæði í siglingar og veitingasölu til lengri eða skemmri tíma
Áhugasamir hafi samband á info@jokulsarlon.is
Lifandi starf í Café Atlanta
Cafe Atlanta er fjölhæfur veitingastaður með innblástur frá 27 ára flugsögu flugfélagsins Air Atlanta.
Staðurinn er vel staðsettur á miðju höfuðborgarsvæðisins fyrir ofan verslunarmiðstöðina Smáralind, og
býður upp á margvíslega þjónustu:
afgreiðslu og öðrum störfum sem til falla, ásamt því að aðstoða
Hæfniskröfur:
Vinnutíminn er 8 til 16 virka daga.
Ferilskrá sendist á hr@atlanta.is fyrir 23. ágúst n.k.
Café Atlanta
Hjálparkokkur í eldhús Vodafone
Ert þú öflugur hjálparkokkur? Viltu vinna með frábærum
matreiðslumanni í fyrsta flokks mötuneyti? Þá er starf
hjálparkokks í eldhúsi Vodafone eitthvað fyrir þig.
Vinnutími er frá 8 til 16 og viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
• Reynsla af eldhúsvinnu er skilyrði
• Þjónustuvilji og metnaður
• Nákvæmni og samviskusemi
Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur er að finna á
vodafone.is/storf.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2013.
Þín ánægja er okkar markmið
Ert þú jákvæður og drífandi einstaklingur
sem á auðvelt með mannleg samskipti í söluhvetjandi umhverfi?
Við hjá Cu2 erum að leita af hressum, ábyrgum og ráðagóðum einstakling í sölu- og markaðsstarf.
Starfið felst í þjónustu og sölu til núverandi viðskiptavina, öflun nýrra viðskiptavina, vörukynningum og ýmsum tilfallandi verkefnum.
Um er að ræða framtíðarstarf í 70 - 100% starfshlutfalli.
Hæfniskröfur:
• Góð tölvukunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Rík þjónustulund
• Stundvísi
• Frumkvæði
• Reynsla af sölu skilyrði
Umsóknir og frestur:
Áhugasamir sendi starfsumsókn ásamt ferilsskrá á thora@cu2.is fyrir 25. ágúst.
Fyrirspurnum verður eingöngu svarað í pósti. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Cu2 er traust og vaxandi fyrirtæki á heildsölu- og neytendamarkaði. Við leggjum áherslu á samstarf, framúrskarandi þjónustu og
vörugæði. Okkar markmið er að vera fyrsta val neytenda.
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR8