Fréttablaðið - 17.08.2013, Page 53
Starfssvið:
• Þátttaka í uppsetningu á Microsoft Dynamics AX kerfum
• Forritun breytinga og gagnaleiðréttinga
• Umsjón með innleiðingu og viðhaldi á
aðgangsstýringum
• Aðstoð við notendur
• Lausn vandamála, m.a. tengdum uppitíma,
afkastagetu og stöðugleika
Hæfniskröfur:
• BS gráða í tölvunarfræði, verkfræði eða
sambærilegu
• Að minnsta kosti 2ja ára reynsla af Dynamics AX,
SAP, Navision eða sambærilegu
• Reynsla af MS Windows Server, Sharepoint og
SQL Server er kostur
• Reynsla af vinnu við notendaþjónustu er kostur
• Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð enskukunnátta er nauðsynleg
Kerfisumsjón ERP
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Lauga Ólafsdóttir, gudrun.olafsdottir@marel.com, í síma 563 8000.
www.marel.com
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki
í fararbroddi í þróun og framleiðslu
tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir
matvælaiðnað. Hjá fyrirtækinu starfa
um 4000 manns í fimm heimsálfum,
þar af ríflega 500 á Íslandi.
Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu,
skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan
vinnutíma, mötuneyti, barnaherbergi,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott
félagslíf.
Við leitum að öflugum sérfræðingi í Dynamics AX til að taka þátt í uppsetningu og hafa umsjón
með Dynamics AX kerfunum. Viðkomandi myndi tilheyra alþjóðlegu teymi sem er staðsett í Garðabæ,
en styður um 600 notendur í 12 löndum.
Upplýsingar veita:
Rannveig Jóna Haraldsdóttir
rannveig@hagvangur.is
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 21. ágúst nk.
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar
starfsferilskrár og kynningarbréf á
ensku og íslensku, þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og
settur fram rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í umræddu starfi.
Við hvetjum jafnt konur og karla
til að sækja um störfin.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Brammer leitar að starfsmönnum í innkaup, vörustjórnun og sölu
á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af innkaupum og vörustjórnun
• Góð greiningarhæfni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Mjög góð tölvukunnátta
• Þekking á rekstrarvörum í iðnaði
• Áhugi á teymisvinnu
Helstu verkefni
• Innkaup, vörustjórnun og sala á vörum
• Samskipti við innlenda og erlenda birgja
• Eftirlit með framlegð og veltuhraða
• Greiningar og ferlavinna
• Samskipti við vörustjóra
• Svörun fyrirspurna og eftirlit með birgðastöðu
og veltuhraða í samstarfi við yfirmann
Óskað er eftir vélaverkfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Starfið felst í tæknilegri ráðgjöf um viðhald og
endurnýjun véla og tækja með það að markmiði að leita hagkvæmustu leiða í innkaupum. Mikilvægt er að viðkomandi sé
lausnamiðaður og eigi gott með að vinna í hópi og deila upplýsingum. Markmiðið er að finna lausnir sem draga úr kostnaði
viðskiptavina fyrirtækisins, en tæknilegur ráðgjafi vinnur náið með stjórnendum og sölumönnum fyrirtækisins.
Helstu verkefni
• Samskipti við viðskiptavini
• Viðhalda tengslum við viðskiptavini Brammer
• Fylgja eftir söluverkefnum
• Vinna að tæknilegum lausnum með viðskiptavinum
• Finna leiðir til að spara viðskiptavinum kostnað
• Halda utan um skráningar á sparnaði og þeim
verkefnum sem tengjast honum
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í vélaverkfræði
• Þekking og reynsla af vélum og tækjum skilyrði
• Þekking og reynsla af rafmagni, loftþrýstingsfræði og vökvafræði kostur
• Reynsla úr iðnfyrirtækjum og/eða framleiðslufyrirtækjum kostur
• Góð almenn tölvukunnátta, s.s. í Excel
• Góð enskukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hugmyndaauðgi og frumkvæði
Brammer Group er leiðandi fyrirtæki í Evrópu sem dreifingaraðili á iðnaðar-
rekstrarvöru, með yfir 50 ára reynslu. Brammer er þekkt fyrir hágæða vörur og
sveigjanlega þjónustu. Framúrskarandi þjónustu okkar ber fyrst og síðast að
þakka góðu starfsfólki.
Brammer á Íslandi starfrækir vöruhús á svæði Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Brammer sér um innkaup og lagerhald, ásamt tæknilegri ráðgjöf fyrir Alcoa
Fjarðaál og veitir 24 tíma þjónustu allt árið um kring. Einnig starfrækir Brammer
verslun í Hafnarfirði og skrifstofu í Reykjavík. Brammer er ört stækkandi fyrirtæki
á Íslandi með um 40 starfsmenn.
Brammer leitar að starfsmanni til að þjónusta sölusvæði fyrirtækisins
á Grundartanga.