Fréttablaðið - 17.08.2013, Side 98

Fréttablaðið - 17.08.2013, Side 98
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 Kári Steinn Karlsson ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslands- banka 24. ágúst ásamt tveimur frændsystkinum sínum, þeim Ester Ýri og Bjarka Jónsbörnum. Þau þrjú ætla að hlaupa til styrkt- ar Samtökum um endómetríósu en Ester Ýr hefur greinst með þennan arfgenga sjúkdóm, auk þess sem önnur frænka Kára Steins hefur einnig greinst með hann. „Ég var einfaldlega beðinn um þetta. Ég vissi ekki hvað þetta var, hafði aldrei heyrt um þetta áður en fannst þetta flott málefni,“ segir Kári Steinn, spurður hvers vegna hann ákvað að hlaupa fyrir samtök- in. Hann keppti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í fyrra. „Ég held að almenningur viti ekkert svaka- lega mikið um þennan sjúkdóm. Ég get vonandi safnað einhverjum pen- ingum fyrir þetta málefni og vakið athygli á því í leiðinni.“ Aðspurður segist Kári Steinn ætla að láta sér nægja að hlaupa hálfmaraþon í þetta skiptið en von- ast til að hlaupa heilt Reykjavíkur- maraþon síðar. „Ég hef aldrei hlaup- ið heilt maraþon á Íslandi og bara hlaupið þrjú maraþon. Maður fer sparlega með þau því þau taka sinn toll af líkamanum.“ Ester Ýr ætlar að hlaupa tíu kíló- metra og býst ekki við því að ná að halda í við frænda sinn. „Það liggur við að þetta sé í fyrsta sinn sem ég tek þátt í einhverju hlaupi. Mér finnst mjög mikilvægt að opna umræðuna um þennan sjúkdóm, sem er kannski oft svolítið feimnis- mál. Margir halda að þetta séu ein- göngu slæmir túrverkir en þetta er svo miklu meira en það,“ segir hún. Til marks um það hefur Ester farið í þrjár skurðaðgerðir vegna endó- kvenna eru taldar hafa endómetríósu. Meðalgrein- ingartími sjúkdómsins á Íslandi er 7-10 ár. 5-10% Hleypur til styrktar endómetríósu Kári Steinn Karlsson hleypur í Reykjavíkurmara þon- inu til styrktar Samtökum um endómetríósu. Tvær frænkur hans hafa greinst með þennan sjúkdóm. Kári Steinn kveðst vera í mjög góðu formi. Hann dró aðeins úr æfingaálaginu í sumar en síðasta sumar reyndi mjög á hann. „Það má segja að það hafi verið of stíft. Ég var svolítið ofkeyrður eftir það. Ég ákvað að taka annan pól í hæðina, hlaupa færri kílómetra og fara í staðinn meira í jóga, synda, hjóla og gera styrktaræfingar. Æfingamagnið hjá mér hefur verið það sama en hlaupamagnið aðeins minna,“ segir þessi knái hlaupari. Fór í jóga, synti og hjólaði FRÆNDSYSTKIN HLAUPA TIL GÓÐS Kári Steinn Karlsson hleypur ásamt Ester Ýr og Bjarka Jónsbörnum til styrktar Samtökum um endómetríósu í Reykjavíkur- maraþoninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lana Del Ray segir það hafa verið áfall fyrir sig þegar hún komst að því að brotist hafði verið inn í tölvuna henn- ar og nýjum lögum af væntanlegri plötu lekið á netið. „Þetta dró dálítið úr mér kjarkinn. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að setja á plötuna. En ætli ég verði ekki að setja lögin sem láku á netið og sjá hvað setur,“ sagði hún við Radio.com. Síðasta plata Lönu Del Ray, Born To Die, kom út 2011 við frábærar undirtektir. Hún segist sífellt leita að inn- blæstri fyrir lögin sín. „Ég myndi aldrei semja lag ef mér fyndist það ekki smellpassa á nýju plötuna,“ sagði hin 27 ára söngkona. „Það er enginn annar sem semur lögin fyrir mig. Þetta er brunnur sem kemur innan frá og ef hann er ekki fullur af innblæstri, þá er hann ekki fullur.“ Nýjum lögum stolið úr tölvunni Lana Del Ray er með böggum hildar eft ir að brotist var inn í tölvuna hennar. LANA DEL RAY Söngkonan varð fyrir miklu áfalli þegar brotist var inn í tölvuna. metríósu og fjórar misheppnaðar glasameðferðir. „Markmiðið er að klára hlaupið. Ég yrði hrikalega ánægð með það.“ Bróðir hennar Bjarki tekur einn- ig þátt en hann hefur verið dugleg- ur að vekja athygli á endómetríósu á Facebook að undanförnu. „Ég er mjög ánægð með að sjá að svona ungir strákar séu tilbúnir að vekja athygli á svona málefni,“ segir Ester um Bjarka og Kára Stein. freyr@frettabladid.is Laugavegi 13, 101 Reykjavík, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Gæðaflísar á sanngjörnu verði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum NÝKOMNARÍTALSKAR FLÍSAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.