Fréttablaðið - 17.08.2013, Síða 100
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
BAKÞANKAR
Karenar
Kjartansdóttur
Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara
í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa
líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa
brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess
sem þeir virðast allir byrja að snýta
sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi
þar við sögu.
SKOKKANDI skáldkona sem ég
kannast við segir að þessi barbar-
íski lífsstíll reyni mjög á hana. Það
er ekki að undra því hún er frá á
fæti og tekur oft fram úr öðrum
skokkurum og er því í mikilli
áhættu á því að verða fyrir snýt-
ingum annarra skokkara. Skokk-
arasnýtingar fara nefni-
lega þannig fram að fingri
er stutt á þá nös sem ekki
þarf að tæma, því næst
er blásið hraustlega út
um hina nösina og þá er
málið venjulega leyst (það
er agalegt ef það tekst
ekki í einu skoti). Á ensku
hef ég séð þessa aðferð
kallaða „rocket snot“,
eða horflaug eins og skáldkonan þýddi
hugtakið. Einhverja hef ég heyrt kalla
þetta bónda snýtingu. Það þykir mér
vont heiti enda hef ég aldrei séð sanna
Íslendinga snýta sér frá því þeir hættu
að taka í nefið og byrjuðu á að taka í
vörina. Nei, þeir sjúga upp í nefið af
krafti og kyngja. Nú er mér mjög illa
við alhæfingar en þetta hef ég aldrei
séð aðra en Íslendinga gera.
MÉR skilst að þessi þjóðlegi siður þyki
sérlega óviðfelldinn meðal hinna sið-
menntuðu þjóða sem kjósa frekar að
draga fram velktan snýtuklút úr vas-
anum til að hreinsa nefið með. Það
þykir mér samt ekkert skárri aðferð
en sú íslenska. Enda hor svo viðbjóðs-
legt að haft er fyrir satt að skilin milli
siðmenntaðra og ósiðmenntaðra fel-
ist helst í því að þeir fyrrnefndu láta
aldrei sjást til sín þegar þeir bora í
nefið. Líklega er vel heppnuð horflaug
besta aðferðin. Það er frjálsleg aðferð
sem veitir skjóta og skilvirka lausn
á vanda sem hrjáir okkur öll í laumi.
Gætið ykkar samt í Reykjavíkur-
maraþoninu!
Barbarískir skokkarar
Vinir og ættingjar raunveruleika-
stjörnunnar Gia Allemand eru í
miklu áfalli vegna fráfalls henn-
ar. en hún á að hafa framið sjálfs-
morð fyrr í vikunni. Allemand tók
þátt í 14. þáttaröð Bachelor árið
2010 þar sem hún var ein af mörg-
um yngismeyjum er kepptu um hylli
sjarmörsins Jake Pavelka.
Útvarpsmaðurinn umdeildi,
Howard Stern, sagði á dögunum að
hann hefði horft á þáttaröðina með
Allemand og myndi vel eftir henni.
Stern sagði að hann væri nokkuð
viss um að álagið sem fylgdi því að
vera raunveruleikastjarna væri oft
gríðarlega mikið, en hvort það hafi
átt sinn þátt í því að hún ákvað að
enda líf sitt sagði hann vera óvíst.
Stern sagði jafnframt að fólk
hefði tilhneigingu til þess að
halda að líf annarra væri
dans á rósum, sérstaklega
fólks sem er mikið í sviðs-
ljósinu. Því fer fjarri að
hans sögn.
Kærasti Allemand, körfu-
boltakappinn Ryan Ander-
son, kom með yfirlýsingu
þess efnis að Allemand hefði
alltaf verið ljúf og brosandi.
Sjálfsmorðið kom honum því
í opna skjöldu og er hann alveg
miður sín.
Leiður yfi r dauða Bachelor-stjörnu
Útvarpsmaðurinn Howard Stern tjáir sig um dauða stjörnunnar Gia Allemand.
Í SORG Howard Stern er sorg-
mæddur yfir dauða Allemand.
KL. 15.20 HÁSKÓLABÍÓ
KL. 13 SMÁRABÍO Í 2D OG 3D
KL. 15.20 HÁSKÓLABÍÓ Í 2D OG 3D KL. 13 SMÁRABÍÓ
3D
2D
KL. 13 SMÁRABÍÓ
KL. 15 HÁSKÓLABÍÓ
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ROGER EBERT
B R A D P I T T
COSMOPOLITAN
JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE
SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD
CHICAGO SUN-TIMES
H.G., MBL
V.G., DV
2 GUNS 2, 5, 8, 10.15(P)
THE WAY WAY BACK 8, 10.10
STRUMPARNIR 2 2, 5 2D
R.I.P.D. 10.10 3D
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2, 5 2D
THE HEAT 8
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
-Empire
-H.G., MBL
5%
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
2 GUNS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30
WAY WAY BACK KL. 8 - 10.20
STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40
STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40
O GO O G SNLY D F R IVE 8 0 0KL. - 1 .1
GROWN UPS KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40
THIS IS THE END KL. 8 - 10.25
STRUMPARNIR 3D KL. 6
ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10 / WOLVERINE 3D KL. 10
GROWN UPS 2 KL. 6 - 8
-T.V., S&H - BÍÓVEFURINN
-H.S., MBL
FRÁ ÞEIM SÖMU
OG FÆRÐU OKKUR
LITTLE MISS SUNSHINE
OG JUNO
BÚIÐ YKKUR
UNDIR ÓÞEKKTIR!
Miðasala á: og
Partý, strákar, kynlíf
...listinn er langur
2 GUNS KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.30 - 8 - 10.30
2 GUNS LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30
THE TO DO LIST KL. 8
STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40
STRUMPARNIR 2D Í SL TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 - 5.40
WOLVERINE 3D KL. 5 - 8 - 10.40
GROWN UPS KL. 8 -10.20
THE HEAT KL. 1 (TILBOÐ) - 10.20
-H.G., MBL V-V.G D.,