Fréttablaðið - 17.08.2013, Síða 110

Fréttablaðið - 17.08.2013, Síða 110
17. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 „Ég er hreinlega ekki farin að hugsa út í það, það er svo svakalega margt sem ég þarf að huga að núna í kringum stóra daginn.“ LEIKKONAN KATE BOS- WORTH ER GREINILEGA EKKI MJÖG STRESSUÐ YFIR STÓRA DEGINUM. HÚN GENGUR UPP AÐ ALTARINU EFTIR NOKKRAR VIKUR TIL ÞESS AÐ GIFTAST ÁSTINNI SINNI, LEIKSTJÓR- ANUM MICHAEL POLISH. MEÐ FATAMARKAÐ Á KAFFIBARNUM Í dag mun Ungmennaráð UN Women kveðja sumarið með fatamarkaði á Kaffibarnum. Markmið markaðsins er að safna peningum fyrir starfið og vekja athygli á málstað UN Women. Skipuleggjendur viðburðarins eru þær Anna Guðrún Aradóttir, Elínborg Kolbeinsdóttir, Auður Edda og Ásdís Birna. Hægt er að gefa fötin sín til Ungmennaráðsins, sem verður með bás á staðnum. Markaðurinn byrjar kl. 15 og stendur yfir til kl. 18. - mmm ROBBINS SPILAR Á KEXI Miles Guthrie Robbins, sonur Hollywood-parsins fyrrverandi Tims Robbins og Susan Sarandon, heldur tónleika á Kexi Hosteli í kvöld. Robbins heimsótti Ísland fyrr í sumar með móður sinni og heillaðist svo mikið af Kexi að hann vildi endilega fá að spila á staðnum. Góðfúslega var orðið við þeirri beiðni en fregnir herma að hann ætli að gefa út plötu á næstunni. Ármann úr hljómsveitinni Who Knew sér um upphitun og hefst giggið upp úr klukkan 20. - fb „Þetta er frábært starf. Hér er allt- af eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tísku- viðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæð- ingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tísku- þætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eign- ar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tísku- áhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum henn- ar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir henn- ar heldur úti bloggsíðunni Dusty- reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgj- ast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Cost- ume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vin- konu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tísku- blogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stund- ina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún. sara@frettabladid.is Stóra systir ábyrg fyrir tískuáhuganum Þóra Valdimarsdóttir starfar sem aðstoðartískuritstjóri hjá danska tískuritinu Costume. Hún segir starfi ð stórskemmtilegt og mjög fj ölbreytt. SKEMMTILEGT STARF Þóra Valdimarsdóttir starfar sem aðstoðartískuritstjóri hjá Costume í Danmörku. Hún segir starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. MYND/ANJA ➜ Costume er gefið út af Benjamin Media, en útgáfufyrirtækið gefur einnig út tímarit á borð við Bo Bedre, Bolig Magasinet og Woman. www.gardabaer.is Skólabyrjun haustið 2013 Grunnskólar í Garðabæ verða settir föstudaginn 23. ágúst nk. Skólasetning og/eða skólaboðun fyrir nemendur og foreldra er auglýst á heimasíðum skólanna. Þar er einnig að finna hagnýtar upplýsingar um upphaf kennslu og innkaupalista. Vefir grunnskóla Garðabæjar: www.alftanesskoli.is www.flataskoli.is www.gardaskoli.is www.hjalli.is/barnaskolinn www.hjalli.is/bskeldri/ www.hofsstadaskoli.is www.internationalschool.is www.sjalandsskoli.is Deildarstjóri skóladeildar GRUNNSKÓLAR Í GARÐABÆ Fræ›slu- og menningarsvi› HAMBORGARABÚLLAN VINSÆL Í LONDON Ekkert lát virðist vera á vinsældum Hamborgarabúllunnar í London. Fullt hefur verið út úr dyrum alla daga frá opnun og nær röðin langt út á götu. Fræga fólkið í London virðist einstak- lega hrifið af matnum og á meðal fasta- kúnna staðarins eru Matt Stone, sem skrifar South Park-þættina, Tim Westwood, sonur fatahönnuðarins Vivi- enne West wood og Chloé Green, sem er dóttir Philips Green, eiganda tískukeðjunnar Topshop. - aso „Ég hlakka rosalega til að fara út, ég hef aldrei komið þarna áður,“ segir Gerður Kristný skáld, sem fer ásamt Kristínu Eiríksdóttur skáldi, á ljóðahátíð í Norður-Nor- egi í vikunni, í boði Huang Nubos. Menningarsjóðurinn China-Ice- land Cultural Fund stendur fyrir ljóðahátíð í Finnmörku í þessari viku. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til ljóðahátíðar á vegum hans. Sú fyrsta var haldin í Reykjavík 2010, önnur í Peking og Huangshan í Kína 2011. Markmiðið með sjóðnum er að stuðla að menningarlegu samstarfi milli Kína og Íslands og er áhersla lögð á bókmenntir, einkum ljóðlist. Hvatamaður að stofnum sjóðsins og fjárhagslegur bakhjarl er kín- verski kaupsýslumaðurinn og ljóð- skáldið Huang Nubo og fyrirtæki hans, Zhongkun Group í Peking. Ljóðahátíðin í ár verður haldin á heimaslóðum Sama, í Inari í Norð- ur-Finnlandi og Kirkenes í Norður- Noregi, og er yfirskrift hennar Crossing the Boundaries of Poetry and Culture. Til hátíðarinnar er boðið fjórum Sama-skáldum, tveimur finnskum og tveim- ur íslenskum. Þá sækja hátíð- ina sex kínversk ljóðskáld, auk gagnrýnenda og útgefenda. Sama-skáldin eru þau Inger- Mari Aikio-Arianaick, Rose- Marie Huuva, Sigbjørn Skåden og Synnøve Persen. Frá Finn- landi koma Saila Susiluoto og Tua Forsström og frá Íslandi Gerður Kristný og Kristín Eiríksdóttir. Kínversku ljóð- skáldin eru Gong Shuting, Huang Nubo sjálfur, Yang Ke, Yang Zi, Gao Xiuqin og Hu Xudong. - ósk Íslensk skáld í Noregi í boði Nubos Gerður Kristný og Kristín Eiríksdóttir skáld fara fyrir hönd Íslands á ljóðahátíð. LIÐTÆKT LJÓÐSKÁLD Huang Nubo er hugfanginn af ljóðlist. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.