Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 12
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Tiguan kostar aðeins frá 5.360.000 kr. Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km Volkswagen Tiguan Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði A uk ab ún að ur á m yn d: á lfe lg ur , s va rt ir þ ak bo ga r og lj ós ka st ar ar í fr am st uð ar a . FRÉTTASKÝRING Hvers mega Íslendingar vænta komi til olíu- vinnslu á Drekasvæðinu? „Leitið og þér munið finna, og þar með búa til verðmæti,“ segir Morten Lindbæck, sér- fræðingur Fondfinans í Noregi, að sé starf- semi olíufyrirtækja í hnotskurn. Grunnurinn að geiranum öllum sé að finna olíu og gas. Jan Mayen-hryggurinn og þar með Dreka svæðið segir hann að sé í þriðja flokki svæða sem leitað sé á. Lindbæck fjallaði um olíuiðnaðinn í Noregi og nokkrar grunnreglur sem fyrirtæki í olíu- leit þurfa að viðhafa á fundi VÍB um möguleika Íslendinga í þeim geira í Hörpu í gærmorgun. Í fyrsta flokki leitarsvæða segir Lindbæck að séu þekkt svæði þar sem olía hafi fundist áður í vinnanlegu magni, líkt og sé undan ströndum Noregs. Þau nefnir hann „greiðfær Júrasvæði“, eða Jurassic fairway upp á ensku. Í öðrum flokki eru svo hliðarsvæði (e. step out exploration) og í þeim þriðja ónumin lönd (e. frontier exploration) þar sem óvissa sé mest um afrakstur. Norska ríkið styrkir leit „Vegna þess að ekki er búið að bora neitt á Jan Mayen-hryggnum fellur hann í flokk ónuminna landa,“ segir Morten Lindbæck. „Óvissa er þar samt kannski heldur minni en á öðrum ónumdum svæðum vegna þess sem vitað er um jarðfræði svæðisins og olíuleka sem vart hefur verið á sjávarbotninum.“ Norska ríkið, segir Lindbæck, hefur smám saman aukið stuðning sinn við olíuleitarfyrir- tæki í gegnum þá umgjörð sem slíkum fyrir- tækjum er búin þar í landi. Fyrsta kastið væru ríki þó upp á einkafyrirtæki komin þegar kæmi að leit og borun eftir olíu og gasi. Núna jafni hins vegar norska ríkið stöðu olíuleitarfyrirtækja og greiði fyrir komu nýliða á markaðinn með því að fá í endurgreiðslu skatts þann kostnað sem lagt væri í við olíuleit. „Þetta fyrirkomulag á eftir að ýta undir áhuga á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu þegar Noregur opnar fyrir hana.“ Fjórar holur af fimm þurrar Í erindi sínu lagði hann áherslu á að fyrirtæki sem ætluðu að leggja fyrir sig olíuleit þyrftu að vera afar vel fjármögnuð, dreifa áhættu í starfsemi sinni og beita köldu mati á arðvæn- leika þeirra verkefna sem lagt væri í. Reynslan sýndi að fjórar af hverjum fimm boruðum holum væru þurrar. Vandinn væri hins vegar að ekki væri hægt að gefa sér í hvaða röð boraðar holur gæfu af sér. Þá væri mikilvægt fyrir olíuleitarfyrirtæki að nota vinnsluhæfar holur til að renna stoðum undir reksturinn og frekari leit. Óráð væri að sækja fé á markað fyrr en reksturinn væri orð- inn nokkuð stöðugur og stöndugur. Yfirskrift fundarins var „Er nýtt olíu ævin- týri í uppsiglingu?“. Fjallað var um hvaða tækifæri kynnu að bíða Íslendinga í olíuleit og vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. Auk Lindbæcks fluttu erindi Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Eykon hefur tryggt sér leyfi til leitar á Drekasvæðinu og skoðar um leið aðra kosti til þess að dreifa áhættu í starfseminni. Með því að vera í Noregi geti Eykon fengið endur- greidd frá norska ríkinu 78 prósent kostnaðar við leit að olíu. Gunnlaugur segir Drekasvæðið mikið rann- sakað og líklega olíu að finna þar. Beggja vegna, á Grænlandi og við Noreg, séu olíusvæði sem rekið hafi frá Jan Mayen- hryggnum. „Þetta er eins og kaka sem hefur verið skorin í þrennt.“ olikr@frettabladid.is Gróðavon mikil á ónumdu svæði Drekasvæðið er í flokki áhættusömustu leitarsvæða í olíuvinnslu. Sterkar vísbendingar eru þó um að þar sé olíu að finna. Forstjóri Mann- vits varar við gullæði. Enn á eftir að sannreyna að olía finnist. Fjárfesting á svæðinu gæti þó hlaupið á milljarðatugum eftir nokkur ár. Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, kveðst nema örlítil merki gullæðisstemningar í tengslum við umræðu um olíuleit á íslensku hafsvæði. „Við erum kannski ekki farin að hlaupa en örugglega farin að ganga rösklega,“ sagði hann á fundi VÍB í Hörpu í gær. Hann áréttar að þótt sterkar vísbendingar séu um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu eigi alveg eftir að sann- reyna það. „Þangað til skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.“ Möguleikarnir og tækifæri landsins séu hins vegar mikil. „Við getum verið að horfa á að fjárfest- ing og þar með þjónusta í tengslum við leit eða leyfi sem búið er að veita geti farið frá því að vera nokkrir tugir milljóna á næsta ári upp í að vera 40 til 50 milljarðar króna í lok þess tímabils, eftir sjö til tíu ár,“ segir Eyjólfur Árni. Núna skipti hins vegar máli að móta framtíðarumgjörð og áætlun um hvernig standa eigi að hlutunum. Stöðugleiki og gagnsæi skipti þá öllu máli. Svara þurfi því hvernig skattlagningu verði háttað, hvort koma eigi hér á ríkisolíufélagi eða hafa á annan hátt. „Það vantar enn á að stjórnvöld marki sér stefnu um hvernig við ætlum að gera þetta næstu áratugina.“ Komið að stjórnvöldum að marka stefnu Í HÖRPU Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits, Gunn- laugur Jónsson forstjóri Eykon Energy og Morten Lind- bæck sérfræðingur Fondfinans í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.