Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 14
FÖSTUDAGUR 6. september 2013 | FRÉTTIR | 14
„Ég man eftir hita og miklum sársauka þegar
ég veiktist og ég man óljóst eftir því að for-
eldrar mínir gengu með mig um gólf dag-
langt áður en þau fengu lækni til að koma og
skoða mig,“ segir Sigrún Hjartardóttir frá
Tjörn í Svarfaðardal. Þetta var haustið 1955
og Sigrún þriggja ára. Hún var ein þeirra sem
veiktust af lömunarveiki í síðasta stóra löm-
unarveikifaraldrinum sem gekk hér á landi.
Læknirinn sá fljótt hvers kyns var og lét
flytja Sigrúnu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar
dvaldi hún fram yfir jól en var þá flutt til
Reykjavíkur. Þar dvaldi hún fyrst um sinn í
húsi í Þingholtunum sem kallað var Sóttvörn
en fór svo á Heilsuverndarstöðina við Baróns-
stíg.
„Ég lamaðist í báðum fótum og höndum.
Lömunin gekk að mestu til baka með tímanum
nema í hægri öxlinni. Ég man ekki eftir mér
með hækjur en ég man eftir mér í hjólastól.
Annars man ég ekki mikið eftir því hvernig
mér leið eftir að ég veiktist. Ég man þó eftir
æfingunum sem ég var sett í. Þær tóku á.“
Eftir að Sigrún veiktist hætti hún að tala,
umlaði þegar einhver reyndi að tala við hana.
Einhverju sinni á meðan hún var á Heilsu-
verndarstöðinni kom hjúkrunarkona með
nýfætt barn að sýna Sigrúnu. Þá sagði hún upp
úr eins manns hljóði: „Hún er minni en Stein-
unn,“ en Steinunn var systir hennar. Þetta
voru fyrstu orðin sem hún sagði í margar
vikur og létti víst mörgum þegar hún gat tjáð
sig á nýjan leik.
Sigrún varð að dvelja vegna veikinda sinna
í Reykjavík á annað ár, fyrst á sjúkrastofn-
unum en síðan hjá ættingjum. Hún segist
muna að fyrst eftir að hún kom heim í Svarf-
aðardalinn hafi foreldrar hennar verið að láta
hana hlaupa um til að þjálfa hana. Hún segist
muna eftir því að hafa verið völt á fótunum
og óstyrk.
Sigrún náði sér ótrúlega vel af veikindum
sínum og segir að hún hafi átt ósköp venjulegt
líf. Hún varð því undrandi þegar eftirstöðvar
lömunarveikinnar komu fram mörgum ára-
tugum síðar.
„Á milli fertugs og fimmtugs fór ég að finna
fyrir mikill þreytu og minnkandi getu í hægri
hönd sem er stöðugt að ágerast. Ég áttaði mig
ekki á hvað þetta var, það hafði enginn sagt
mér frá því að eftirköst eftir veikina gætu
komið fram löngu síðar. Skömmu fyrir alda-
mót las ég grein í blaði eftir sjúkraþjálfara
sem hafði rannsakað fólk sem hafði fengið
lömunarveiki á barnsaldri. Það hafði fengið
lík einkenni og ég. Þá áttaði ég mig á því
að þetta gæti átt við um mig líka, sem var
raunin.“
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
johanna@frettabladid.is
Nýtt aðalskipulag fyrir Kópavog.
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
kopavogur.is
Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum
hagsmunaaðilum í Kópavogi þar sem kynnt verður tillaga að nýju aðalskipu-
lagi fyrir bæinn. Aðalskipulagið er skipulagsáætlun þar sem fram kemur
stefna bæjaryfirvalda um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi,
umhverfismál og þróun byggðar til ársins 2024.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38,
fimmtudaginn 12. september nk. kl. 17:00 til 18:30.
Skipulagsstjóri Kópavogs
Lömunarveikin tók sig upp aftur
Sigrún Hjartardóttir fékk lömunarveiki þriggja ára gömul. Hún var ein sú síðasta sem veiktist í síðasta stóra lömunarveikisfaraldrinum á
Íslandi. Sigrún náði heilsu og lifði venjulegu lífi en eftirstöðvar lömunarveikinnar létu aftur á sér kræla mörgum áratugum síðar.
FÉKK LÖMUNARVEIKI Sigrún Hjartardóttir fékk lömunarveiki þriggja ára gömul. Hún náði sér á strik en
eftirköst lömunarveikinnar komu fram mörgum áratugum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
● Lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem lagst getur á taugakerfi
líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða.
● Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkenna-
lausir. Ef veiran berst í blóðrás verða einkennin alvarlegri.
● Langflestir, eða um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg flensulík einkenni
sem geta lýst sér sem almennur slappleiki, hiti, minnkuð matarlyst, ógleði, uppköst,
særindi í hálsi, hægðatregða og magaverkir.
● Alvarlegri einkenni eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans, hnakka-
stífleiki, vöðvarýrnun, hæsi og erfiðleikar við öndun og kyngingu. Í alvarlegustu
tilfellunum koma fram vöðvalömun, lömun á þvagblöðru og einkenni eins og óróleiki,
ósjálfrátt slef og þaninn kviður.
● Einn af hverjum 200 sem fá sjúkdóminn lamast varanlega. Þeir sem eru í mestri
hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstak lingar.
Hættan á að lamast varanlega af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.
HVAÐ ER LÖMUNARVEIKI?
„Klárum málið“ er yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi og fyrirtækisins Te og kaffi sem
hófst formlega í gær og stendur út mánuðinn. Markmiðið er að vekja athygli á
þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn lömunarveiki, sem einnig er kölluð
mænusótt, og bjóða landsmönnum að taka þátt í baráttunni við að útrýma veikinni
á heimsvísu. Engin lækning er til við sjúkdómnum og eina leiðin til að koma í veg
fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning. Ein bólusetning kostar 25 krónur.
Í dag er lömunarveiki landlæg í þremur ríkjum og á 25 árum hefur mænusóttar-
tilfellum fækkað um meira en 99%. Nú á að ná seinasta prósentinu og útrýma
veikinni endanlega. Meðan lömunarveiki finnst enn þá einhvers staðar í veröldinni
er hinum mikla árangri sem náðst hefur teflt í tvísýnu. Af hverjum seldum drykk í
september gefur Te og kaffi andvirði einnar bólusetningar gegn lömunarveiki. Al-
menningi gefst tækifæri til að gera það sama og gefa andvirði einnar bólusetningar
með hverjum keyptum drykk. Jafnframt býðst landsmönnum að styðja átakið með
því að senda smáskilaboðin stopp í númerið 1900 og gefa þannig 250 krónur.
ÁTAK UNICEF OG TE OG KAFFIS
Margrét Guðnadóttir, prófessor í
veirufræði, segir að það sé hægt að útrýma
lömunarveiki og það ætti að vera löngu
búið að því. Hér á landi var farið að bólu-
setja við lömunarveiki 1956. Árangurinn er
sá að enginn hefur greinst með lömunar-
veiki frá 1963 en þá greindust tveir með
veikina. Í heiminum öllum greindust 233
með lömunarveiki í fyrra, það var í Pakistan,
Afganistan og Nígeríu. Margrét segir að það
megi ekki hætta að bólusetja við lömunar-
veiki, þá geti hún gosið upp aftur. „Það má
ekki hætta að bólusetja fyrr en það er búið
að útskrifa sjúkdóminn úr mannheimum
og það verður að mínu mati ekki fyrr en 10
til 20 árum eftir síðustu bólusetninguna.
Það sem við er að etja eru þrír stofnar
jafnhættulegra veira. Þær berast með saur
og óhreinindum milli fólks. Sjúklingar geta
smitað í stuttan tíma með úðasmiti úr
öndunarvegi. Leiðin í gegnum meltingar-
færin er aðalsmitleiðin út í náttúruna og
meðan það eru skítug vatnsból í þriðja
heiminum verður erfitt að ganga úr skugga
um að veiran sé að fullu horfin úr nátt-
úrunni. Við verðum að skaffa öllu mannkyni
hreint vatn og betra viðurværi, þá vinnst
þessi barátta,“ segir Margrét.
➜ Ætti að vera búið að
útrýma lömunarveiki
fyrir löngu
STYÐJIÐ
ÁTAKIÐ
SENDIÐ SMS-IÐ
STOPP
Í NÚMERIÐ
1900
OG GEFIÐ ÞANNIG
250 KRÓNUR
DANMÖRK Fyrstu sex mánuði árs-
ins græddi LEGO-leikfangarisinn
13 milljónir danskra króna á dag,
jafngildi rúmlega 279 milljóna
íslenskra króna.
Á fréttavef Jótlandspóstsins
segir að fyrstu sex mánuði ársins
hafi salan í Asíu aukist um 35
prósent. Í Evrópu hafi hún hins
vegar aukist um átta prósent en
um fjögur prósent í Bandaríkj-
unum. Á heimsvísu hefur salan
fyrstu sex mánuðina aukist um
níu prósent miðað við sama tíma
í fyrra.
Fyrr á árinu tilkynnti fyrir-
tækið að von væri á Lego-útgáfu
af Simpsons-fjölskyldunni.
- ibs
Velgengni LEGO-risans:
Hundruð millj-
óna gróði á dag
VINSÆLIR KUBBAR Salan á Lego-kubb-
um í Asíu hefur aukist um 35 prósent.