Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 20
6. september 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Þ
egar fréttir bárust af því í síðustu viku að saman-
lagður hagnaður endurreistu viðskiptabankanna
þriggja á fyrri helmingi ársins næmi tæplega 33 millj-
örðum króna stóð ekki á hneykslunarandvörpunum og
fyrirsögnunum um „ofsahagnað“ bankanna. Og gamal-
kunnugum röksemdum um að eitthvað af þessum peningum
hefði nú frekar átt að verða eftir hjá viðskiptavinunum.
Vissulega eru 33 milljarðar
miklir peningar. En þegar vel
er skoðað er ekkert óeðlilegt við
hagnað bankanna; um það voru
sérfræðingar í fjármálamörk-
uðum sem Fréttablaðið ræddi
við sammála. Hagnaðartölurnar
eru háar, en bankarnir eru líka
með stærstu fyrirtækjum á
landinu, eigið fé mikið og arðsemin er engan veginn umfram
það sem telja má eðlilega ávöxtunarkröfu.
Afkoma bankanna markast enn af afleiðingum hrunsins að
einhverju leyti og hluti hagnaðarins er til kominn vegna endur-
mats á eignasöfnum til hækkunar. Það eru góðar fréttir; fleiri
viðskiptavinir bankanna geta þá borgað lánin sín til baka en
áður var talið. Það er til marks um að efnahagslífið sé að rétta
úr kútnum.
Um leið þýðir þetta að bankarnir þurfa að gera betur til
lengri tíma litið og lækka hjá sér rekstrarkostnað til að halda
viðunandi arðsemi. Í úttektum Bankasýslu ríkisins hefur
ítrekað komið fram að þrátt fyrir að bankarnir hafi dregið
saman seglin eftir hrun séu þeir of dýrir í rekstri, með of
mörg útibú og of margt starfsfólk miðað við banka í nágranna-
löndunum.
Röksemdina um að bankarnir hefðu átt að skilja meiri pen-
inga eftir hjá viðskiptavinunum og hagnast minna má gjarnan
setja í samhengi núverandi eignarhalds á bönkunum. Það eru
nefnilega ekki bara vondir útlendir vogunarsjóðir sem græða á
íslenzkum almúga. Landsbankinn á mest í samanlögðum hagn-
aði bankanna á fyrri helmingi ársins, rúma fimmtán milljarða.
Stærsti eigandi bankans með nærri 98 prósenta hlut er íslenzkir
skattgreiðendur. Það er þeirra hagur að afkoma bankans sé góð.
Sama á við um hina bankana og af sömu ástæðu, því að
við eigum saman 13 prósent í Arion-banka og fimm prósent
í Íslandsbanka. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga
íslenzkir skattgreiðendur hlutfallslega meira undir í bönkum en
almenningur í nágrannalöndum á borð við Bretland og Holland.
Á meðan skattgreiðendur eiga þessa hluti er mikilvægt að
rekstur bankanna skili arði. Eigi að fást gott verð fyrir þá við
sölu, sem er á dagskrá stjórnvalda, þarf arðsemin líka að vera
viðunandi.
Sterkt fjármálakerfi er ein af forsendum endurreisnar efna-
hagslífsins á Íslandi og tiltrúar umheimsins á því. Það er hagur
okkar allra að arðsemi bankanna sé viðunandi. Það á reyndar
við um öll fyrirtæki; við hljótum fyrir löngu að vera vaxin upp
úr því að hneykslast á að atvinnurekstur skili eigendum sínum
viðunandi arði.
Ekkert er óeðlilegt við góða afkomu banka:
Ágætur
ofsahagnaður
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Með nesti og nýja skó
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brá
undir sig betri fætinum í vikunni og
hélt til Svíþjóðar á fund Bandaríkja-
forseta og fleiri leiðtoga. Fjölmiðlar
vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að
stíga þegar vakin var athygli á óhefð-
bundnum skóbúnaði ráðherrans, en
drógu hvergi lappirnar og sögðu
skilmerkilega frá hvernig á þessu
stóð. Einhverjir hafa gert því
skóna að fréttaflutningurinn
hafi verið liður í því að níða
skóinn af forsætisráðherra.
Enginn fótur er fyrir því.
Enginn tvístígandi
Þótt Sigmundur hafi
gefið Bandaríkjafor-
seta undir fótinn
með heimboði
virðist hann hafa staðið í lappirnar í
málefnum Sýrlands, þar sem skórinn
helst kreppir í alþjóðasamfélaginu, og
ekki látið hernaðarveldið í vestri vaða
yfir sig á skítugum skónum. Hann vill
að stigið verði varlega til jarðar og
ákveðið skuli á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna hvort Assad verði tekinn á
löpp eða hann muni eiga fót-
um fjör að launa. Einhverjir
sem telja að lappa þurfi
upp á samskipti Íslands við
Bandaríkin, meðal annars
vegna tengsla okkar við
Wikileaks, kunna hins vegar
að líta svo á að Sigmundur
hafi þarna skotið
sig í fótinn.
Í sögubækurnar
Að öllu gamni slepptu er auðvitað
leiðindamál að forsætisráðherra
þjóðarinnar skuli hafa þurft að leita á
sjúkrahús. Á hinn bóginn hefur hann
líklega skráð sig í sögubækurnar sem
fyrsti þjóðarleiðtoginn sem hittir
Bandaríkjaforseta í ósamstæðum
skóm. Raunar man
reyndasti blaðaljós-
myndari landsins
aðeins eftir að hafa
hitt einn mann
sem svo var ástatt
um. Það var Gísli á
Uppsölum. Hann var í
einum gúmmískó
og einum Adidas-
strigaskó við
sláttu.
stigur@frettabladid.is
Umferðarteppan sem alltaf myndast
kvölds og morgna þegar skólar byrja á
haustin ætti að vekja okkur til umhugs-
unar. Ef við höldum áfram að þróa byggð-
ina lengra í austur mun það auka á þessa
umferð og rýra lífsgæði þeirra sem búa í
Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafar-
vogi, ekki síður en þeim hverfum sem
stofnbrautirnar liggja í gegnum. Það er
vegna þess að umferð úr nýju hverfi í
austri myndi bætast við umferðina um
Ártúnsbrekku, Miklubraut eða Sæbraut
til og frá vinnu. Viðbótarbílarnir myndu
fylla göturnar, hægja á umferðinni og
auka ferðatímann.
Þetta eru ein sterkustu umferðarrökin
fyrir því að þróa byggðina í Reykjavík
inn á við og „þétta hana“. Útreikningar
og reynsla sýna að það er eina leiðin til
að draga úr umferð, mengun og ferða-
tíma innan borgarinnar. Ástæðan er
sú að stærstu vinnustaðirnir og skól-
arnir eru á miðborgarsvæðinu. Þétting
byggðar styttir meðalferðina milli heim-
ilis og vinnu og minnkar þannig heildar-
umferðina á höfuðborgarsvæðinu. Með
þéttingu byggðar er verið að verja
lífsgæði þeirra sem búa í okkar góðu
úthverfum og komið í veg fyrir alvöru
umferðarsultu framtíðarinnar.
Sumir hafa haldið því fram að þetta sé
öfugt. Að þétting byggðar sé vond fyrir
austari hluta borgarinnar. Einfalt dæmi
sýnir að þetta er rangt: hvað myndi ger-
ast ef við myndum bæta 25.000 manna
byggð við á landfyll ingum í sjónum
vestan við Seltjarnarnes og beina
umferðinni úr því hverfi eftir núverandi
götum á nesinu? Jú, umferðin myndi
aukast og stíflast og Seltirningar fyndu
sannarlega fyrir því. Þetta er nákvæm-
lega eins fyrir Árbæ, Breiðholt, Grafar-
holt eða Grafarvog ef við bætum við
nýjum 25.000 manna hverfum austan við
þessi hverfi.
Áframhaldandi útþensla byggðar er
ógn við þau miklu lífsgæði sem úthverfi
Reykjavíkur bjóða. Þess vegna er stefnt
að því að þróa borgina inn á við í nýju
aðalskipulagi, og þess sérstaklega gætt
að það sé ekki gert á kostnað grænna
svæða. Græn svæði eru lungu borgar-
innar sem við eigum að standa saman
um að verja til framtíðar.
Umferðarteppan og úthverfi n
SKIPULAG
Dagur B.
Eggertsson
formaður borgar-
ráðs
➜ Með þéttingu byggðar er verið
að verja lífsgæði þeirra sem búa í
okkar góðu úthverfum og komið
í veg fyrir alvöru umferðarsultu
framtíðarinnar.