Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 21

Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 21
FÖSTUDAGUR 6. september 2013 | SKOÐUN | 21 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Samkvæmt Hagstofunni eru inn- flytjendur þriðjungur íbúa á Kjal- arnesi. Í Breiðholti er hlutfallið fjórðungur. Hins vegar eru inn- flytjendur aðeins 2% þeirra sem búa í Staðahverfi í Grafarvogi. Svona er þetta í dag en það er ekki víst að það verði þannig eftir 15 ár. Í frjálsu samfélagi breyt- ast þessir hlutir hraðar en menn halda. Bylgjur innflytjenda gera oft frábæra hluti fyrir hverfi. Þetta gerist oftast svona: Hverfi á undir högg að sækja. Það er ódýrt að búa þar. Innflytjendur flytja í hverfið. Innflytjendur opna veitingastaði. Ungt fólk vill búa í hverfi með mat. Ungt fólk flytur í hverfið. Hverfið verður hipp og kúl. Fólk sem er ekki hipp og kúl en vill vera það flytur í hverfið. Íbúðaverð hækkar. Næsta bylgja innflytjenda þarf að finna sér nýtt hverfi til að lappa upp á. Bandaríkin afslöppuð Stundum er eins og sumum finn- ist það sérstaklega vond tilfinn- ing að fólk af öðrum þjóðern- um hópist saman á einn stað. Af hverju ætti það að vera svona slæmt? Í Bandaríkjunum eru fjölmörg hverfi sem kennd eru við einhver þjóðarbrot: kínverska hverfið, ítalska hverfið og svo framvegis. Mér finnst þetta frek- ar vera heillandi en hitt. Það er dýrt að fara til útlanda þó að það sé skemmtilegt. Búi maður í New York virðist hins vegar aldrei langt til útlanda. Það er aldrei langt í götu með búðarskrauti á erlendum tungu- málum, aldrei langt í veitinga- stað þar sem einhverjir selja manni mat sem virðist ættað- ur frá þeirra heimalandi. Það er aldrei langt í fólk sem talar annað tungumál reiprennandi. Kannski er það spurning um smekk en mér þætti hugmynd um einhverja útlandaspildu nálægt heimili mínu heillandi. Í Japan er skemmtigarður sem lítur út eins og Plat-Amster- dam. Það er dálítið skemmtileg hugmynd, þótt eflaust sé erfitt að fá hana til að ganga upp án þess að það verði dálítið mikið Disney. Lifandi „smá-útlönd“ eru skemmtilegri. Eitt sinn vorum við með bandarískan bæ á Íslandi. Nú er hann farinn. En ég játa: Ég hefði ekkert á móti því að fara út að borða í kínverska hverfinu í Hafnarfirði. Norðurlönd naga neglur Hvað sem verður sagt um Banda- ríkjamenn virðast þeir ekki vera það djúpt lagstir í allsherjarsam- félagshönnun að þeir telji það vera hlutverk sitt að ákveða hve margir af hverjum þjóðernisupp- runa megi búa saman á einum stað. Hér á Norðurlöndunum virðist þetta valda mörgu, jafn- vel annars upplýstu, fólki tals- verðum áhyggjum. Fólk hefur áhyggjur af því að „það verði til gettó“ og þá ekki bara vegna þess að það telur það geta haft einhverjar neikvæð áhrif á hag þeirra sem þar búa, heldur vegna þess að þeim finnst hugmynd um svona ríki í ríki neikvæð í sjálfu sér. Menn vilja að fólk aðlagist. Eins og börnin á leikskólunum sem fara í fimm daga aðlögun og eru „aðlöguð“ að henni lokinni. Ég bjó eitt sinn í Danmörku. Mér fannst gaman á Nörrebro. Ég hef þá stundum hugsað hvort einhver bylgja norræns þjóð- rembings muni leiða til að fólk muni einhvern tímann tala um Nörrebro sem „Gamla-araba- hverfið“. Og þá ekki út af því að þeir sem þar búa muni flytja í úthverfi. Það er niðurdrepandi þankagangur sem ég reyni ekki að dvelja lengi við. Meðfram Wisla-ánni í Kraká stendur gamall bæjarhluti, Kaz- imierz, þar sem eitt sinn bjuggu gyðingar en minna er um þá nú. Þá sögu þekkja því miður flestir. Hverfið var í niðurníðslu eftir stríð en varð svo vinsælt hip- stera-djammhverfi eftir fall járn- tjaldsins. Þegar rölt er milli kráa í þessum gamla bæjarhluta og litið á þær mörgu hebresku og jiddísku áletranir sem enn sjást víða er ekki laust við að maður verði dálítið leiður. Og ekki bara leiður vegna þeirrar sögu sem flestir þekkja heldur leiður vegna þess að borgin er á sinn hátt fábrotnari en hún var fyrir 100 árum. Og það er svolítið leið- inlegt. Fjölbreytni er nefnilega ágæt. Gettó eru fín Ég hefði ekkert á móti því að fara út að borða í kínverska hverf- inu í Hafnarfirði. Nýlega fengu liðlega 2.000 íbúar í Salahverfi í Kópa- vogi samhljóða SMS-skeyti: Vegna bilunar þarf að loka fyrir heita vatnið þriðju- daginn 27. ágúst 2013 frá kl. 09.00 til kl. 17.00 í eftir- farandi götum … Skeytin áttu uppruna sinn hjá Orkuveitunni, sem nú er farin að beita þess- ari samskiptaleið til að láta íbúa vita af því þegar vatnið fer eða rafmagnið og vara við hættum sem geta fylgt því. Langvarasamast er þegar það verður kaldavatnslaust, sem ger- ist sem betur fer sjaldan. Þá kemur bara heitt vatn úr blöndunartækj- unum. Ef íbúar hafa ekki sett upp varmaskipti til að draga úr vatns- hita í krönum, getur t.d. börnum verið talsverð hætta búin. Þess vegna er svo mikilvægt að koma boðum til íbúa. Um langt árabil hafa tilkynn- ingar verið bornar í hús þegar loka hefur þurft fyrir vegna teng- inga eða viðhalds. Þessi leið virk- ar ekki sem skyldi. Við fáum sífellt fleiri kvartanir um að fólk hafi ekki séð tilkynningarnar og alla jafna vegna þess að þær hafa drukknað í öðrum pósti við útidyrnar. Við hjá Orkuveitunni höfum líka notið vel- vilja hjá fjölmiðlum, sem birt hafa í fréttatímum eða á vefjum sínum tilkynningar um bilanir og sérstak- lega þær sem skapað geta almanna- hættu. Fyrir það erum við afar þakklát. Markvissari leiðir Með breyttri samskiptatækni bjóð- ast markvissari leiðir. Á Íslandi eru skráð fleiri en 400 þúsund farsímanúm- er. Landsmenn yfir níu ára aldri eru hins vegar um 277 þúsund. Það er því nán- ast hver maður með slíkt tæki og sumir fleiri en eitt. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikið fljótlegra það er að koma boðum til íbúa með smáskilaboðum en að bera út en til þess að þessi leið virki þurfa símanúmer að vera skráð á heimilisfang. Á Bæjarhálsi 1, þar sem höfuð- stöðvar Orkuveitunnar eru og tvö önnur fyrirtæki með skrifstofur, eru skráð nokkur hundruð farsíma- númer. Það eru númer í eigu fyr- irtækjanna en í notkun hjá starfs- fólki. Ef bilun yrði á Bæjarhálsi, á mínum vinnustað, þá fengi ég SMS-skilaboð um það en ekki ef bilun verður í hverfinu sem ég bý í vegna þess að símanúmerið er ekki skráð á heimili mitt. Það sem ég hef þá gert er að skrá farsímanúmerið, sem ég hef til afnota, á viðskiptavi- nasíðuna mína á vef Orkuveitunn- ar, www.orkanmin.is. Þá fæ ég SMS frá fyrirtækinu ef bilun verður í Staðahverfinu, þar sem ég bý. Þar með get ég varað fjölskyldumeð- limi við hugsanlegri hættu nú eða bent þeim á að skella sér í sund ef baðferð var fyrirhuguð. Vegna bilunar þarf að loka fyrir … ORKUVEITAN Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni ➜ Um langt árabil hafa tilkynningar ver- ið bornar í hús þegar loka hefur þurft fyrir vegna tenginga eða viðhalds. FRAMÚRSKARANDI Þú veist það strax og þú sérð hann. Það er eitthvað sérstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin togar í þig um leið. Útlitið hvíslar að þér einhverju um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Leyfðu honum að heilla þig. Komdu og reynsluaktu Evoque. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 8 9 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. NÝR RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.770.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil, sjálfskiptur - Eyðsla 6,5 l/100 km.* OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 12-16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.