Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 24

Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 24
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Bragi segist heyra Eggert fyrir sér þegar hann skrifar persónurnar Eggert Þorleifsson leikur nú í þriðja sinn aðalhlutverkið í leikriti eftir Braga Ólafson. Þeir eiga sér báðir fortíð sem popparar en segjast hafa verið lélegir sem slíkir. Líf mitt er orðið innihaldsríkara Emilíana Torrini sendir frá sér plötuna Tookah eftir helgi. Titilinn tengir hún við djúpstæða hamingju eftir að hún eignaðist mann og son. Mætti í tökur á Dexter klukkustund eftir fæðingu sonar síns Leikarinn Darri Ingólfsson hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem Oliver Saxon í sjónvarpsþáttunum Dexter. Á hverju ári komast hundr- uð foreldra hér á landi að því að börn þeirra eiga við lestrarerfiðleika að etja. Í sumum tilvikum kemur í ljós að um lesblindu (dys- lexia) er að ræða. Sem gefur að skilja er það nokk- uð áfall fyrir foreldra sem átta sig á að þetta hefur veruleg áhrif á framtíð barna þeirra. Í framhald- inu velta þeir fyrir sér hvernig skólagöngu þeirra verður háttað. Hvers er að vænta, getur skólakerfið tryggt lesblind- um börnum þá menntun sem öðrum börnum stendur til boða? Því miður er alvarlegur misbrest- ur á því og það verða foreldrar fljótlega varir við þegar þeir fara að skoða þá aðstoð sem skólakerfið býður upp á. Reglulega hringja áhyggjufull- ir foreldrar á skrifstofu okkar hjá Félagi lesblindra og vilja fá að vita hvaða úrræði standa til boða og hvernig hægt er að bregðast við. Í sumum tilvikum þurfa þeir að fá aðstoð við að meðtaka þessa stað- reynd sem vissulega getur haft talsverð áhrif á framtíð barna þeirra. Enn í mestu vandræðum Þótt ýmislegt hafi áunnist á skóla- kerfið enn í mestu vandræðum með að sinna þörfum þessa hóps. Hætt er við að önnur vandamál skyggi á þarfir lesblindra en nú er talið að um 30% grunnskólanema séu í sér- kennslu og um helmingur þeirra sé án formlegrar greiningar. Hvernig ætlar skólakerfið að taka á þessum málum og tryggja um leið réttindi þeirra sem eiga við lestrarerfið- leika og lesblindu að eiga? Stefnu- mörkun grunnskólalaganna (nr. 63/1974) í sérkennslumálum var skýr. Þeir nemendur sem vegna fötlunar sinnar geta ekki notið venjulegrar kennslu eiga rétt á sér- stakri kennslu við sitt hæfi. Í sér- kennslu felst að það eru sett önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Nýta má nýja tækni Félag lesblindra telur að úr þess- ari sérkennsluþörf megi leysa með því að nýta nýja tækni. Þess vegna hefur félagið margoft bent á mögu- leika þess að hafa skóla án bóka. Þótt lesblinda hafi verið undan- gengnum kynslóðum erfið er ekk- ert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, bættum greining- araðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútímaþjóð- félagi ætti mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finn- ast tæki sem duga til að yfirvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfið þarf að vakna til lífsins. Í upphafi skólaárs Á hverju ári greinast lið- lega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðrask- ana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofn- un ríkisins og lífeyris- sjóðirnir rösklega fjörutíu milljarða króna í örorku- bætur. Mjög er orðið tíma- bært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í sam- félaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfs- endurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frum- kvöðlastarf á þessu sviði. Núgild- andi matskerfi örorku greinir ein- göngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulíf- eyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndun- um hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnu- þátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikil væg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og sam- tök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störf- um og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönn- um, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórn- ar um aukna atvinnuþátt- töku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með tak- markaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skatta- kerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði. Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geð- raskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveit- endur eru líka oft óöruggir gagn- vart þessum hópi og þurfa stuðn- ing til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverj- um mánuði. Þar er verulegt fram- boð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnu- tækifærum fyrir fólk með geð- raskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Péturs- son iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæf- ingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveit- endur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“ Atvinnutækifæri fyrir fólk með geðraskanir ➜ Í dag fi nnast tæki sem duga til að yfi rvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfi ð þarf að vakna til lífsins. SAMFÉLAG Árni Gunnarsson í stjórn Hlutverkaseturs ➜ Það er mjög tímabært að atvinnulífi ð, ríkisvaldið og samtök og stofnanir, sem fjalla um málefni öryrkja, leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störf- um og auka sveigjanleika... MENNTUN Guðmundur S. Johnsen formaður Félags lesblindra á Íslandi Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is EKKERT NEMA BJARTSÝNI Í BOÐI HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Eiginkona Hagbarðar Valssonar lést þegar hún var komin sjö mánuði á leið og Rósu Jónu dóttur þeirra var bjargað úr móðurkviði. Hagbarður er nú einstæður faðir með fjögur börn í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.