Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 28
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Laxdæla sker sig úr Íslendingasög-unum að því leyti að hún er eina sagan þar sem konur eru í aðalhlut-
verki. Það eru auðvitað konur í öðrum
sögum en þar eru þær viðföng karlanna
og skipta ekki máli. Guðrún Ósvífurs-
dóttir er aðalsöguhetja Laxdælu,“ út-
skýrir Birna Lárusdóttir þjóðfræðingur
en hún mun leiða gesti Laxdæluhátíðar
um sögusvið bókarinnar á morgun að
Laugum í Sælingsdal.
Þetta er í fyrsta sinn sem Laxdælu-
hátíð er haldin. Yfirskrift hátíðarinnar
er Brjáluð ást og segir Birna líklegt að
einhverjar ástarsögur verði sagðar. „Ég
reikna nú með að flestir vilji fá að heyra
eitthvað um ástir í Laxdælu. Við hefjum
ferðina klukkan tíu á hlaðinu heima hjá
Guðrúnu Ósvífursdóttur, Laugum í Sæ-
lingsdal, hennar fæðingarstað og förum
um með rútu. Við komum síðan við á
þeim slóðum þar sem atburðir í sögunni
vissulega gerðust. Fólk fær því söguna
beint í æð,“ segir Birna.
Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og
verður fjallað um Laxdælu frá ólíkum
sjónarhornum. Yfirferð Birnu lýkur
um hádegi og eftir að gestir hafa snætt
hádegisverð mun Sveinn Pálsson,
sveitarstjóri Dalabyggðar, setja hátíðina
formlega og opna um leið sýninguna
Keltneskur arfur á Vesturlandi.
Sú sýning var áður í Görðum á Akra-
nesi en hún er unnin af Þorvaldi Frið-
rikssyni fornleifafræðingi og Friðþjófi
Helgasyni ljósmyndara. Sýningin saman-
stendur af ljósmyndum og texta sem
fjallar um arfleifðina meðal annars út frá
tungumálinu og örnefnum á Vesturlandi.
Þá verður spurningakeppni um Lax-
dælu slegið upp og fjallað um söguna frá
sjónarhóli tveggja kynslóða. Einnig munu
tveir norrænir leikhópar setja upp stutta
leikþætti úr Laxdælu. Karlakórinn Frosti
kemur fram og um kvöldið verður slegið
upp harmóníkuballi.
En nauðsynlegt að hafa lesið Laxdælu
til að njóta yfirferðarinnar?
„Nei, fólk þarf ekki að hafa lesið
bókina. En það skaðar auðvitað ekki,“
segir Birna. „Það er mjög gaman að lesa
Laxdælu.“
Ókeypis er á hátíðina en 1.000 krónur
kostar inn á ballið. ■ heida@365.is
BRJÁLUÐ ÁST
Í DÖLUNUM
SÖGUSLÓÐIR Laxdæluhátíð verður haldin að Laugum í Sælingsdal á morgun.
Farið verður um sögusvið Laxdælu þar sem gestir fá söguna beint í æð af
vörum Birnu Lárusdóttur þjóðfræðings. Um kvöldið verður harmóníkuball.
GUÐRÚNARLAUG
Laxdæluhátíð verður
haldin á morgun
laugardag að Laugum í
Sælingsdal, fæðingar-
stað Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur.
MYND/JSE
Amma mús opnar útibú
á Laugaveginum í dag kl. 11
10% afsláttur af prjónagarni og útsaumspakkningum,
föstudag, laugardag og sunnudag.
Kynning á laugardag frá kl. 12-14,
Philippe Ricart kynnir útsaumaða fuglapúða
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík
idan@idan.is - www.idan.is
Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig!
Hefur þú starfað við vélvirkjun, renni-
smíði, blikksmíði eða stálsmíði í 5 ár
eða lengur og vilt ljúka námi í faginu?
Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA
fræðslusetur í síma 590 6400 eða með því að senda
fyrirspurn á radgjof@idan.is
Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem
viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara
þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að
útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat er 5 ára starfsaldur í
greininni og 25 ára lífaldur. Einnig er boðið upp á raunfærnimat
í húsasmíði og skrúðgarðyrkju.
Kynningarfundur verður haldinn þriðju-
daginn 10. september kl. 17.00 að
Skúlatúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
Á IDAN.IS
RAUNFÆRNIMAT
D
A
G
SV
ER
K
.IS
/
ID
A
N
0
9
1
3
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
JBL Cinema SB200
59.990 VERÐ
HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA
HELSTU KOSTIR
• Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið
• Harman Display Surround tækni
• Þráðlaus Bluetooth tenging
• Einfalt í uppsetningu