Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 40
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsudrykkir Hildar. Hera Hilmarsdóttir. Snyrtibuddan. Götutískan og innblástur. Spjörunum úr og Helgarmaturinn. 8 • LÍFIÐ 6. SEPTEMBER 2013 Þ etta verða fimmtíu uppskriftir að alls konar drykkjum og ýmis fróðleikur fyrir alla fjölskylduna. Bókinni verður skipt upp í kafla sem eru þá grænir drykkir, möndludrykkir, skyrdrykkir og fleira,“ segir Hildur Halldórsdóttir lífeindafræðingur. Hennar fyrsta bók er væntanleg á markað fljótlega. Bókin er ætluð allri fjöl skyldunni en Hildur segist hafa sjálf farið að grúska í drykkjum þegar hún var heima í fæðingarorlofi. „Mér fannst mig vanta meiri næringu í kropp- inn eftir að hafa lifað á svo einhæfu fæði og fór því að skoða möguleikana og kolféll fyrir þessu.“ Hildi þótti erfitt að nálgast góðar uppskriftir að drykkjum á íslensku og fátt var um innihaldslýsingar svo hún fór að prófa sig áfram. Drykkina segir hún koma í staðinn fyrir máltíð og ekki sé nauðsynlegt að kaupa það dýrasta í heilsubúðunum til að útbúa drykk- ina, því auðvelt sé að notast við það sem til er í skápunum heima. 50 HEILSUDRYKKIR FYRIR FJÖLSKYLDUNA Hildur Halldórsdóttir gefur út sína fyrstu bók með skemmtilegum uppskriftum að drykkjum. að sýna, hvernig það er tekið upp og hverjir koma að því. Það er alls konar aukapappírsvinna og svona sem fylgir, enda skiptir miklu máli að allir fari eftir því sem samið er um og að þú sért við stjórnvölinn þegar kemur að þeim tökum.“ Nú hefur þú verið að leika á móti stórstjörnum úti, verður þú einhvern tíma feimin? „Já, algjör- lega. Ég er frekar feimin held ég yfirleitt. Þegar ég byrjaði í Önnu Kareninu var ég smá stressuð. Svo kom ég þangað og hitti fullt af frægu fólki en það voru allir voða- lega venjulegir. Stundum er smá kostur að vera ekki að velta sér of mikið upp úr öllu þessu leikara- lífi. Mér finnst það geta verið galli þegar maður veit of mikið um fólk. Eitt sinn var ég að leita að aðstöðu þar sem ég gæti fengið mér te og labbaði inn í herbergi og fór að róta í einhverju á borðinu en fann bara orkustykki. Daginn eftir sá ég að það stóð Keira Knightley á hurð- inni og þá var þetta búningsher- bergið hennar. Ég sagði nú reyndar aldrei frá þessu,“ segir Hera og hlær. Það eru ekki margir ís lenskar leikkonur sem hafa náð sömu vel- gengni og þú á svona skömmum tíma. Er einhver sérstök upp- skrift? „Það er engin rétt leið í þessum bransa og þú getur ekki vitað hvaða leið er rétt fyrir- fram. Maður vonar að það sé ein- hver skynsemi blönduð við sína innri rödd. Ef fólk á erindi í ein- hvern bransa og hefur áhuga, vilja og brennandi drifkraft þá mun það fara þangað. Það er ekki hægt að endurtaka leik einhvers annars. Fyrir mig var best að velja leiðina sem var út fyrir þægindahringinn. Annars hefði ég ekki gert þetta af heilum hug.“ Enskan eins og krossgáta Hvernig er að leika á ensku. Ertu jafnvel farin að hugsa á ensku í dag? „Það er mjög skemmtilegt. Ég held að tungumál virki stundum eins og ákveðin tegund af stærð- fræði í höfðinu á manni. Svona eins og krossgátuheilaparturinn, sem á það til að hitna allverulega þegar maður einbeitir sér að erf- iðum krossgátum. En það eru nátt- úrulega til endalaust af orðum í þessu tungumáli svo ég er engan veginn orðin einhver pró þó ég hugsi mikið á ensku. Það er bara einfaldara en að vera alltaf að þýða á milli.“ Saknar þú stundum Íslands, hvers þá? „Já, án nokkurs vafa. Aðallega fjölskyldunnar og vina minna. Ég geri þó mitt besta við að halda þeim samböndum eins heitum og ég get með fjarsam- skiptum. Þó verð ég að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir fjarsam- skipti og get verið léleg í þeim. Síðan er ég dugleg að koma í heim- sókn til landsins. Ég sakna líka brakandi loftsins hérna og víðátt- unnar sem er minna af í London.“ Hver er drifkrafturinn í þínu lífi? „Það er einhver innri tilfinn- ing sem keyrir mig áfram og ég reyni að hlusta á. Ég er góð í stóru hlutunum en get verið mjög léleg í litlu hlutunum, eins og að velja mér mat eða drykk á kaffihúsi. Ég er virkilega að reyna að bæta mig í því. Svo blæs alls kyns fólk í mig lífi. Vinir og vandamenn, fólk og dýr sem fá mann til að horfa öðru- vísi á heiminn.“ Hvaða ráð myndir þú gefa öðrum ungum leikkonum sem vilja flytja út og freista gæfunnar? „Bara skella sér í það. Innst inni veit maður alltaf hvað skal gera og ef sú tilfinning er til staðar á bara að leyfa henni að ráða. Passa samt hvaða skref maður tekur, eins og hvaða skóla maður fer í til að byrja með og á hvaða brautir. Það er að segja ef maður velur að fara skóla- leiðina, sem var allavega málið fyrir mig, sem býr mann svo vel undir tungumálið, bransann úti og auðvitað allt hitt. Svo þarf bara að muna hver maður er í grunn- inn, sérstaklega þegar skólinn fer að klárast og allt í einu þarf maður að standa á eigin fótum. Þá er það aftur tilfinningin en ekki ráðlegg- ingar skólans sem skipta máli.“ Hvaða verkefni eru á næstunni hjá þér? „Sumarbörn hér heima og svo halda tökur áfram á annarri seríu DaVinci ś demons úti í Wales. Svo er það Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z, sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs, en tökum á henni lauk núna í vor.“ Hverjir eru svo framtíðar- draumarnir? „Ég er ekkert mikið fyrir að tala um draumana mína. Ég trúi svolítið á að vera ekki of mikið að blaðra um hluti og fara varlega með orðin.“ það getur náttúru- lega verið partur af vinnu leikara að koma fram nakinn … Kókos- og lime- smoothie (334 hitaeiningar) Hrikalega frískandi og bragðgóður drykkur 1 dl kókosmjólk 2 dl ferskur vel þrosk- aður ananas (160 g) ½ banani (má sleppa) 2 msk. ristaðar kókos- flögur frá Himneskri hollustu 1 msk. chia-fræ Lime-safi úr um hálfu lime Um 1 dl vatn Allt sett í blandara og blandað vel. Ef þið viljið minnka kolvetni og auka prótein, þá getið þið sleppt banananum og bætt við hreinu próteini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.