Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 44
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. HELGAR MATURINN HOLL OG GÓÐ SPÍNATBAKA Nína Rut Óladóttir er nemi í Kvennaskólanum og hefur gaman af ljósmyndun og innanhússhönnun. Hún fer reglu- lega í ræktina og hefur einstak- lega mikinn áhuga á matargerð. Hér deilir hún með Lífi nu hollri uppskrift að spínatböku með hvítlauk, grænmeti og osti. Hvern faðmaðir þú síð- ast? Ég skellti mjúku faðm- lagi á Glanna glæp. En kysstir? Kærustuna. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Kærastan kom mér á óvart með því að gefa mér olíu í skeggið til að vernda húðina, sem er mjög karlmannlegt, og vax til að móta yfirvara- skeggið. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Frestunaráráttuna. Ertu hörundsár? Aðeins ef ég er illa sofinn um miðja viku. Dansarðu þegar enginn sér til? Á það til að skella mér í smá breikdans, þótt tími ormsins sé liðinn, myndi ef- laust brjóta einhver bein ef ég geri það. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? „Ef ég geri eitt- hvað, þá gerist það ef ég geri það.“ Háfleyg setning sem ég lét út úr mér eitt sinn í sjónvarpsupptökum. Hringirðu stundum í vælubílinn? Er stundum með hann á „speed-dial“. Tekurðu strætó? Hef stokkið af og til í strætó. Ég skellti mér á Selfoss í strætó og nýtti mér internetaðgang- inn sem var helvíti mikið fjör. Allt „live“ á fésbók. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Örugglega of miklum tíma, sérstaklega í strætó. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Ég fór hjá mér þegar ég heilsaði Jude Law. Hann er þvílíkt fagur maður en ég fór ekki svo mikið hjá mér þegar ég hitti Quentin Tarantino. Það var eins og að hitta viskílyktandi órangútan. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Nei, ég er alveg ömurlegur í að þegja um leyndarmál. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ekki að fá mér bjór. Þórir Karl Bragason Celin ALDUR: 42 STARF: Grafískur hönnuður og myndskreytir ...SP JÖ R U N U M Ú R Deig 1,5 dl hveiti 1,5 dl heilhveiti 125 g smjör 3 msk. vatn Fylling 250 g frosið spínat 2-3 hvítlauksrif 1 msk. olía 175 g fetaostur 4 egg 1 tsk. salt Pipar eftir smekk 1 msk. jurtakrydd 1 dós tómatar 1 Deigið er hnoðað saman og látið hvíla í kæli á meðan fyllingin er gerð. Síðan er deigið sett í eld- fast form og pikkað með gaffli. Deigið skal forhita í 10 mínútur við 200°C í ofninum. 2 Spínat og hvítlaukur eru bæði mýkt í olíunni, þar til mesti vökvinn er farinn úr spínatinu og síðan látið kólna. 3 Eggin eru léttpískuð í skál og síðan er öllu blandað saman og hellt í formið. Bökuna skal baka í ofninum í 45 mín- útur við 200°C hita. 4 Spínatbakan er að lokum borin fram með fersku salati, sem geta verið tómatar, vínber og ýmislegt annað gómsætt. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.