Fréttablaðið - 06.09.2013, Side 45

Fréttablaðið - 06.09.2013, Side 45
HELGIN | FÓLK | 3 Hjóladagur verður haldinn í Breiðholti á morgun, laugardag. Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir deginum sem er ætlaður fjölskyldum og fólki á öllum aldri. „Mig langaði að gera eitthvað sem gæfi fjöl- skyldum tækifæri til að vera saman,“ segir Helgi Kristófersson, formaður samtakanna. „Þá er svo mikið af hjólastígum úti um allt höfuðborgarsvæðið og ekki síst í Breiðholti og það langar okkur að benda fólki á,“ segir Helgi. Dagskráin hefst klukkan 10 við Breið- holtslaug. „Þar verður Dr. Bæk með ókeypis hjólaskoðun fyrir alla sem vilja og Breið- holtslaug býður öllum ókeypis í sund frá 10 til 12,“ segir Helgi. Klukkan 12 verður farið í hjólaferð. „Lagt er af stað frá Breiðholtslaug áleiðis í Seljahverfi. Við hjólum frá bæran stíg sem liggur milli Seljahverfis og Sala- hverfis í Kópavogi og endum í Mjóddinni,“ segir Helgi og tekur fram að hjóla túrinn henti fólki á öllum aldri. „Þetta er fimm kíló- metra hringur og við förum rólega.“ Klukkan 13 hefst dagskrá í Mjódd. Þar býður Hjartaheill upp á ókeypis blóðþrýst- ingsmælingu, Íslandsbanki gefur öllum gestum endurskinsmerki, Nettó býður upp á hressingu, Dr. Bæk skoðar hjól og tón- listarmaðurinn Svavar Knútur tekur lagið. „Við hvetjum alla sem hafa áhuga á hjól- reiðum, útivist, góðri tónlist, almennri gleði, góðri heilsu, lífi og fjöri til að mæta og sérstaklega bjóðum við borgarfulltrúa vel- komna í hjólatúrinn,“ segir Helgi og hlakkar til hjóladagsins. GLEÐILEGUR HJÓLADAGUR Í BREIÐHOLTI FJÖLSKYLDAN SAMAN Hjóladagur verður haldinn í Breiðholti á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY Hátíð bjórsins verður haldin í Reykjanesbæ á morgun laugardag. Þar munu flest ís- lensku brugghúsin kynna fyrir gestum þær bjórtegundir sem þau framleiða og selja hér- lendis. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2011 og er fastur liður í lífi margra bjór- unnenda. Þau brugghús sem kynna veigar sínar á hátíðinni eru Bruggsmiðjan, sem kynnir ýmsar gerðir af bjórnum Kalda, þar á meðal Október Kalda, Kalda ljós og Kalda dökkan. Brugghúsið Steðji mun kynna bjórinn Steðja Lager, Steðja reyktan og Steðja jarðarberja- bjór. Vífilfell og Einstök ölgerð munu í sameiningu kynna afurðir sínar og einnig Ölgerðin og Borg brugghús. Til sölu verða einnig bolir og bjórglös merkt einstökum brugghúsum. Hátíðin fer fram á kaffihús- inu Kaffi Duus í Reykjanesbæ laugardaginn 7. september og stendur yfir frá kl. 17-21. Að- standendur hátíðarinnar benda gestum á að koma með reiðufé til öryggis því ekki er víst að öll brugghúsin verði með posa á staðnum. Nánari upplýsingar má finna á www.bjorspjall.is. ÁRLEG BJÓRHÁTÍÐ ● GLEÐI Reykjavíkurborg og Hamingju- húsið bjóða borgarbúum í hamingjuhádegi alla föstudaga í september frá kl. 12.15 til 12.45 í Tjarnarsal Ráðhússins. Í dag flytur Edda Björgvins- dóttir stutt upphafsorð. Síðan verður dansað svo að allir komist í endorfín- vímu. Gleði- og vímugjafi dagsins verður Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söng- kona. Þá mun Jón Gnarr borgarstjóri ávarpa hamingju- sama gesti. HAMINGJU- HÁDEGI Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greind með slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011." Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundað æfingar í Meta- bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný. Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD." Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Verkirnir hreint helvíti á jörð Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.