Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 54

Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 54
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? „Maður er svolítið í pakkanum, eins og sagt er. Það er svo mikið að gera þessa dagana að ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hall- að höfði mínu,“ segir tónlistar- konan Védís Hervör Árnadóttir, sem kemur fram á bryggjuballi á Ljósanótt, fjölskylduhátíð Reykja- nesbæjar, í kvöld klukkan 20. Aðrir sem koma fram á útitón- leikunum í kvöld eru Sigríður Thorlacius ásamt Guðmundi Óskari Guðmundssyni, Valgeir Guðjónsson og þeir félagar KK og Magnús Eiríksson. Gleðin heldur áfram annað kvöld í Reykjanesbæ þegar Rás 2 sendir beint út frá útitónleikum þar sem koma fram meðal annars dr. Gunni og vinir hans, Ásgeir Trausti, hljómsveitin Valdimar og Ojba Rasta. Á bryggjuballinu í kvöld kemur Védís Hervör fram með hljóm- sveit sinni sem skipuð er þeim Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara, Róbert Þórhallssyni bassaleik- ara, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni trommara og Þórhalli Berg- mann hljómborðsleikara. „Svo fæ ég líka tvær drottningar til að syngja bakraddir hjá mér, þær Láru Rúnars dóttur og Hafdísi Huld. Ég fer bara beint í elítuna og vel aðeins það besta,“ segir Védís Hervör, en tónleikarnir í kvöld eru þeir fyrstu stóru sem hún heldur með hljómsveitinni eftir að hún sendi frá sér lagið White Picket Fence í vor, en það hefur heyrst töluvert á öldum ljós- vakans í sumar. Þær Lára og Hafdís Huld héldu einmitt í víking ásamt Védísi Her- vöru og Ragnheiði Gröndal í síð- asta mánuði og héldu þær saman tónleika á Vestfjörðum og Norður- landi í tengslum við hið nýstofn- aða KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, sem þær veita forstöðu. Félagið hyggst standa vörð um hags- muni tónlistarkvenna og grasrót ungra tónlistarstúlkna og segir Védís að önnur ferð um Suður- land og Austfirði sé á döfinni strax í haust. „Vonandi verða þá fleiri konur með okkur, en félags- starfið fer vel af stað og meðlimir eru þegar orðnir yfir tvö hundruð talsins. Þetta er nýtilkomið og við erum að reka okkur á ýmislegt og læra mikið, en þetta er ótrúlega gaman. Svo erum við líka allar með lítil börn og ég sjálf með tvo gutta, svo það er nóg að gera,“ segir Védís Hervör. Auk þess að sinna tónlistinni bregður hún sér í ýmis hlutverk við undirbúning og vinnslu námsefnisins Lærum og leikum með hljóðin ásamt móður sinni og fleirum. Þessa dagana er tónlistarkonan að taka upp nýtt efni á sína þriðju breiðskífu ásamt hljómsveitinni, en útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Plötuna vinnur hún í Geimsteini, upptökuveri Rúnars Júlíussonar heitins, og lætur vel af vistinni þar. „Það er rosalega góður andi í Geimsteini og má segja að andi Rúnars svífi yfir vötnum. Manni líður nánast eins og heima hjá sér í stúdíóinu og þannig á það að vera.“ kjartan@frettabladid.is Með nýtt band á bryggjuballi í kvöld Védís Hervör Árnadóttir kemur fram á útitónleikum á Ljósanótt, fj ölskylduhátíð Reykjanesbæjar, í kvöld. Þessa dagana vinnur hún að sinni þriðju breiðskífu. Það er svo mikið að gera þessa dagana að ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hallað höfði mínu. Védís Hervör Árnadóttir söngkona Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar meistara- stykkið Dark Side of the Moon eftir hljómsveitina Pink Floyd í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Dúndur- fréttamenn héldu tvenna tónleika í Hörpu í vor þar sem þeir spiluðu plötuna í heild sinni ásamt öðrum perlum Pink Floyd og seldist upp á þá báða. Einnig spiluðu þeir í Hofi á Akureyri. Samanlagt hafa um 3.400 manns sótt tónleikana hér á landi. Fjörutíu ár eru liðin síðan Dark Side of the Moon kom út og hefur platan selst í yfir fimm- tíu milljónum eintaka. Platan á heimsmetið í veru á bandaríska Billboard-vinsældarlistanum þar sem hún dvaldi í samfleytt 741 viku eða meira en fjórtán ár. Í rólegri viku seljast á milli átta til níu þúsund eintök af plötunni á viku, bara í Banda- ríkjunum. Enn eru til miðar á tónleikana í kvöld og fást þeir á Midi.is. Feta í fótspor Pink Floyd Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar Dark Side of the Moon eft ir Pink Floyd í kvöld. DÚNDURFRÉTTIR Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar plötuna Dark Side of the Moon í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Opnanir 15.00 Sýningin Gott báðum megin opnar í dag í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar Listaháskólans að Laugarnesvegi 91. Sýnendur eru nem- endur LHÍ úr ýmsum deildum sem eiga það sameiginlegt að hafa dvalið í skipti- námi eða starfsnámi á síðustu önn. Verkin eru innblásin af þeirri reynslu og unnin í ýmsa miðla. Sýningin stendur til 13. september. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Umræður 12.10 Listamannaspjall í tengslum við sýningu Spessa, Nafnlaus hestur, fer fram í hádeginu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Spessi mun þar, ásamt Ein- ari Kárasyni rithöfundi og Jóni Proppé, tala um tilurð sýningarinnar. Sýning Spessa stendur yfir til 15. september. Málþing 12.30 Hádegisfyrirlestur tónlistardeildar Listaháskólans fer fram í dag. Ig Hen- neman og Ab Baars munu fjalla um verk sín og flytja brot af frumsömdu efni úr efnisskrá sinni Haustlög. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónlist 12.00 Tríóið Kandís flytur gamlar dægurperlur í Háteigskirkju. Efnisskráin inniheldur dúetta, tríó og einsöngslög. Flytjendur eru Særún Harðardóttir sópran, Auður Guðjohnsen mezzo- sópran og Lilja Eggertsdóttir söngur og píanó. Tónleikarnir standa til 12.30 og er miðaverð 1.000 krónur. 21.30 Ragnheiður Gröndal og Ice- landic Folk Ensemble koma fram á Heimstónlistarklúbbi Café Haiti. Flutt verða íslensk þjóðlög í nýstárlegum útsetningum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar leika og syngja á Obladí oblada við Frakkastíg 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 6. SEPTEMBER ÖNNUM KAFIN Védís Hervör ferð- aðist um Vestfirði og Norðurland ásamt Ragnheiði Gröndal, Hafdísi Huld og Láru Rúnarsdóttur í lok ágúst. Þær tvær síðastnefndu syngja bakraddir á tónleikum Védísar á Ljósanótt í kvöld. Ragnheiður Gröndal hefur verið virk í ís- lensku tónlistarlífi um árabil og sent frá sér fjórar sólóplötur; Ragnheiður Gröndal árið 2003, Vetrarljóð árið 2004, After the Rain árið 2005 og Þjóð- lög árið 2006. Hún kom einnig fram á Hróars- kelduhátíðinni í Dan- mörku árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Adventure Car Rental Til sölu er vinsæl bílaleiga í fullum rekstri með 25 vel búna jeppa í útleigu. Góð nýting og miklar bókanir framundan. Fullbúið verkstæði, varahlutir, tvö lén, tvær heimasíður og fullkomið bókunarkerfi fylgir með í kaupunum. H a u ku r 0 9 .1 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.