Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 60
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU KVÖLDSTUND MEÐ LADDA Í EIGIN PERSÓNU Sýningar hefjast aft ur 7. septem ber! „Sprenghlægilegsýning fyrir allan aldur!“- Sirrý, Rás 2 „Þessi vinnusmiðja er búin að vera í gangi í nokkur ár og ég tek nú við keflinu af Marteini Þórs- syni leikstjóra,“ segir leik stjórinn Árni Ásgeirsson, sem stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík, Riff. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október. Smiðjan stendur yfir í fimm daga og fá þátttakendur hennar tækifæri til þess að hitta þá leik- stjóra og framleiðendur er sækja Riff í ár. „Vinnusmiðjan er ætluð ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að úr heiminum. Það kemur til okkar og sækir alls kyns nám- skeið og fyrirlestra með starfandi kvikmyndagerðarmönnum, leik- stjórum, handritshöfundum og framleiðendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þetta unga fólk að reyna að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum.“ Annað markmið vinnusmiðj- unnar er að aðstoða þátttak endur hennar við að slípa til hand- ritin að þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Flestir þátttak- endur smiðjunnar eru með hug- mynd að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og ráðgjafar okkar munu aðstoða þá við að slípa hug- myndina og kjarna hana. Unga fólkið mun svo „pitcha“ hugmynd sinni fyrir dómnefnd sem mun að lokum veita verðlaun fyrir áhugaverðustu söguna,“ út skýrir Árni. „Svona smiðjur eru einnig góð leið fyrir ungt fólk innan bransans til að kynnast og „net- work-a“, eins og maður kallar það á ensku.“ Aðspurður segist Árni ekki geta látið neitt uppi um hvaða leikstjórar munu taka þátt í smiðjunni að svo stöddu. „Það er góð ástæða fyrir því að nöfnunum er haldið leyndum, en ég get lofað því að fólk verður ekki fyrir von- brigðum.“ Enn er opið fyrir skráningu í vinnusmiðjuna á vefsíðu Riff og kostar þátttaka um fjörutíu þús- und krónur. sara@frettabladid.is Tekinn við kefl inu Árni Ásgeirsson leikstjóri stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Reykjavík. Smiðjan er ætluð ungu kvikmyndagerðarfólki. TEKINN VIÐ Árni Ásgeirsson stýrir vinnusmiðju á vegum Riff. Smiðjan er ætluð ungu kvikmyndagerðarfólki og enn er opið fyrir skráningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lagasmiðurinn og kjaftaskurinn Noel Gallagher úr hljóm sveitinni Oasis segist hafa áhuga á að starfa með Damon Albarn, söngv- ara hljómsveitarinnar Blur, sam- kvæmt heimildarmanni The Sun. Oasis og Blur voru í mikilli vin- sældakeppni á sínum tíma og blés ansi köldu þeirra á milli á þeim tíma. Það yrðu eflaust margir hrifnir ef Gallagher og Albarn stilltu sína strengi saman. Hljómsveitin Oasis er hætt vegna ágreinings bræðranna Liams og Noels Gallagher. Blur er hins vegar enn starfandi. Samkvæmt heim- ildum The Sun tjáði Noel Gallagher sig um það að Oasis ætlaði ekki að koma fram á Glastonbury-hátíðinni 2014 og að sveitin myndi ekki spila á næstunni. Noel Gallagher hefur áhuga á samstarfi Noel Gallagher úr Oasis hefur áhuga á að vinna með Damon Albarn, söngvara Blur. HEFUR ÁHUGA Á SAMSTARFI Noel Gallagher hefur áhuga á að vinna með Damon Albarn. Söngleikurinn Mary Poppins fer aftur á svið Borgarleikhússins í dag. Alls eru fimmtíu manns á sviðinu í Mary Poppins og mikill fjöldi á bak við tjöldin. Tónlistin úr söngleiknum er nú komin út á geisladisk. Tónlistar- stjóri er Agnar Már Magnús- son en hann leiðir ellefu manna hljómsveit sem spilar í sýning- unni. Bergur Þór Ingólfsson leik- stýrir verkinu og Gísli Rúnar Jóns- son annaðist þýðingu á lausu og bundnu máli. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek og María Ólafsdóttir hannar búninga. Danshöfundur sýningarinnar er einn vinsælasti danshöfundur Evrópu, Lee Proud, og Íslenski dansflokkurinn tekur þátt í sýningunni. Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Berts. - ósk Poppins snýr aft ur Viðamesta sýning Borgarleikhússins til þessa. FRÁ ÆFINGU MARY POPPINS Hér má sjá dansarann Leif Eiríksson og leikarana Guðjón Davíð Karlsson og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tískuvikan í New York hófst formlega með verðlaunahátíðinni Style Awards. Kynnir hátíðar- innar var Nicole Richie. Verðlaun voru veitt í nokkrum flokkum og kom það sjálfsagt fáum á óvart að stjörnustílistinn Rachel Zoe var valin best klædda konan árið 2012. Zoe er eftirsóttasti stílist- inn í Hollywood en fastakúnnar hennar eru stjörnur á borð við Jennifer Garner, Anne Hathaway, Cameron Diaz, og Demi Moore. Zoe á von á sínu öðru barni á næsta ári en fyrir á hún soninn Skyler sem er tveggja ára. Best klædda konan 2012 BEST KLÆDD Stjörnustílistinn Rachel Zoe var valin best klædda konan á Style Awards. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Þátttakendur eru valdir inn í vinnustofuna og því ekki víst að allir sem sækja um fái pláss. Umsækjendur þurfa að búa yfir reynslu og helst vera með hugmynd að mynd í fullri lengd, þótt slíkt sé ekki nauð- synlegt. Hinn 76 ára gamli stór- leikari Jack Nicholson er sagður hafa lagt leik- listina á hilluna. Ef marka má heimildir vefsíðunnar Radaronline er minnis- leysi talið ástæða þess að Jack er hættur að leika. Jack hefur hægt og rólega dregið sig í hlé frá leiklist- inni og hefur ekkert sést á hvíta tjaldinu síðan árið 2010, þegar hann lék í kvikmyndinni How Do You Know sem fékk mis- góða dóma. „Hann mun samt sitja á hliðarlínunni á heimaleikjum Los Ange- les Lakers,“ sagði heim- ildarmaður Radaronline en Nicholson er dyggur stuðningsmaður þeirra í NBA-deildinni og kryddar oft tilveruna á leikjum. Nicholson hefur unnið þrenn Óskarsverðlaun á ferli sínum og verður hans án nokkurs vafa sárt saknað í kvik- myndaheiminum. Hættur í leiklist Leikarinn Jack Nicholson leggur leiklistina á hilluna. JACK NICHOLSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.