Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 62
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar Við sigruðum þá… næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undan- keppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. STÓRÞJÓÐIR hafa sótt Ísland heim í keppnisleikjum og yfirgefið klakann með skottið á milli lappanna. A-Þýskaland, Spánn, Rússland og Tékkland hafa farið tómhent upp í flugvél, auk þess sem ekki ómerkari þjóðir en Frakkar og Þjóðverjar hafa grátið töpuð stig í Laugardal. VIÐ sigruðum þá næstum því“ er lína úr skemmtilegri auglýsingu fyrir íslenska bjórtegund. Þar segja íslenskir knatt- spyrnuáhugamenn ferðamanni nokkrum frá einum glæstasta sigri íslenska landsliðsins: 3-2 tapinu gegn heims- meisturum Frakka í París árið 1999. SVO vel stóðu okkar menn sig í þeim leik að í minningunni er eins og við höfum unnið sigur. Reyndar skoruðu Íslendingar fleiri mörk í leiknum ef út í það er farið. Rík harður Daðason, hetjan úr 1-1 jafnteflinu gegn Frökkum á Laugardalsvelli ári fyrr, hafði ekki stillt miðið betur en svo snemma leiks að knötturinn hafnaði í röngu marki. Hefði sá misskilningur ekki átt sér stað er deginum ljósara að frækinn 3-2 sigur hefði unnist. Bölvuð óheppni. ÚTISIGRAR Íslands í keppnisleikjum hafa ekki verið daglegt brauð frá þeim fyrsta gegn Tyrkjum árið 1980, langt í frá. Fjarri heimaslóðum hefur reynst erfitt að ná í góð úrslit. Enn hefur ekki unnist sigur á stórþjóð á útivelli en jafntefli gegn Sovétmönnum og Úkraínu standa lík- ast til upp úr. Sigrum á Noregi, Norður- Írlandi, Litháen og Ungverjalandi var að sjálfsögðu einnig vel fagnað. Svo ekki sé minnst á nýlegar frægðarfarir til Albaníu og Slóveníu. KARLALANDSLIÐINU gefst tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar í kvöld. Sigur á fimmtánda sterkasta landsliði heimsins yrði án nokkurs vafa sá stærsti fjarri heimahögunum í sögunni. Sigurinn yrði sá þriðji á útivelli í yfirstandandi undankeppni en þeim árangri hafa okkar menn aldrei náð. Landsliðsþjálfarinn er raunsær bjartsýnismaður og segir þokka- legar líkur á sigri. Mínar væntingar eru litlar en draumarnir þeim mun fallegri. „Við kennum stelpum og strákum að koma fram á sviði, sýna sína helstu kosti og fela gallana,“ segir Konráð Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Icelandfitness. Hann stendur fyrir pósunámskeiði fyrir keppendur á Bikarmóti í fitness og vaxtarrækt sem haldið verður þann 14. september næstkomandi. Undirbúningur fyrir mótið nú er í fullum gangi en að sögn Kon- ráðs taka um 120 manns þátt að þessu sinni. „Hópurinn sem tekur þátt í svona keppnum fer alltaf stækkandi en það eru yfirleitt um fimmtíu manns sem koma á nám- skeiðin til okkar. Þetta er búið að taka mikið frá fegurðarsamkeppn- unum. Stelpurnar vilja frekar vera með sixpakk og í góðu formi en bara vera sætar.“ Þátttakendum er skipt í nokkra hópa og meðal annars eru kennd- ar pósur og frjálsar stöður. „Við reynum að hafa gaman og stelp- urnar mæta oftast í bikiníi og á hælum eins og þær eru í þegar þær koma fram í keppninni.“ Konráð segir alla geta lært að pósa og að það að kunna að pósa sé mjög mikilvægt fyrir keppendur vilji fólk ná árangri. „Það er gríðar- lega mikilvægt að kunna að pósa og koma fram. Þú getur verið í gríðar- legu formi og flottur en það skiptir líka máli að kunna að gefa af sér á sviðinu og sýna útgeislun.“ - hó Vilja frekar vera með sixpakk Konráð Gíslason einkaþjálfari stendur fyrir pósunámskeiði fyrir keppendur í Bikarmóti í fi tness. Segir mikilvægt að kunna að gefa af sér á sviðinu. Grínistinn Eddie Murphy kom fólki á óvart á samskiptamiðl- inum Twitter á dögunum með því að frumflytja þar nýtt lag. Snoop Lion, sem áður var þekktur sem Snoop Dogg, syngur einnig í laginu. Lagið heitir Red Light og er reggílag. Lagið verður á væntanlegri plötu leikarans sem mun heita 9. Eddie Murphy, sem er betur þekktur sem grínisti og leikari, er enginn nýgræðingur þegar kemur að söng og hefur sungið í fjölda kvikmynda sem hann hefur leikið í. Murphy hefur einnig gefið út þrjár sólóplötur en þær komu út á árunum 1985 til 1993. Á þeim plötum naut hann einnig aðstoðar margra snillinga á borð við Stevie Wonder, Nile Rodgers og Michael Jackson. Hans stærsti smellur hingað til er lagið Party All the Time sem kom út árið 1985. Eddie Murphy og Snoop Lion saman Leikarinn Eddie Murphy hefur gefi ð út nýtt lag og nýtur aðstoðar rapparans vinsæla, Snoop Lion. GEFUR ÚT LAG Eddie Murphy gefur út lag með Snoop Lion. NORDICPHOTOS/GETTY STELLINGAR Tilvonandi keppendur í fitness æfa sig í að pósa. MYND/IFITNESS JOBS 5, 8, 10.40 ELYSIUM 8, 10.20 KICK ASS 2 8, 10.20 STRUMPARNIR 2 3.30, 5.45 2D PERCY JACKSON 3.30, 5.45 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. T.V. - Bíóvefurinn 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK VARIETY ROGER EBERT NEW YORK TIMES SAN FRANCISCO CHRONICLE COSMOPOLITAN JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE S.E. FOX-TV SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THIS IS US 3D KL. 6 - 8 JOBS KL. 8 / HROSS Í OSS KL. 6 2 GUNS KL. 10.15 / ELYSIUM KL. 10 -H.G., MBL -V.G., DV „ÆSISPENNANDI!“ - ENTERTAINMENT WEEKLY „HROSS Í OSS ER AFAR FRUMLEG OG ÁHUGAVERÐ MYND“ THIS IS US 3D KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 THIS IS US 3D LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 JOBS KL. 8 - 10.40 FLUGVÉLAR 2D ÍSL TAL KL 3.20 - 5.50 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 ELYSIUM LÚXUS KL. 10.25 PERCY JACKSON KL. 3.20 - 5.40 2 GUNS KL. 8 - 10.30 2 GUNS LÚXUS KL. 8 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 - 5.40 THIS IS US 3D KL. 5.45 - 8 - 10.15 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10 ELYSIUM KL. 10.20 PERCY JACKSON KL. 5.40 - 8 2 GUNS KL. 8 - 10.30 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 5.40 Miðasala á: og -H.S., MBL -S.B., DV -H.K., MBL / MONITOR SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI STEVE JOBS STOFNANDA APPLE, MEÐ ASHTON KUTCHER Í AÐALHLUTVERKI. S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.