Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 64
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 44SPORT FÓTBOLTI „Ég geri enga kröfu um sæti í byrjunarliðinu. Ég reyni bara að sýna hvað ég get þegar ég spila og ég reyni sérstaklega að hafa gaman af þessu. Það er mikil jákvæðni í kringum íslenska liðið þessa dagana og við höfum náð að standa svolítið undir því. Það er gríðarlegt tækifæri sem við stöndum frammi fyrir núna og við verðum að reyna að grípa það með báðum höndum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen á hóteli íslenska liðsins í gær. Hann hefur verið að koma sterkur inn í íslenska liðið upp á síðkastið og margir vilja sjá hann fá tækifæri í 90 mínútur. Liðið tók eina morgunæfingu í gær en það var síðasta æfing liðs- ins fyrir leikinn. Leikmenn voru í hvíld seinni partinn en munu aðeins hrista sig til áður en þeir halda á Stade de Suisse í leikinn mikilvæga. „Ég held að þetta sé þannig leikur að ef við tökum einhver stig með okkur heim væri það frábært afrek. Það er óhætt að segja að Sviss sé með sterkasta liðið í þessum riðli. Við vitum vel að þetta verður gríðarlega erfitt en við verðum að reyna að spila okkar besta leik.“ Eiður hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og hefur verið orðaður við brottför frá félagi sínu Club Brügge. Treystir hann sér í að spila í 90 mínútur? „Ég er alltaf maður í að spila en tek bara því hlutverki sem mér er gefið. Það fer væntanlega eftir því hvernig við setjum leik- inn upp og hvernig hann þróast. Það er alveg ljóst að við þurfum að vera mjög agaðir og þolinmóð- ir. Ef við gerum það þá höfum við nóga góða leikmenn og liðsheild til þess að gera út um leikinn.“ Gunnleifur Gunnleifsson markvörður var sem fyrr létt- ur í lundu er Fréttablaðið hitti á hann í gær. Gunnleifur hefur átt frábært ár í marki Breiðabliks og margir sem tippa á að hann verði í byrjunarliðinu í dag. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu. Auðvitað er ég klár í að spila eins og allir hinir. Þjálfararnir velja liðið og við stöndum allir á bak við þá,“ sagði Gunnleifur. Verð- ur hann ekkert brjálaður ef hann verður ekki valinn? „Ég er hætt- ur að æsa mig yfir hlutunum. Ég held minni ró og styð mitt lið.“ Það er hvorki svartsýni í íslenska liðinu né minnimátt- arkennd. Leikmenn ætla sér að koma Sviss á óvart og fá eitthvað út úr leiknum. „Eins og venjulega hjá íslenska landsliðinu er stemningin í hópnum frábær. Ef við vinnum þrjá af síðustu fjórum leikjunum þá ættum við að vera í öðru sæti og komast í umspil. Við ætlum að reyna að ná því sem fyrst,“ sagði Gunnleifur en í Sviss hafa heima- menn ekki miklar áhyggjur af íslenska liðinu. „Ég vona að þeir haldi að þeir geti tekið þetta með vinstri. Við teljum okkur hafa fundið ein- hverja veikleika hjá þeim. Það verður svo að koma í ljós hvort það það dugar okkur í þessum leik.“ Gera ekki kröfu um neitt Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnleifur Gunnleifsson gætu komið inn í byrjunarlið Íslands í kvöld. Gunn- leifur varði mark Íslands í síðasta leik og hefur staðið sig vel í sumar. Eiður Smári hefur aft ur á móti átt fl ottar innkomur í liðið og breytt spili liðsins til hins betra. Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Valgarður Gíslason valli@365.is Frá Bern í Sviss Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á Stade de Suisse á morgun. Það hefur mikið gengið á hjá félagi hans, Tottenham, upp á síðkastið. Gareth Bale er farinn til Real Madrid og fjölmargir leikmenn hafa verið fengnir til liðsins í hans stað og þeir eru ansi dýrir margir hverjir. Svo margir að í nokkrum fjölmiðlum var því fleygt fram að Gylfi yrði lánaður. Hvað var að gerast? „Það var ekkert þannig í gangi. Hvorki hjá mér né Tottenham. Ég hef byrjað þrjá af síðustu fjórum til fimm leikjum. Ég er sáttur við það. Í toppklúbbunum er samt alltaf mikil samkeppni um stöður og ég verð því að berjast fyrir mínu,“ sagði Gylfi en ansi margir leikmenn voru keyptir sem geta spilað sömu stöðu og hann. „Þeir eru kannski búnir að kaupa svolítið mikið af miðjumönnum,“ sagði Gylfi og glotti við tönn. - hbg Vildi ekki fara frá Spurs 40% KAST- OG RENNS LISSTA NGIR FLUGU HJÓL VEIÐIH JÓL REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is RÝMINGA RSALA VEIÐIVÖR UR Aðrar veiðivörur á afslætti 25% SPÚNAR VÖÐLUJAKKARSMÁVÖRUR 50% AFSLÁTTU R AF ÖLLU FRÁ LOOP TÁBROTINN Þátttaka Alfreðs gegn Sviss er í uppnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KLÁR Í SLAGINN Ragnar verður í eldlínunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI REYNSLUBOLTAR Eiður Smári og Gunnleifur Gunnleifsson hafa verið í íslenska landsliðinu í mörg ár og mikil reynsla sem býr í þeim báðum. Þeir hafa ekki verið í byrjunarliðinu undanfarið en spurning hvað gerist í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Meiðsli hafa verið að plaga íslenska liðið í undirbúningi leiksins. Emil Hallfreðsson er farinn heim vegna sinna meiðsla og þeir Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson æfðu ekkert síðustu tvo daga vegna meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur aftur á móti verið að taka þátt í æfingum síðustu daga en ekki var endilega búist við því. „Ég hef verið betri en meiðslin skána með hverjum degi. Það verður naumt að ég nái þessum leik. Ef ekki þá er mikill möguleiki á að ég nái leiknum eftir helgi,“ sagði Alfreð í gær. „Það er brot fremst í tánni og í raun ekkert hægt að gera. Ef ég vil spila þá þarf að deyfa mig fyrir leikinn. Þá er aftur á móti möguleiki á því að ég verði lengur frá í kjölfarið. Það hefur gengið ágætlega á æfingunum og ég hef gert eins mikið og ég get,“ sagði Alfreð en er hann til í að láta sprauta sig fyrir leikinn? „Það verður bara að koma í ljós. Það verður gott að heyra hvernig læknirinn metur þetta. Fyrst maður er kominn hingað þá vill maður auðvitað að spila en sjáum hvað setur.“ - hbg Gæti verið sprautaður fyrir leik FÓTBOLTI Það mun væntanlega mikið mæða á miðverðinum Ragnari Sigurðssyni í leiknum í kvöld. Sviss er með gríðarlega öflugt sóknarlið og það verður væntan lega nóg að gera hjá Ragnari og félögum. „Það er alltaf skemmtilegast að spila við þjóðir sem eiga að vera betri en við. Það er ákveðin áskorun og við erum búnir undir hana,“ sagði Ragnar ákveðinn. „Þeir eru ótrúlega flinkir í fótbolta. Ég held að þeir séu með betra lið en við á pappírunum. Það gefur aukinn kraft og við verðum tilbúnir í slaginn.“ Ragnar ætlar enga virðingu að bera fyrir mótherjum sínum á morgun og mun láta þá finna fyrir sér. „Við verðum að brjóta þá niður og vera sterkari og grimmari í návígi. Það búast allir við því að þeir valti yfir okkur og spili í kringum okkur. Þá verðum við að berja aðeins á þeim. Við erum líka með sterka sóknarmenn. Ef við spilum góða vörn og skorum nokkur mörk gætum við tekið þá. Ég held alltaf að ég vinni er ég labba inn á völlinn og ég hef trú á því að við séum að fara að vinna leikinn.“ - hbg Munum berja á þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.