Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 66

Fréttablaðið - 06.09.2013, Page 66
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 46 KÖRFUBOLTI Pavel Ermolinskij skrifaði í fyrradag undir tveggja ára samning við KR og mun spila með liðinu í Dominos-deildinni. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur en Pavel var kosinn besti leikmaður deildarinnar þegar hann lék síðast með liðinu veturinn 2010 til 2011. Það er ljóst að KR-ingar verða ekki árennilegir með Pavel í farar- broddi. Það vekur athygli að þótt Pavel sé ekki uppalinn í Vestur- bænum er hann enn einn leik- maðurinn sem kemur aftur í KR eftir að hafa spilað annars staðar síðustu ár. Í fyrra sneru aftur þeir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson en í sumar voru þrír uppaldir KR-ingar komnir heim áður en Pavel ákvað að semja við KR. Þetta eru þeir Magni Haf- steinsson, Darri Hilmarsson og Matthías Orri Sigurðarson. Sá síðast nefndi er yngri bróðir lands- liðsbakvarðarins Jakobs Sigurðar- sonar og var búinn að vera í skóla í Bandaríkjunum. Magni er kominn aftur í KR eftir níu ára fjarveru og Darri er búinn að vera í burtu í þrjú tímabil. Allir hafa þessir strákar unnið Íslandsmeistaratitilinn með félaginu og einhver þeirra hefur tekið þátt í að vinna alla stóra titla KR-liðsins á þessari öld (2000, 2007, 2009 og 2011). Hér með fréttinni má sjá strák- ana sem sneru heim í ár og í fyrra. - óój KR-ingar endurheimta sína stráka í körfunni Fjórir fyrrverandi leikmenn karlaliðs KR verða aft ur í KR-búningnum á komandi tímabili í Dominos-deildinni. HELGI MÁR MAGNÚSSON Aldur: 31 árs. Leikstaða: Framherji. Lék í millitíðinni hjá: Solna Vikings, Uppsala Basket og Stokkhólmi 08 í Svíþjóð. Kom: Sumar 2012. Fór frá KR: Til Svíþjóðar 2009. BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON Aldur: 25 ára. Leikstaða: Bakvörður. Lék í millitíðinni hjá: Jamtland í Svíþjóð. Kom: Sumar 2012. Fór frá KR: Til Svíþjóðar 2011. MAGNI HAFSTEINSSON Aldur: 32 ára. Leikstaða: Framherji. Lék í millitíðinni hjá: Snæfelli og Fjölni. Kom: Sumar 2013. Fór frá KR: Til Snæfells 2004. DARRI HILMARSSON Aldur: 26 ára. Leikstaða: Framherji. Lék í millitíðinni hjá: Hamar og Þór Þorlákshöfn. Kom: Sumar 2013. Fór frá KR: Til Hamars 2010. MATTHÍAS ORRI SIGURÐARSON Aldur: 19 ára. Leikstaða: Bakvörður. Lék í millitíðinni hjá: Í skóla í Banda- ríkjunum. Kom: Sumar 2013. Fór frá KR: Til BNA 2011. PAVEL ERMOLINSKIJ Aldur: 26 ára. Leikstaða: Bakvörður. Lék í millitíðinni hjá: Sundsvall og Norrköping í Svíþjóð. Kom: Sumar 2013. Fór frá KR: Til Svíþjóðar 2011. HANDBOLTI Það er ávallt draumur hvers íþróttamanns að hafa lifibrauð af íþrótt sinni og gera það sem honum þykir skemmtilegast á hverjum degi. Þær Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir leika báðar með danska handbolta liðinu SønderjyskE en Stella ákvað eftir síðasta tímabil með Fram að taka skrefið og gerast atvinnumaður í handbolta. Fram varð Íslandsmeistari í handknatt- leik í lok síðasta tímabils og því kjörinn tímapunktur fyrir þessa vinstri handar skyttu að kveðja Safamýrina og gerast atvinnumaður. SønderjyskE mætir dönsku meisturunum í Midtjylland í fyrsta leik á útivelli í kvöld. „Þetta var klárlega rétta skrefið fyrir mig að koma hingað út og fara í atvinnu- mennskuna,“ segir Stella Sigurðardóttir. „Það er frábært að búa hér í þessum fallega bæ og gott að hafa kærastann mér við hlið,“ segir Stella en hún býr í Aabenraa í Danmörk sem er við landamæri Þýska- lands. Handknattleiksmaðurinn Tandri Már Konráðsson er sambýlismaður Stellu en hann leikur með danska liðinu TMT og þekkir parið handboltalífið vel. Tandri lék áður með Stjörnunni og HK. „Þetta voru strax mikil viðbrigði fyrir mig en hér úti eru allir leikir erfiðir og liðin ótrúlega sterk. Við erum með nokk- uð sterkan hóp ef hann er fullskipaður en aftur á móti urðum við fyrir mikilli blóðtöku í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót. Þá urðu tvær stelpur fyrir því óláni að meiðast illa og verða nokkuð lengi frá keppni.“ SønderjyskE þarf því á öllu sínum leik- mönnum að halda strax frá upphafi móts en línumaður liðsins sleit krossband í hné og verður frá út tímabilið. Einnig er eina örvhenta skytta liðsins töluvert meidd og missir af upphafi mótsins. „Fyrir utan að þetta eru tveir frábærir leikmenn þá eru þær gríðarlega mikil vægir karakterar í hópnum. Ég mun líklega spila hægra megin fyrir utan í kvöld en ég ætti alveg að ráða við það. Hægri skyttan var í raun mín staða þegar ég kom upp í meist- araflokkinn hjá Fram og ég hóf minn feril þar. Reyndar hef ég lítið leikið þá stöðu í nokkur ár en það ætti samt að ganga upp í leiknum á morgun.“ Stella hefur undanfarin ár verið ein besta handknattleikskona Íslands og farið á kostum í N1-deildinni. Nú er stóra prófið fram undan. „Það er allt til alls hérna úti og frá bærar aðstæður fyrir okkur. Það er einnig gott að hafa íslenskan þjálfara sem maður getur leitað til.“ Ágúst Jóhannsson er þjálfari Sönder- jyskE sem og landsliðsþjálfari Íslands og þekkir hann því bæði Stellu og Karen vel. Hann tók við liðinu fyrir skömmu en SönderjyskE hafnaði í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Við ætlum að halda sæti okkar í deildinni á þessu tímabili og það er aðal- markmið liðsins. Síðan verður staðan tekin um jólin og þá þarf kannski að setja sér ný markmið,“ segir Stella. „Við erum að fara að mæta dönsku meist- urunum í fyrstu umferð og maður er í raun mjög spenntur en einnig er töluvert stress í gangi í hópnum,“ segir Karen Knútsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þetta verður líklega nokkuð erfitt tíma- bil en við höfum fulla trú á okkar mann- skap og ætlum okkur að dvelja áfram í efstu deild.“ Karen er leikstjórnandi liðsins. Hún gekk í raðir SønderjyskE í sumar og mikið mun mæða á henni í vetur. „Ég hef ekki náð að taka nægilega vel þátt í undirbúnings- tímabilinu en verð klár fyrir leikinn á morgun.“ stefanp@365.is Rétt skref að fara í atvinnumennsku Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir leika báðar með danska handknattleiksliðinu SønderjyskE en þær þurfa að láta til skara skríða með liðinu strax frá byrjun. Mikil meiðsli hafa herjað á liðið korteri fyrir mót og mun mæða mikið á þeim frænkum. ÆVINTÝRI Frænkurnar Stella Sigurðardóttir (til vinstri) og Karen Knúts- dóttir (til hægri) lifa drauminn í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF SJÓÐHEITUM OPNUNAR-TILBOÐUM Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is STÆRSTA TÖLVU-VERSLUN LANDSINS Í HALLARMÚLA 2 NÝ VERSLUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.