Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 70

Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 70
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50 „Ég er að spila með Dúndurfréttum í Hörpunni á föstudagskvöldið og svo spila ég í tveimur brúðkaupum á laugardaginn. Þess á milli ætla ég að hafa það notalegt með fjöl- skyldunni.“ Matthías Matthíasson tónlistarmaður. HELGIN Tríóið Blær frá Garðabæ hefur gefið út sitt annað lag og heitir það Allt. „Það fjallar um það sem þig langar ótrúlega mikið í en þegar þú færð það viltu það alls ekki neitt. Ég samdi það með ákveðið atvik í huga,“ segir söngkonan Ylfa Marín Haraldsdóttir spurð út í nýja lagið. Hljómsveitin var stofnuð í janúar síðast- liðnum. Aðspurð segir Ylfa Blæ spila draum- kennt popp með alls konar ívafi og stefnum. Auk Ylfu eru í hljómsveitinni þeir Ásgeir Örn Sigurpálsson og Ellert Ólafsson. Öll stunda þau nám við Háskóla Íslands. Fyrsta lagið, Carol, leit dagsins ljós í byrjun júní og í síðustu viku vann hljómsveitin keppn- ina Eflum íslenskt tónlistarlíf sem Stúdíó Hljómur á Seltjarnarnesi stóð fyrir. „Það var ótrúlega skemmtilegt og kom virkilega á óvart,“ segir Ylfa. Fjórar hljómsveitir tóku þátt og í verðlaun var ókeypis hljóðritun á einu lagi. „Það kemur sér mjög vel og við ætlum að taka næsta lag okkar upp þar,“ segir hún um verðlaunin. - fb Draumkennt popp úr Garðabæ Hljómsveitin Blær gefur út lagið Allt. Hún bar sigur úr býtum í keppninni Efl um íslenskt tónlistarlíf. BLÆR Hljómsveitin Blær frá Garðabæ hefur gefið út lagið Allt. ➜ Hljómsveitirnar Dikta og Of Monsters and Men koma einnig frá Garðabæ. „Þetta var gaman en svolítið sér- stakt,“ segir Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson. Afbrigði hljómsveitar hans Bítladrengirnir blíðu spilaði á skemmtistaðnum Café Rosenberg á miðvikudagskvöld. Einn gest- anna var frú Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands. „Við M ag nús Einars son, Eðvarð L á r u s s o n o g Karl Pétur Smith vorum að hita upp fyrir Jeremy Q uent i n , sem kallar sig Small Houses, sem var að spila þarna. Hún kom þarna inn og hélt að það væru aðrir tónleikar. Ég sá að hún gaf sig á tal við strákana og ætlaði að hlusta á nokkur lög. Svo var hún eigin lega bara allt kvöld- ið,“ segir Tómas. „Það var afskaplega gaman að hitta Vigdísi.“ Þeir félagar spiluðu alls kyns lög, meðal annars með Bítlunum og Rolling Stones. „Við spiluðum í tæpan klukku- tíma og svo byrjaði Banda- ríkjamaðurinn. Hún hlustaði á hann líka og sagðist hafa skemmt sér mjög vel.“ - fb Spiluðu Bítlalög fyrir Vigdísi Tómas M. Tómasson spilaði óvænt fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur á Rosenberg. SPILAÐI FYRIR VIGDÍSI Tómas M. Tómasson og félagar spiluðu óvænt fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÓTTI TÓN- LEIKA Vigdís Finnbogadóttir hlýddi á Bítla- drengina blíðu. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki vandræðalegt en það getur vel verið að svo fari,“ segir söngvarinn og lagahöfundurinn Friðrik Dór Jónsson, sem stjórnar opnunarþætti nýrrar sjónvarps- stöðvar á morgun. Nýja sjónvarpsstöðin nefnist Stöð 3 og fer í loftið klukkan 21 annað kvöld. Á stöðinni verður boðið upp á innlent og erlent sjón- varpsefni fyrir alla aldurshópa. „Það var haft samband við mig og ég beðinn um að stjórna opnunar- þætti stöðvarinnar. Þetta er algjör frumraun fyrir mig þar sem ég hef ekki stjórnað sjónvarpsþætti áður. Ég fiktaði aðeins við þátta- gerð þegar ég var í menntaskóla, þá vorum við vinirnir að taka upp grínsketsa. Síðan þá hef ég ekk- ert komið nálægt þáttagerð. Mér finnst þetta vera ágætis tækifæri fyrir mig og ég ætla bara að hafa gaman af þessu,“ segir hann. Spurður nánar út í þáttinn segir Friðrik að þetta verði í megin- dráttum spjallþáttur þar sem hann tekur mann og annan tali. „Ég mun spjalla við gesti og gang- andi og kynna dagskrá stöðvar- innar. Það verða einnig tónlistar- atriði og fleira skemmtilegt. Þetta verður fjörugur þáttur og ég ætla að vera mjög hress,“ segir Friðrik og hlær. Friðrik Dór slær ekki slöku við þessa dagana en hann syngur lagið Glaðasti hundur í heimi, sem situr í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2, stund- ar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og á von á sínu fyrsta barni eftir rúmlega viku. „Föðurhlutverkið leggst mjög vel í mig. Það er allt klárt fyrir komu barnsins. Ég hef litlar áhyggjur af því að barnið fæðist á meðan ég er í beinni útsendingu, en ef það skyldi gerast þá væri það bara frekar fyndið,“ segir hann að lokum. asa@frettabladid.is Ætlar að vera hress Poppsöngvarinn og lagahöfundurinn Friðrik Dór Jónsson mun stýra opnunar- þætti nýrrar sjónvarpsstöðvar á laugardaginn sem nefnist Stöð 3. STJÓRNAR SJÓNVARPS- ÞÆTTI Í FYRSTA SINN Poppsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson mun stýra upphafs- þætti Stöðvar 3 sem fer í loftið kl 21.00 á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Föðurhlutverkið leggst mjög vel í mig. ➜ Tómas spilaði fyrir Ólaf Ragnar Grímsson þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var hyllt hér um árið í miðborg Reykjavíkur. Vítamín sem mæta þörfum allra á heimilinu ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA LITLAR TÖFLUR NÝTT OG BETRA BRAGÐ SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS Icepharm a

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.