Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 12
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 UMHVERFISMÁL Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Sví- þjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteins- vetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfis fræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var dr. Michael Bates, sérfræð- ingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrif- um brennisteinsvetnis á heilsu. Hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja-Sjálandi. Meginniðurstaða rannsókna hans og samstarfs- manna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktors- nemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum ra n nsók nu m. Hú n hefu r rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanotkun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög væri þörf á rannsóknum á heilsu- farsáhrifum brennisteinsvetnis, ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mann- virki og tæki eru veruleg og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun sagði frá því að á undanförnum árum hefði mark- visst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteins- vetnis. Súrt regn væri orðið vanda- mál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að norrænu ríkin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartil- skipun um samdrátt í losun brenni- steinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin norrænu ríkin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. svavar@frettabladid.is Lítið vitað um áhrif af brennisteinsvetni Mikil þörf er á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis. Áhrifin á mannvirki og tæki eru sönnuð en kostnaður samfélagsins þess vegna liggur ekki fyrir. Íslendingar losa meira brennisteinsvetni en önnur norræn ríki. HELLISHEIÐARVIRKJUN Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brenni- steinsvetnismengun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ Meginniðurstaða umfangsmikilla rannsókna dr. Michael Bates á Nýja Sjá- landi er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. PAKISTAN Ný eyja varð til skammt frá strönd Pakistans á þriðjudag, ekki langt frá höfninni í Gwadar. Eyjan er 200 metra löng og myndaðist í jarðskjálfta, sem mældist 7,7 stig. Zahid Rafi, yfirmaður jarðfræðistofnunar Paki- stans, staðfestir að eyjan hafi orðið til vegna skjálftans, en vísindamenn væru að reyna að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann segir mögulegt að í skjálftanum hafi hreyf- ing komist á gas undir sjávarbotninum og það hafi þrýst aur og leðju upp. Þá myndist eins konar gervi- gígur. Jarðskjálftinn kostaði hátt í 300 manns lífið í suðvestanverðu landinu. Fjölmörg hús eru rústir einar eftir hamfarirnar og þúsundir manna höfðust við undir berum himni í fyrrinótt, ýmist vegna húsnæðis missis eða af ótta við eftirskjálfta. - gb Hátt í 300 manns létu lífið þegar jarðskjálfti upp á 7,7 stig varð í Pakistan: Ný eyja varð til í jarðskjálfta NÝJA EYJAN Eyjan er talin hafa myndast vegna þrýstings frá gasi undir sjávarbotninum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150434 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu LSS150434 dagsett 24. apríl 2013 og viðauka dagsettann 30. maí 2013 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 27.september 2013 er 440.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins er þá12.127.852.565 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. apríl og 15. október ár hvert, í fyrsta sinn 15. apríl 2012 og í síðasta sinn 15. apríl 2034. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150434 og ISIN númer IS0000020691. Reykjavík, 26. september 2013. Lánasjóður sveitarfélaga ohf GÆÐAVÖRUR FYRIR BÍLINN Á GÓÐU VERÐI! Landsins mesta úrval bílavara ÞURRKUBLÖÐ Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.