Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 16
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Skipholti 37 Sími 568 8388 Opið laugardaga frá 11-16 Til að rýma fyrir nýjum og glæsilegum vörum bjóðum við úrval ljósa og fylgihluta á frábæru verði í nokkra daga. 35.000 kr. Verð áður 55.000 kr. Can Can ALLT AÐ LJÓSASALA Í LUMEX FRÉTTASKÝRING Hvað líður vímuefnaneyslu ungmenna? Neysla á tóbaki, áfengi og vímu- efnum í grunnskólum landsins hefur dregist ört saman síðustu árin. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var af R&G við Háskólann í Reykjavík í ár og tók til allra nemenda á mið- og eldra stigi grunnskóla landsins og allra framhaldsskólanema, og var kynnt í gær. Þó er víða pottur brotinn, sér- staklega hvað varðar stökkið milli grunnskóla og framhaldsskóla. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, hjá R&G, kynnti niðurstöðurnar á fundi í gær og benti meðal annars á að á meðan fimm prósent 10. bekkinga síðasta vor sögðust hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga, svöruðu 35 prósent sextán og sautján ára framhaldsskólanema þessari spurningu játandi. Margrét Lilja segir í samtali við Fréttablaðið að sú forvarnarvinna sem unnin sé, skili sér greinilega, en þarna verði greinileg viðhorfsbreyting milli skólastiga, bæði í hópi foreldra og ungmenna, sem vinna þurfi á. „Þegar komið er upp í framhalds- skólana segjast krakkar verða vör við breytt viðhorf heima fyrir og að foreldrar gefi þeim lausari taum- inn.“ Margrét segir að þörf sé á því að skýra stefnu varðandi hlutverk framhaldsskólanna í forvörnum. „En svo snýst þetta auðvitað um okkur foreldrana og að við eigum ekki að sætta okkur við það að börn undir sjálfræðisaldri séu að drekka áfengi.“ thorgils@frettabladid.is Stökkið milli skólastiga afdrifaríkast Ný könnun Rannsóknar og greiningar (R&G) leiðir í ljós jákvæða þróun í neyslumynstri grunn- og framhaldsskólanema, en þó má greina mikla aukningu í áfengisdrykkju þar sem ungmenni verða ölvuð og í kannabisreykingum milli 10. bekkjar og fyrstu ára í framhaldsskóla. Ívar Dór Orrason „Ekki hvað varðar sjálfan mig, en aðrir – já. Ég er enn þá ákveðinn í að drekka ekki, flestir úr tíunda bekk hafa núna prófað að drekka. Í framhaldsskóla nú er allt umtal um að drekka mun jákvæðara.“ Þorbjörg Erna Mímisdóttir „Ég hef ákveðið að drekka ekki, en mér finnst núna ekki eins hræðilegt og áður að aðrir á mínum aldri drekki. Það þykir bara eðlilegt og allir eru að réttlæta þetta.“ Drífa Rós Bjarnadóttir „Já. Í tíunda bekk var litið neikvætt á að drekka, en í menntaskóla er talað þannig að ef þú drekkur ekki getir þó ekki skemmt þér nóg.“ Anna Kristín Semey Bjarnadóttir „Þegar ég var í tíunda bekk voru nokkrir farnir að drekka og reykja. Ég hef því verið í kringum krakka sem gera það, án þess að ég reyki eða drekki sjálf, svo það var ekki mikil breyting að upplifa það núna.“ Gunnar Hlynur Úlfarsson Já, maður þekkir miklu fleiri núna sem drekka og reykja heldur en maður gerði í tíunda bekk. Krökkum finnst þetta mikið eðlilegra.“ Rebekka Margrét Ágústsdóttir „Já. Það var eiginlega um leið og útskriftin úr tíunda bekk var búin. Þá héldu allir að það væri allt í lagi að fara að drekka. Kannski því að þeim þykir þau vera svo fullorðin.“ Hvað segja nýnemarnir? Verður þú var/vör við annað viðhorf til áfengisneyslu nú heldur en þegar þú varst í tíunda bekk. Spurt í MH. 10 0 20 30 40 50 60 70 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2000 2004 2007 2010 2013 ➜ Ölvunardrykkja, daglegar reykingar og kannabisneysla í 10. bekk ➜ Viðhorf foreldra til drykkju að mati nemenda Ölvun sl. 30 daga Daglegar reykingar Prófað hass eða maríjúana Ölvun sl. 30 daga Daglegar reykingar Prófað hass Prófað maríjúana Eyða helgum oft/nær alltaf með foreldrum (9. og 10. bekkur) Hlutfall nemenda sem stunda íþróttir með Íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar ➜ Hvað gerist milli skólastiga? 0 2010 305 2515 35 2013 Grunnskóli, 10. bekkur 2013 Framhaldsskóli, 16 og 17 áraDaglegar reykingar Ölvun sl. 30 daga Prófað hass Prófað maríjúana 10. BEKKUR 2013 Algerlega á móti Næstum alveg sama 68% 2% 1. ÁR Í FRAMHALDSSK. Algerlega á móti Næstum alveg sama 34% 10% Heimild: Rannsóknir og greining
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.