Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 46
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER Opnanir 17.00 Málverkasýning Ragnheiðar Guðjónsdóttur, Nánd, verður opnuð í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 2 í dag. Pub Quiz 22.00 Orri á X-inu og Matti í Popplandi eru spurningahöfundar og spyrlar á Quiz á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21. Tónlist 20.30 Tónleikaröðin Sérfræðingar að sunnan! hefst með tónleikum hljóm- sveitarinnar Kimono í Hofi í kvöld. Eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar sér um upphitun. Miðaverð er 2.000 krónur en námsmenn fá 25 prósenta afslátt. 21.00 Jana María og hljómsveit skemmta á Café Rosenberg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Þetta er góður, árviss dagur sem kennarar eru jafnan dug- legir að taka þátt í,“ segir Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, um evrópska tungumáladaginn og drepur á nokkur atriði hátíðadag- skrár sem hefst í Bratta klukkan fjögur í dag. Yfirskriftin er Tungu- málakennsla í takt við tímann. Meðal efnis er erindi Michael Dal, dósents í dönsku, um mögu- leikana sem tölvutæknin felur í sér. „Ég veit að mörgum kennurum er umhugað um að efla hæfileika nemenda til að tjá sig. Tölvan getur bætt þar heilmiklu við ef hún er notuð í þágu námsins,“ bendir Auður á og rifjar upp að þegar hún hafi kennt dönsku í framhalds- skólum hafi hún beðið vini sína í Danmörku að fylgjast með dag- skrá ljósvakamiðla, taka upp valið efni og senda sér í pósti. „Ég gat svo spilað efnið í tímum viku til hálfum mánuði seinna og þetta þótti flott þá. Núna gerir tæknin mögulegt að vera með tungumál í tölvum inni í kennslustund og það ætti að geta bætt nýjum víddum inn í kennsluna, þannig að hún skili meiri árangri.“ Auður segir marga skóla hafa byrjað tungumálakennslu mjög snemma, jafnvel á leikskólastigi, sem val. „Þá er verið að nýta hæfi- leika ungra barna til að tileinka sér talmál og framburð. Á samkomunni í dag mun Sólveig Simha frönsku- kennari, sem hefur mikla reynslu af því að kenna ungum börnum frönsku, útskýra hvaða aðferðum hún beitir,“ segir Auður. Hún nefnir líka Idu Semey og Ásdísi Þórólfs- dóttur, spænskukennara í MH, sem hafa verið að kenna þriðja tungu- mál. „Þær lýsa því hvernig þær nota tónlist og myndir til að hjálpa nemendum að tjá sig. Það mikilvæg- asta er að menn noti tungumálið,“ bendir hún á og segir marga tungu- málakennara hafa áhyggjur af stöðu þriðja máls í skólakerfinu. Auður segir áhugavert að skoða hver staða enskunnar sé hér á landi. „Börn hafa ensku mun meira á takteinum nú en áður. Þetta þarf skólakerfið að nýta og gera þau afbragðsgóð í ensku, hvað stílbrögð og orðaforða snertir. Það eru ögranir í því og Björn Gunn- laugsson, enskukennari og skóla- stjóri grunnskólans á Dalvík ætlar að fjalla um það,“ segir Auður. „Við reynum að nálgast efnið út frá ólík- um sjónarhornum, spáum í hvaða ögrandi verkefnum við stöndum frammi fyrir og fáum kennara sem náð hafa góðum árangri í tungu- málakennslu til að miðla fróðleik.“ Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur að hátíðadagskránni í sam- vinnu við mennta- og menningar- málaráðuneytið og STÍL – samtök tungumálakennara á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. gun@frettabladid.is Það mikilvægasta er að menn noti tungumálið Evrópski tungumáladagurinn er í dag. Hátíðadagskrá í tilefni hans verður í Bratta, fyrirlestrasal Mennta- vísindasviðs HÍ í Stakkahlíð, og hefst klukkan 16. Yfi rskrift in er Tungumálakennsla í takt við tímann. FORSTÖÐUMAÐUR STOFNUNAR VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR „Við fáum kenn ara sem náð hafa góðum árangri í tungumálakennslu til að miðla fróðleik,“ segir Auður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEISTARAMÁNUÐUR Á STÖÐ 2 SETTU ÞÉR MARKMIÐ Þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í Meistaramánuðinum á síðustu árum og í ár ætlar Stöð 2 að slást í hópinn. Fylgstu með Meistaramánuðinum út allan október. Karen Kjartansdóttir og Þorsteinn Kári Jónsson stýra þættinum. Skráðu þig til leiks á meistaramanudur.is og Stöð 2 fylgir þér alla leið. #meistaram FYRSTI ÞÁTTUR Í KVÖLD KL.19:20 Í OPINNI DAGSKRÁ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.