Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 26
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT
Einar Vilhjálmsson
fæddist í Reykjavík
þann 5. mars árið 1947.
Hann lést á krabbameins-
deild Landspítalans 13.
september sl. Foreldrar
Einars voru hjónin Guðný
Kristjánsdóttir d. 1962
og Vilhjálmur Jónasson
d. 1980.
Systkini Einars eru
Ragnhildur f. 1934, maki
Birgir Jakobsson. Þau
eiga fjögur börn. Guðný
Kristjana f. 1939, maki Guðmundur
Guðmundsson. Þau eiga sex börn.
Einar átti tvíburabróður sem lést við
sex mánaða aldur.
Einar kvæntist R. Ester Jónsdóttur
f. 18. janúar 1947, þann 26. október
1968. Foreldrar hennar voru Kristín
F. Jóhannesdóttir d. 19. október 2012
og Jón Elías Jónsson d. 17. nóvember
2001.
Synir Einars og Esterar eru: 1)
Jón Þór f. 1970, kvæntur Þóru Elísa-
betu Kjeld f. 1971. Þau eiga fimm
börn: Ármann Elías,
Einar Alex, Elísabetu
Maríu, Önnu Margréti
og Jón Þór. 2) Eyjólfur
f. 1970, í sambúð með
Jónu Einarsdóttur f.
1966. Þau eiga tvíburana
Snædísi Ester og Jón
Elías. 3) Vilhjálmur f.
1980, kvæntur Ester Sif
Harðar dóttur f. 1982. Þau
eiga tvær dætur: Anítu
Sif og Viktoríu Karen.
Einar ólst upp í Reykja-
vík til níu ára aldurs en þá flutti hann
ásamt fjölskyldu sinni í Hófgerði 16 í
Kópavogi. Hann gekk í Kársnesskóla
en lauk síðan landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Kópavogs. Síðar fór hann
í Loftskeytaskólann og útskrifaðist
þaðan árið 1966. Eftir útskrift var
hann til sjós í eitt ár sem loftskeyta-
maður á togaranum Neptúnusi. Í maí
árið 1967 byrjaði hann að vinna hjá
Pósti og síma, síðar Símanum og þar
vann hann allt til dauðadags sem
tæknifulltrúi.
Einar starfaði mikið að félags-
málum. Hann var félagi í björgunar-
sveitinni Stefni í Kópavogi í mörg
ár. Hann tók virkan þátt í uppbygg-
ingu skíðadeildar Breiðabliks. Hann
var óeigingjarn á tíma sinn þegar
deildin byggði nýjan skála í Bláfjöll-
um og lagði sitt af mörkum í sjálf-
boðavinnu þegar deildin keypti nýju
skíðalyftuna í Drottningargili í Blá-
fjöllum.
Einar var í aðalstjórn Breiðabliks
í nokkur ár og sat m.a. í nefnd sem
sá um áramótabrennuna í Kópavogi.
Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum
Eldey í Kópavogi frá 1983 og for-
seti klúbbsins á árunum 1995-1996.
Einar og Ester byggðu sér sumar-
hús á Minna-Mosfelli en þar vildi
Einar verja öllum sínum frístundum
með fjölskyldu og vinum. Hann
var barngóður og naut þess að vera
með börnum og barnabörnum hvort
heldur var í útilegum eða heima við.
Útför Einars fer fram í dag 26.
september frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík kl. 15.00.
Einar Vilhjálmsson
Minning
Góður vinur er fallinn frá aðeins sex vikum eftir að við bárum saman
kistu föður míns.
Einar var mágur föður míns og báðir
biðu þeir lægri hlut í baráttu sinni við
krabbamein.
Ég man eftir Einari frá fyrstu tíð.
Í æsku eyddi ég miklum tíma með
honum og tvíburunum hans, Eyjólfi
og Jóni Þóri, og seinna meir yngsta
bróðurnum Vilhjálmi. Einar hafði
með eindæmum gott skap, sem er gott
þegar maður er giftur inn í skapstóra
fjölskyldu. Ég man þó eftir einu skipti
þegar við Eyjó og Jón höfðum gert
okkur að leik að breyta Bjöllunni hans
í skíðabrekku og renna okkur af þak-
inu niður yfir húddið. Þá var Einari
alls ekki skemmt.
Margar samverustundir okkar voru
tengdar skíðum og skíðaferðum. Ófáar
skíðaferðir voru farnar í Bláfjöll þar
sem Einar vann hörðum höndum við
að byggja upp skíðadeild Breiðabliks.
Í fyrstu var labbað upp brekkurnar í 30
mínútur og svo var maður tvær mín-
útur að renna sér niður – en ferðin var
hverrar sekúndu virði. Einar ásamt
öðrum breytti þessu og stuttu seinna
var komin lyfta.
Hann hvatti mann óspart í hverju
því sem maður tók sér fyrir hendur. Ég
man eftir einu skipti. Ég hafði fengið
flensu í skíðaferð okkar í Kerlingar-
fjöll. Daginn eftir átti að fara í fjall-
göngu. Fyrir hvatningu Einars dröslaði
ég mér af stað og náði toppi fjallsins,
yngstur í hópnum. Síðustu orð Einars
til mín lýstu honum vel, þegar hann
sagði: „Stattu þig strákur.“
Einar var virkur í félagsstörfum, var
í björgunarsveitinni og hafði gaman af
að vera innan um fólk enda hafði hann
einlægan áhuga á fólki, eitt af því sem
strákarnir hans hafa erft frá föður
sínum. Í fjölskyldunni var Einar alltaf
sá sem var til í að hjálpa manni. Ef ein-
hver var að flytja eða mála var hann
mættur fyrstur allra, vopnaður pensli
og stríðnisglampi í augum. Hann var
einnig trygglyndur maður, sem krist-
allaðist kannski hvað best í því að
hann vann hjá sama vinnuveitenda,
Símanum, í hartnær fjóra áratugi.
Einar var alls staðar vel liðinn.
Hann hafði skemmtilegan og
skarpan húmor og hafði einstakt lag á
því að sjá það skemmtilega og fyndna
í hlutunum allt til enda. Það var gott að
spjalla við Einar um alla skapaða hluti.
Einars verður sárt saknað af
mörgum. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og vinmargur.
Ég sendi Ester, Jóni, Eyjó, Villa
og fjölskyldum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég sakna vinar í stað.
Jón Ásgeir Jóhannesson
✝
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
bróðir, tengdasonur og mágur,
ANDRÉS SVAVARSSON
Þingási 45, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn
23. september.
Þóra Stephensen
Örvar Andrésson
Dagbjört Andrésdóttir
Guðni B. Svavarsson Kristín Ólafsdóttir
Þórir Stephensen Dagbjört G. Stephensen
Elín Stephensen
Ólafur Þ. Stephensen Halldóra Traustadóttir
Viðar Gíslason
Elsku faðir okkar, bróðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GRÉTAR HARALDSSON
Seljalandi 7, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
22. september. Hann verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. október
kl. 13.00.
Margrét Grétarsdóttir Gunnar Halldórsson
Jóna Björk Grétarsdóttir Grétar Ómarsson
Sveinbjörn Snorri Grétarsson Irena Ásdís Óskarsdóttir
Ólafur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
PÉTUR SIGURBJÖRNSSON
Garðaflöt 1, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
14. september sl. Hann verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. september kl. 13.00.
Innilegu þakklæti viljum við skila til Karitas heimahjúkrunar fyrir
ómælda aðstoð og hlýja umönnun í gegnum árin.
Elín Halldóra Hafdal
Kristján Grétar Pétursson Steinunn Erna Otterstedt
Pétur Sigurbjörn Pétursson Berglind Ósk Kjartansdóttir
Rakel Björk Pétursdóttir Marinó Jónsson
Heimir Þór Pétursson Vilborg Drífa Gísladóttir
Brynhildur Pétursdóttir Jóhann Pálsson
og afabörn.
Elsku dóttir mín, systir okkar,
mágkona og frænka,
SÓLVEIG REYNISDÓTTIR
Brekkuási 5, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 24. september.
Dóra S. Guðmundsdóttir
Eyjólfur Reynisson Guðbjörg S. Sigurz
Sigrún Reynisdóttir
og systkinabörn hinnar látnu.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR SIGFÚSSON
fv. vélstjóri,
Nausti, Þórshöfn,
sem lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur mánu-
daginn 23. september verður jarðsunginn
frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði laugardaginn
28. september kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Nausti,
Sjúkrahúsi Húsavíkur og Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir alúð og hlýju
í hans garð.
Álfheiður Haraldsdóttir Taylor Christopher Taylor
Jón Sigfús Haraldsson
Jóhann Hjálmar Haraldsson
Anthony Martyn Haraldsson Amanda Sigfússon
Karl Herbert Haraldsson Mandy Sigfússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og vinur,
ERLINGUR STURLA EINARSSON
Grettisgötu 38, Reykjavík,
verður jarðsettur frá Guðríðarkirkju í
Grafarholti föstudaginn 27. september kl. 13.00.
Guðbjörg Erlingsdóttir Bergur H. Birgisson
Þóra Erlingsdóttir Kristinn Már Sveinsson
Einar Leó Erlingsson
Sigríður Ásdís Erlingsdóttir
Magnea Þóra Erlingsdóttir
Vignir Oddsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
VIGFÚS SKÍÐDAL GUNNLAUGSSON
byggingameistari,
Ólafsfirði,
lést sunnudaginn 22. september. Útförin
fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
28. september klukkan 14.00. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hornbrekku.
Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir
Anna Rósa Vigfúsdóttir Geir Hörður Ágústsson
Elva Björg Vigfúsdóttir Jóhann Örlygsson
Selma Vigfúsdóttir Júlíus Geir Guðmundsson
Svala Vigfúsdóttir Sigurgeir Ólafsson
og afabörnin.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐLAUGS SVANBERGS
EYJÓLFSSONAR
frá Stuðlabergi, Keflavík.
Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun til
starfsfólks lyfjadeildar FSA og legudeildar
HSS. Guð blessi ykkur öll.
Halla Gísladóttir og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
EINAR VILHJÁLMSSON
rafeindavirki,
Marbakkabraut 18, Kópavogi,
sem lést 13. september síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
fimmtudaginn 26. september, kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Ester Jónsdóttir
Jón Þór Einarsson Þóra Elísabet Kjeld
Eyjólfur Einarsson Jóna Einarsdóttir
Vilhjálmur Einarsson Ester Sif Harðardóttir
og barnabörn.
Minnisvarði um Kristján konung níunda
var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið
í Reykjavík þennan dag árið 1915, á
afmæli Kristjáns tíunda.
Minnisvarðinn, sem er eftir Einar
Jónsson myndhöggvara, sýnir konung-
inn með skjal í hægri hendi sem hann
réttir fram. Skjalið á að tákna stjórnar-
skrána sem Kristján IX gaf þjóðinni á
þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið
1874 og öðlaðist gildi 1. ágúst það ár.
Skáldið Matthías Jochumsson þakkaði
með ljóði. Þar standa þessi orð:
„Með frelsisskrá í föðurhendi
þig fyrstan Guð oss sendi;
kom heill, kom heill að hjarta Fróns.“
ÞETTA GERÐIST: 26. SEPTEMBER 1915
Með frelsisskrá í föðurhendi