Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 2
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
STJÓRNSÝSLA „Það er greinilegt
að þarna urðu mistök sem við
hörmum og við ætlum að endur-
skoða hvort við hefðum getað gert
betur,“ segir Kári Gunnlaugs-
son, yfirtollvörður eftirlitsdeildar
Tollstjóra, um atvikið sem varð á
Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt
þriðjudags þegar danska læðan
Nuk strauk úr einkaflugvél eig-
anda síns.
Starfsmenn Tollstjóra funduðu í
gær vegna málsins og tóku ákvörð-
un um að fara í endurskoðun á
verklagi við tollaeftirlit þegar dýr
finnast í einkaflugvélum.
Kári segir að
tollafgreiðsla
umræddrar
einkaflugvélar
hafi farið fram
m e ð h e f ð -
bundnum hætti.
„ Þ egar tol l -
verðir sáu dýrið
var óskað eftir
því að það yrði
geymt í lokuðu
búri og að hvorki það né úrgang-
ur úr því færi frá borði. Okkur
var því ekki kunnugt um að dýrið
fengi að ganga frjálst um vélina.“
Þegar einkaflugvélar sem lenda
á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í
gegnum skoðun Tollstjóra er eina
eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra
fólgið í því að Isavia, sem fer með
rekstur flugvallarins, gætir þess
að óviðkomandi aðilar fari ekki inn
á flugvallarsvæðið eða út á flug-
brautir.
Spurður hvort ekki sé ákveðin
brotalöm fólgin í því að farþegar
einkaflugvéla geti sleppt dýrum
sínum lausum að lokinni toll-
skoðun segir Kári að svo sé. „Við
hins vegar getum ekki vaktað ein-
staka vélar því við erum ekki með
mannskap til þess. En við reynum
að hafa gott eftirlit með þessu og
erum í góðu samstarfi við Mat-
vælastofnun. Hluti af þessari end-
urskoðun á verkferlum okkar mun
felast í því hvort við getum séð til
þess að dýrin séu geymd í lokuðu
rými á meðan þau eru hér á landi.“
Að sögn Kára er nokkuð um að
dýr komi hingað til lands í fylgd
eigenda í einkaflugvélum. Hann
nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári
þegar tónlistarkonan Lady Gaga
kom hingað til lands með hund-
inn sinn og lenti á Reykjavíkur-
flugvelli. „Það á sérstaklega við
þegar aðilar eru að millilenda hér
í lengri ferðum á milli landa sem
hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir
Kári.
Hann segir að mál danska katt-
arins sé vissulega slæmt. „Málið
byggir fyrst og fremst á mann-
legum mistökum eiganda dýrsins
sem taldi nauðsynlegt að opna rifu
á hurð flugvélarinnar svo köttur-
inn kafnaði ekki,“ segir Kári.
haraldur@frettabladid.is
Endurskoða verklag
vegna kattarins Nuk
Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna hvarfs dönsku læðunnar Nuk úr einka-
flugvél á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags. Yfirtollvörður segir embættið
ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum.
UMFANGSMIKIL LEIT Björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Nuk á miðviku-
dag og sex búrum var komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. MYND/VILHELM
KÁRI
GUNNLAUGSSON.
REYKJAVÍK Orkuveita Reykjavíkur
ætlar að greiða skuldir fyrirtækis-
ins niður um 80,3 milljarða króna á
næstu árum samkvæmt fjárhags-
áætlun sem stjórn fyrirtækisins
hefur samþykkt. Lögð er áhersla á
áframhaldandi aðhald meðan stað-
inn sé vörður um grunnþjónustu.
Gert er ráð fyrir að gjaldskrár
Orkuveitunnar fylgi verðlagi en
þróun ytri þátta, svo sem geng-
is, vaxta og álverðs, getur raskað
þeim áformum og þung skulda-
byrði í erlendum gjaldmiðlum
gerir fyrirtækið viðkvæmara fyrir
sveiflum þessara þátta. -ebg
Lögð áhersla á aðhald:
Orkuveitan
greiðir skuldir
MENNTAMÁL Félag skólastjórn-
enda í Reykjavík segir stefnu
grunnskóla borgarinnar að tryggja
öryggi og velferð nemenda. Félagið
sendi frá sér yfirlýsingu vegna
fjölmiðlaumræðu síðustu daga.
Þar segir að unnið sé eftir
skýrum ferlum þegar upp koma
erfið mál. Sé ekki hægt að leysa
mál innan skólans séu kallaðir til
sérfræðingar. Þá eru skólastjórn-
endur og aðrir starfsmenn skóla
sagðir bundnir trúnaði og geti því
ekki tjáð sig um einstök mál. -ebg
Skólar bundnir trúnaði:
Sérfræðingar
eru kallaðir til
STJÓRNMÁL Svandís
Svavarsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna og fyrrverandi
umhverfisráðherra, segir að
áform Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar umhverfisráðherra um að
afturkalla lög um náttúruvernd
séu fordæmalaus og þar að auki
svik við samkomulag sem gert
var á síðasta kjörtímabili.
Málið var afgreitt frá Alþingi
stuttu fyrir kosningar í vor en
gildistöku var frestað sam-
kvæmt samkomulagi milli
þáverandi stjórnar og
stjórnarandstöðu.
„Það að ráðherra skuli
með þessu móti kippa
löggjöfinni í heild úr
sambandi held ég að sé
fordæmalaust. Ráðherra
hefði verið í lófa lagið að
skoða það sem hann vil
skoða betur en kannski
hefur hann einfald-
lega horn í síðu náttúru-
verndar,“ segir Svandís.
Frumvarpið var mjög umdeilt.
Meðal þeirra sem mót-
mæltu frumvarpinu var
Ferðaklúbburinn 4x4.
Sveinbjörn Halldórsson,
formaður ferðaklúbbs-
ins, fagnar ákvörðun
ráðherra. „Hann [ráð-
herra] sýnir með þessu
mikla ábyrgð í starfi.
Við báðum um það á
sínum tíma að þetta
yrði tekið af dagskrá
og endur skoðað í heild,“ segir
Sveinbjörn. - hks
Fyrrverandi umhverfisráðherra sakar núverandi ráðherra um svik:
Segir ákvörðun fordæmalausa
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Ástráður, er þetta ekki orðið
gott?
Nei, orðið er ennþá laust.
Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs
Háskólans, kynnti á þriðjudag leitina að
fegurstu orðum íslenskunnar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Gísli Marteinn Baldursson
mun hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum
sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom
fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarps-
stjóra RÚV í gær en Gísli mun á næstunni hafa
umsjón með nýjum umræðuþætti í Sjónvarpinu sem
verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum.
Gísli Marteinn birti á vef sínum pistil um ákvörð-
unina. „Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum.
Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég
vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hug-
myndum,“ segir Gísli og bætir við að honum finnist
leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst
við félaga og vini sem honum þyki vænt um.
Ekki er staðfest hvenær Gísli Marteinn hættir
störfum hjá borginni en Júlíus Vífill Ingvarsson
oddviti sjálfstæðismanna segir að ekki hafi verið
ákveðið hvernig þeim störfum sem Gísli hefur sinnt
verði deilt niður.
Jórunn Frímannsdóttir er fyrsti varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hefur samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins lítið tekið þátt í pólitísku
starfi undanfarið. Næst á eftir Jórunni á lista er
Hildur Sverrisdóttir, sem hefur starfað með Gísla
Marteini í umhverfis- og skipulagsráði undanfarin
ár. - ebg
Nýr borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun hefja störf bráðlega:
Gísli Marteinn hættir í pólitík
HÆTTUR Unnið er að því að deila verkefnum Gísla Marteins
milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS
Málið byggir fyrst og
fremst á mannlegum
mistökum eiganda dýrsins
sem taldi nauðsynlegt að
opna rifu á hurð flugvélar-
innar svo kötturinn
kafnaði ekki.
Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður.
MENNTAMÁL Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn var haldinn í fjórtánda
sinn víða um heim í gær fyrir tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Í tilefni dagsins buðu íslenskir kúabændur og Mjólkursamsalan
öllum 70.000 leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í
skólunum.
Reiknað er með að hérlendis hafi alls sextán þúsund lítrar af mjólk
verið drukknir þennan dag. Skólamjólkurdagurinn var kynntur í
Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gærmorgun. Þar var ljóst að börnun-
um leiddist ekki gjöfin góða, enda holl og bragðgóð. - vg
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn var haldinn í gær:
Gáfu 70 þúsund börnum mjólk
ÁNÆGÐ MEÐ GJÖFINA Krakkarnir í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði voru augljóslega
ánægðir með að fá mjólk að gjöf á skólamjólkurdeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EFNAHAGSMÁL Skráð atvinnuleysi
í ágúst var 4,4 prósent. Atvinnu-
leysi hefur minnkað um 1,3 pró-
sentustig frá sama mánuði í fyrra
þegar það var 5,7 prósent. Þetta
kemur fram í Vinnumarkaðs-
rannsókn Hagstofu Íslands.
Atvinnuleysi í mánuðinum var
4,6 prósent meðal karla miðað
við 4,9 prósent í ágúst í fyrra. Á
meðal kvenna var það 4,2 pró-
sent miðað við 6,7 prósent í ágúst
2012. Í ágúst voru 188.300 manns
á vinnumarkaði. Af þeim voru
180.000 starfandi og 8.300 án
vinnu og í atvinnuleit. - hg
188.300 á vinnumarkaði:
Minna atvinnu-
leysi var í ágúst