Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 24
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Undanfarin kvöld hefur
Stöð 2 fjallað um ofbeldi
og harðræði í íslenskum
grunnskólum. Umfjöllunin
hefur verið óvægin og órök-
studdar fullyrðingar settar
fram. Þá hafa meintir
atburðir verið sviðsettir og
börn notuð sem leikarar.
Rétt skal vera rétt
Mér brá við að heyra hug-
sjónamanninn Stefán Karl
Stefánsson, stofnanda og
formann Regnbogabarna,
halda því blákalt fram að van-
ræksla og ofbeldi í íslensku skóla-
kerfi sé svo algeng að brotið sé á
börnum á hverjum degi, bannað sé
að ræða ofbeldið og ef upp kemst sé
það þaggað niður. Þetta eru þung
orð. Stefán heldur því einnig fram
að engar tölur séu til um kvartanir
nemenda eða forráðamanna gagn-
vart skólum og að viðbrögð í slíkum
málum virðist tilviljanakennd.
Á skóla- og frístundasviði Reykja-
víkurborgar eru öll ágreiningsmál
foreldra og skóla sem þangað berast
skráð og unnið með þau samkvæmt
skýru verklagi í samstarfi við sér-
fræðiþjónustu skóla og barnavernd-
ar. Mikill metnaður og alúð er lögð í
að leysa mál í sátt og engum málum
er vísað frá eða stungið undir stól.
Það er því ábyrgðarhluti þegar
einstaklingar sem eru málsmetandi
í jafn alvarlegum málum og ofbeldi
gegn börnum koma fram með svo
órökstuddar fullyrðingar. Slíkur
málflutningur er ekki til þess fall-
inn að uppeldissamfélag barna og
ungmenna taki saman höndum og
vinni gegn því meini sem einelti er.
Hann er fremur til þess fallinn að
grafa undan trausti milli foreldra og
skóla, búa til sökudólga og
særa stolt og fagmennsku
þeirra sem helgað hafa
sig því mikilvæga starfi
að kenna börnum og ung-
mennum.
Upphaf umfjöllunar
Stöðvar 2 um ofbeldi í
grunnskólum má rekja
til sorglegs máls sem upp
kom í Vesturbæjarskóla í
Reykjavík þar sem tiltek-
inn kennari er ásakaður um
ofbeldi og harðræði gagn-
vart einstökum nemendum.
Svo alvarlegar ásakanir er hvorki
hægt að umbera né hunsa og hefur
verið óskað eftir því við Barnavernd
Reykjavíkur að þær verði kannaðar
á grundvelli barnaverndarlaga.
Í upphafi skólaárs óskaði skóla-
stjóri eftir því að óháð rannsókn
færi fram á meintu ofbeldi kennar-
ans og að jafnframt yrði skoðuð sú
fullyrðing sem sett hefur verið fram
af hálfu foreldris við skólann, að
skólastjóri hefði ekki aðhafst neitt
í málinu í eitt og hálft ár. Á grund-
velli þessa hefur verið ákveðið að
fá óháða aðila til að rannsaka þetta
mál. Á meðan rannsókn stendur yfir
mun umræddur kennari vera í leyfi
frá störfum.
Baráttan heldur áfram
Í Vesturbæjarskóla er unnið gott
faglegt starf. Kannanir skóla- og
frístundasviðs frá því í byrjun árs
sýna að 97% foreldra telja kennara
skólans vera hæfa og metnaðarfulla
og 94% foreldra telja að skólinn
mennti nemendur vel. Náms árangur
þeirra er mjög góður. Einelti mælist
marktækt minna í skólanum en að
meðaltali í reykvískum grunn-
skólum og hefur minnkað til muna
frá mælingu fyrir þremur árum.
Í skólanum mælist hæsta hlutfall
ánægðra foreldra í grunnskólum
Reykjavíkur með úrvinnslu eineltis-
mála. Níu af tíu foreldrum barna
sem orðið höfðu fyrir einelti árið
2013 voru ánægð með úrvinnslu
skólans í málinu.
Það er okkur skólafólki hvatning
að staðfest er ár eftir ár í foreldra-
könnunum, í Skólapúlsinum og
í Olweusaráætluninni að sífellt
dregur úr einelti í grunnskólum
borgarinnar. Baráttan heldur
áfram. Til viðbótar við aðrar ein-
eltisáætlanir skólanna hefur skóla-
og frístundasvið innleitt verkefnið
Vinsamlegt samfélag þar sem hug-
myndafræði og vinnubrögð mennta-
stefnu Evrópuráðsins um skóla án
ofbeldis eru höfð að leiðarljósi.
Megin markmið þess er að leiða
betur saman alla sem starfa með
börnum og ungmennum í borginni,
hvort í skóla- eða frístundastarfi.
Engin mál eru jafn viðkvæm og
flókin og erfið eineltismál. Oft upp-
lifa starfsfólk, foreldrar og börn sig
vanmáttug. Þá reynir á alla í skóla-
samfélaginu að vinna faglega og
málefnalega að úrlausn, börnunum
til heilla. Gífuryrði og órökstuddar
yfirlýsingar hjálpa ekki til, þær
beinlínis vinna gegn hagsmunum
þolenda. Það er von mín að okkur
beri gæfa til að taka höndum saman
gegn þeim vágesti sem einelti er og
standa saman um velferð barna og
ungmenna. Þannig náum við bestum
árangri.
Grunnrannsóknir á sviði tækni
og vísinda gegna mikilvægu hlut-
verki í nútíma samfélagi og mynda
þá kjölfestu sem þekkingarleit og
nýsköpun eru byggðar á. Sá sjóður
sem er einna mikil vægastur fyrir
fjármögnun grunnrannsókna á
Íslandi er Rannsóknasjóður Rann-
ís, sem fjármagnar stóran hluta
allra rannsóknaverkefna hér á
landi. Nú eru hins vegar blikur
á lofti um fjármögnun sjóðsins
og tvísýnt að hægt verði að fjár-
magna ný verkefni á næstu árum.
Ef dregið verður úr stuðningi við
grunnrannsóknir og því klippt á
þekkingarsköpun í landinu niður
við rót er nær öruggt að hagnýtar
rannsóknir munu einnig bera
mikinn skaða af.
Fjárfestingar í grunnrann-
sóknum skila beinum arði til sam-
félagsins í réttu hlutfalli við þær
fjárhæðir sem eru veittar þótt arð-
urinn skili sér hægt. Þess vegna
hafa flestar vestrænar þjóðir lagt
mikið upp úr því að efla grunn-
rannsóknir, þar sem opinberir
aðilar gegna lykilhlutverki í að
tryggja styrkveitingar til rann-
sókna og efla samkeppnisumhverfi
í kringum þær. Tilgangurinn er
oft háleitur, þar sem stórþjóðir
hafa það að markmiði að takast
á við helstu áskoranir sem mann-
kynið stendur frammi fyrir. Ísland
er vissulega í hópi þjóða sem lagt
hafa lóð á vogarskálarnar til þess
að bæta lífskjör og stuðla að fram-
förum í heiminum. Það þarf ekki
nema að hugsa til þeirra sprota-
fyrirtækja sem hér hafa sprottið
upp og náð miklum árangri á
alþjóðavísu.
Styðjast við nema
Rannsóknir kosta fé en í hvað
fer það fé? Í raun styðjast flest
allar rannsóknir á háskólastigi að
miklu leyti við nema í framhalds-
námi til þess að framkvæma þær.
Styrkjafé fer því að mestu leyti í
það að styrkja nemendur og búa
þeim umhverfi til skapandi náms.
Þannig hljóta vísindamenn mikil-
væga þjálfun í upphafi ferils
síns, þar sem þeir læra vinnu-
brögð, aðferðafræði og vísinda-
lega hugsun, á meðan tryggt er að
þekkingin sem skapast berist til
næstu kynslóðar vísindamanna.
Þannig eflist og vex þekkingin
með hverri kynslóð og nemar
koma vel undirbúnir úr fram-
haldsnámi og taka þátt í tækni- og
þekkingariðnaðinum sem fer hratt
vaxandi í landinu og stuðla þannig
beint að auknum hagvexti. Einnig
eru ungir vísindamenn, nýdoktorar
og hópstjórar sem eru að hefja
sjálfstæðan vísindaferil alger-
lega háðir styrkfé úr samkeppnis-
sjóðum. Að spara fé til rannsókna
er því sambærilegt því að éta
útsæðið. Það mun hafa alvarlegar
afleiðingar.
Algengur misskilningur er að
íslenskir vísindamenn geti hrein-
lega bætt upp skort á rannsókna-
styrkjum á Íslandi með styrkjasókn
í erlenda sjóði. Sannleikurinn er sá
að þegar sótt er um erlent styrkfé
er lykilatriði að fyrir séu góðir
innviðir og styrkir sem hafa verið
veittir í heimalandinu. Þannig veita
erlendir sjóðir ekki fé til rannsókna
nema sýnt þyki að til staðar sé sá
mannauður, tækjakostur og hug-
vit sem þarf til þess að fjárfesting
í rannsóknum beri árangur. Þess
vegna er fjárfesting í grunnstoðum
íslensks vísindasamfélags forsenda
þess að erlendir styrkir fáist til
landsins.
Skiptir sköpum
Nýliðun á þeim mannauði sem
verður til við grunnrannsóknir
skiptir sköpum þegar viðhalda
skal þekkingar- og nýsköpun.
Flestir vísindamenn hljóta hluta
þjálfunar sinnar í öðrum löndum
og margir þeirra snúa til baka
með mikla reynslu og þjálfun sem
er undirstaða þess að rannsókna-
umhverfið á landinu haldi í við
strauma og stefnur erlendis. Þess
vegna er lykil atriði að skapa skil-
yrði á Íslandi fyrir ungt vísinda-
fólk að snúa aftur til landsins eftir
þjálfun á doktors- og nýdoktorsstigi
til þess að við fáum stöðugt blásið
nýju lífi í það frjóa umhverfi sem
grunnrannsóknir þrífast í. Þannig
hámörkum við afköst þess mann-
auðs sem við höfum yfir að búa.
Fyrstu árin eftir að vísinda-
maður lýkur grunnþjálfun er sá
tími sem er einna viðkvæmastur
á ferlinum og sker oft úr um það
hvort einstaklingur hljóti tæki-
færi til þess að halda áfram rann-
sóknum. Falli nýjar styrk veitingar
til grunnrannsókna niður, þrátt
fyrir að staðið sé við eldri skuld-
bindingar, mun það hafa hrapal-
leg áhrif fyrir þá vísindamenn
sem eru í þann mund að ljúka við
grunnþjálfun og stefna að því að
snúa aftur til landsins. Líklegt er
einnig að við missum marga hæfi-
leikaríka vísindamenn endanlega
úr landi og þeir ungu vísinda-
menn sem fyrir eru muni snúa sér
að öðrum störfum og áralöng fjár-
festing í þjálfun þeirra muni fara
í súginn.
Sjávarútvegur á Íslandi
hefur verið, er og verður
ein helsta undirstaða far-
sældar þegna þessa lands.
Tölulegur mælikvarði
sýnir að heildarvirðiskeðja
sjávar útvegsins nemur
27% af landsframleiðslu
og af útflutningstekjum
vöru nemur hlutur sjávar-
útvegs 42%, hvorki meira
né minna.
Ég hef að undanförnu
heimsótt sjávarútvegsfyrir-
tæki víða um land. Það sem
kemur á óvart er að mörg hver eru
hátæknifyrirtæki þar sem afli er
gernýttur, jafnvel til hluta sem
maður tengir ekki sérstaklega við
fiskvinnslu. Hver hefði til dæmis
trúað því fyrir nokkrum árum að
búin væri til gervihúð fyrir mann-
fólkið úr fiskroði á Ísafirði? Þá má
geta þess að á Íslandi eru starfandi
í það minnsta 60 tæknifyrirtæki
sem þjóna haftengdri starfsemi á
einn eða annan hátt og mörg þeirra
flokkast sem hátæknifyrirtæki.
Nú er hafin vinna við að kort-
leggja hvernig álagningu veiði-
gjalds, „auðlindagjalds“, verði
best háttað og einnig endurskoðun
á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég
vonast til að við getum rætt saman
af skynsemi og með virðingu fyrir
þessari merku atvinnugrein, þar
sem fjölmörg tækifæri liggja svo
víða. Og ekki síður með virðingu
fyrir samfélaginu sem með réttu
vill fá að vera þátttakandi þegar
kemur að stefnumótun og því að
njóta afraksturs okkar mikilvægu
auðlindar. Í þessari fyrri grein
minni af tveimur langar mig að
ræða veiðigjöldin en gera vinnu við
endurskoðun fiskveiðistjórnunar-
kerfisins að umfjöllunarefni í þeirri
næstu.
Hverjir þurfa að sættast?
Að ná sátt um sjávarútveginn er
eitthvað sem flestir hafa
heyrt getið um. Um hvað á
sú sátt að snúast? Hverjir
þurfa að sættast við
hverja? Eru útgerðarmenn
á móti öllum, eða allir á
móti þeim? Landsbyggð á
móti höfuðborgar svæðinu?
Stjórn á móti stjórnarand-
stöðu? Svarið er ekki ein-
hlítt. Útgangspunktur minn
er sá að þjóðin sem eigandi
auðlindarinnar fái sem
mest út úr henni, með sann-
gjörnum og sjálfbærum
hætti. Að þjóðin sé sátt við arðinn
sem af auðlindinni kemur og þeir
sem í sjósókn og vinnslu standa séu
einnig sáttir við það sem þeir bera
úr býtum.
Allir útgerðarmenn sem ég hef
hitt á undanförnum vikum eru til-
búnir að greiða veiðigjöld. Það er
mitt mat að gjöldin eigi að standa
undir rekstri stofnana sjávar-
útvegsins, endurspegla afkomu
útgerðarinnar og skila þjóðinni
ávinningi fyrir þann einstaka
rétt að fá að nýta auðlindina.
Við verðum að slá því föstu að ef
hagnaðurinn er mikill er eðlilegt
að gjöldin séu hærri. En jafnframt
að vera tilbúin til þess að horfa á
að hagnaður stóru fyrirtækjanna
sumra er ekki eingöngu vegna veiða
og vinnslu heldur afleiddrar starf-
semi; til dæmis fiskeldis og starf-
semi erlendis. Við verðum að hafa
í huga að gjaldið má ekki svipta
sjávarútvegsfyrirtækin þeim mikil-
væga drifkrafti sem þau búa yfir
og gagnast atvinnulífinu öllu. Þau
gegna mikilvægu hlutverki í byggð-
um landsins, sem vinnuveitendur og
við uppbyggingu nærsamfélagsins.
Yrkja einstaka auðlind
Það er lítið rætt hvað fyrirtæki á
einstökum stöðum hafa lagt til síns
byggðalags, sem oft og tíðum er
æði mikið. Einnig hvað nýsköpun
innan sjávarútvegsfyrirtækjanna
hefur skotið stoðum undir verðmæt
sprotafyrirtæki sem sum hver hafa
vaxið upp í öflug útflutningsfyrir-
tæki. Hvað mörg sjávarútvegsfyrir-
tækja verja fjármunum til rann-
sókna og eiga í öflugu samstarfi við
háskóla, fé sem kemur innan frá en
ekki úr ríkisrekstrinum.
Þetta geta fyrirtækin í krafti
stöðu sinnar og góðrar afkomu
og þeim ber skylda til að leggja
lóð á vogarskálar samfélagsins.
Þau yrkja einstaka auðlind í eigu
íslensku þjóðarinnar og fyrir það
ber að greiða eðlilegt og sann-
gjarnt gjald. Þeim ber einnig að
umgangast auðlindina þannig að
eigendur hennar hafi af henni sem
mestan arð; það er þeirra hagur,
það er allra hagur. Þau þurfa að
leitast við að skapa sem flestum
atvinnu og í vel reknu fyrirtæki
ber að greiða sómasamleg laun
og bjóða upp á tækifæri til starfs-
þróunar. Og almenningur og stjórn-
völd þurfa samhliða þessu að viður-
kenna að nægir fjármunir verði
eftir hjá fyrirtækjunum sem gera
þeim kleift að uppfylla þetta hlut-
verk sitt. Þá þarf einnig að horf-
ast í augu við það að samfélagsleg
þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er
meiri á landsbyggðinni þar sem þau
gegna oft lykilhlutverki; eru horn-
steinn í héraði. Ekki má draga úr
möguleikum þeirra þar til að þau
geti sem best þjónað sínu hlutverki
sem atvinnurekendur og stuðlað að
almennri velsæld og þróun samfé-
laga. Á þessum grunni langar mig
að skipuleggja vinnu og umræður
um hvernig veiðigjöld komi okkur
öllum til góða, hvort sem við erum
til sjávar eða sveitar, í borg eða bæ.
➜ Í raun styðjast fl est allar
rannsóknir á háskólastigi að
miklu leyti við nema í fram-
haldsnámi...
➜ Hverjir þurfa að sættast
við hverja? Eru útgerðar-
menn á móti öllum, eða allir
á móti þeim?
➜ Umfjöllunin hefur verið
óvægin og órökstuddar full-
yrðingar settar fram.
Rannsóknir – undir-
staða framþróunar
Sjávarútvegur, auðlindagjald,
þjóðin og sáttin
Vöndum okkur
í umræðunni um einelti
EINELTI
Ragnar
Þorsteinsson
sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar
VÍSINDI
Andri Steinþór Björnsson Sálfræðideild,
HÍ.
Arnar Pálsson Líf- og
umhverfi svísindadeild, HÍ.
Ármann Gylfason Tækni- og
verkfræðideild, HR.
Erna Magnúsdóttir Læknadeild, HÍ.
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson Tækni- og
verkfræðideild, HR.
Guðrún Valdimarsdóttir Læknadeild, HÍ.
Henning Úlfarsson Tölvunarfræðideild,
HR
Hlynur Stefánsson Tækni- og
verkfræðideild, HR.
Helga Zoëga Læknadeild, HÍ.
Jón Guðnason Tækni- og verkfræðideild,
HR.
Jón Þór Bergþórsson Læknadeild, HÍ.
Leifur Þór Leifsson Tækni- og
verkfræðideild, HR.
Magnús Örn Úlfarsson Rafmagns- og
tölvuverkfræðideild, HÍ.
Margrét Helga Ögmundsdóttir
Læknadeild, HÍ.
Páll Melsted Iðnaðarverkfræði-,
vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, HÍ.
Pétur Henry Petersen Læknadeild, HÍ.
Sigríður Rut Franzdóttir Læknadeild, HÍ
Sigurður Yngvi Kristinsson Læknadeild,
HÍ.
Stefán Sigurðsson Læknadeild, HÍ.
Valierie Maier Líf- og
umhverfi svísindadeild, HÍ.
Ýmir Vigfússon Tölvunarfræðideild, HR.
Zophonías O. Jónsson Líf- og
umhverfi svísindadeild, HÍ.
Þorvarður Jón Löve Læknadeild, HÍ.
SJÁVAR
ÚTVEGUR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðherra