Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 58
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 FÓTBOLTI „Þetta var skýrt mark- mið svo árangurinn var alveg í takt við væntingar,“ segir Björn Einarsson, formaður knattspyrnu- deildar Víkings. Karlalið félagsins tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu í dramatískri lokaumferð í 1. deild karla um liðna helgi. Gengi liðsins var upp og niður í allt sumar en svo fór að góð markatala tryggði liðinu 2. sætið í deildinni á kostnað Hauka og Grindvíkinga. „Þetta var frábært tímabil og við misstum aldrei trúna,“ segir Björn. Hann segir liðið heilt yfir hafa spilað afar vel þótt erfið- lega hafi gengið í upphafi seinni umferðar. Liðið steinlá 6-1 á Sel- fossi og liðið var án sigurs í næstu þremur leikjum. „Annars spilaði liðið frábærlega og var að mínu mati besta liðið í deildinni.“ Víkingur kom upp úr 1. deildinni sumarið 2010 en féll jafnharðan sumarið á eftir. Þá vann liðið aðeins þrjá leiki og hafnaði í neðsta sæti með 15 stig. „Ég held að við séum mun betur í stakk búnir fyrir skrefið en þegar við fórum upp 2010,“ segir Björn. „Það gekk á ýmsu sumarið 2011 en menn náðu í gríðarlega mikla reynslu.“ Á skilið ÍMARK-verðlaunin Formaðurinn segir fjárhagsstöðu knattspyrnudeildar Víkings góða og félagið vel búið undir skrefið upp. Liðið verði styrkt. „Félagið er tilbúið að taka þátt í öllu sem hægt er að gera á leik- mannamarkaðnum,“ segir Björn en ljóst er að Ólafur Þórðarson verður áfram með liðið. Skaga- maðurinn lauk sínu öðru ári á þriggja ára samningi við Foss- vogsklúbbinn. Hann fær þá miklu áskorun að festa Víking í sessi en liðið hefur staldrað stutt við í heimsóknum sínum í efstu deild undanfarna tvo áratugi. Í nýárskveðju knattspyrnu- deildar Víkings til stuðnings- manna sinna í árslok 2010 var yfirlýst markmið að Víkingur yrði „besta knattspyrnulið landsins eigi síðar en árið 2014“. Liðið féll strax um sumarið en nú er markmiðið aftur orðið að möguleika. „Mér finnst að þessi kveðja ætti að fá ÍMARK-verðlaunin. Þetta situr svo fast í mönnum,“ segir Björn léttur og vísar í árleg mark- aðsverðlaun. „Kannski þurfum við að dusta rykið af markmiðunum.“ Björn segir að fljótlega muni þeir setjast niður með Ólafi þjálf- ara og skoða framhaldið. „Við erum rétt að rakna úr rotinu eftir fagnaðarlætin,“ segir Björn sem er stórhuga sem fyrr. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 1991. „Við ætlum með liðið í fremstu röð. Það er ljóst.“ - ktd Víking í fremstu röð Formaður knattspyrnudeildar Víkings segir deildina vel í stakk búna til að taka þátt í baráttunni á leikmannamarkaðnum fyrir komandi sumar í efstu deild. GAMAN Í FOSSVOGINUM Leikmenn Víkings fagna einu af fjölmörgum mörkum sínum í Víkinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Palermo hafa rekið Gennaro Gattuso sem stjóra liðsins en Ítalinn stýrði lið- inu aðeins í sjö deildarleikjum. Palermo leikur í ítölsku B- deildinni og náði aðeins í sjö stig í stjóratíð Gattuso. Palermo tapaði fyrir Bari, 2-1, á þriðjudagskvöldið og var það kornið sem fyllti mælinn. Giuseppe Iachini mun taka við liðinu út leiktíðina en þetta er í tólfta sinn sem forráðamenn Palermo reka stjórann sinn á síð- ustu tveimur árum. Sem leikmaður var Gattuso ávallt skrautlegur og olli oft á tíðum miklum usla inn á miðsvæðinu. Sem leikmaður lék Ítalinn með Perugia, Rangers, Salernitana og í heil þrettán ár með AC Milan. Gattuso, sem er 35 ára, hóf stjóraferil sinn fyrr á þessu ári þegar hann var spilandi þjálfari hjá svissneska liðinu Sion. Þaðan var hann ráðinn til Palermo í vor en dvöl hans þar varð mjög svo stutt. - sáp Gattuso rekinn frá Palermo REKINN Þjálfaraferill Gattuso fer ekki vel af stað. Hann á að baki magnaðan feril sem leikmaður. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt enskum fjöl- miðlum mun Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gera allt sem hann getur til að lokka Gylfa Þór Sigurðsson frá Totten- ham Hotspur í janúar. Liverpool tapaði fyrir Sout- hampton, 1-0, um síðustu helgi og vantaði töluvert upp á miðjuspilið hjá liðinu í leiknum. Stjórinn vill því fjárfesta í skapandi miðju- manni og það sem allra fyrst. Brendan Rodgers fékk Gylfa Þór til liðs við Swansea á sínum tíma og þekkir vel til leikmanns- ins. Rodgers mun líklega leggja fram tilboð upp á 12 milljónir punda í Íslendinginn í janúar. Gylfi hefur verið frábær að undanförnu bæði með Tottenham Hotspur og íslenska lands liðinu. Samkeppnin hjá Tottenham er aftur á móti orðin gríðarlega hörð og verður Íslendingurinn að halda vel á spöðunum til að halda sæti sínu í liðinu. - sáp Gylfi orðaður við Liverpool EFTIRSÓTTUR Gylfi Þór hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSLAND–SVISS Laugardalsvöllur | Kl. 18:30 í kvöld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.