Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
ENGIN DÝRAMYNSTURDýragarðurinn Chessington World of Adventures
í Bretlandi hefur beðið gesti sína að klæðast ekki
fötum með hlébarða- eða tígrisdýramynstri í nýlegu
friðlandi garðsins. Dýragæslumenn hafa tekið eftir
að slík mynstur hræða dýrin í garðinum.
ÍSLENSK ULL ÍSLÁR
Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vertu vinur á
Facebook
Yfirhafnir laxdal.is/yfirhafnir
Skoðið
GLÆSILEGAR Hettu- Dúnúlpur
m/ekta skinni
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
TÆKIFÆRISGJAFIR
www.tk.is
NÝTT
MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐFæst eingöngu hjá
IV
V
ha
nd
un
ni
ð
fr
á
Íta
líu Tertudiskur á fæti kr. 10.900.-
Diskur
kr. 7.950.-
Skálar
kr. 3.550.-
Bláar og svartar
HÁAR Í MITTIÐ!ÞRJÁR SÍDDIR
SPARNEYTNIR BÍLARFIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Metanbílar, rafbílar, sparakstur og góð ráð.
M
2.990 ÞÚ . KR.
2 SÉRBLÖÐ
Sparneytnir bílar | Fólk
Sími: 512 5000
26. september 2013
226. tölublað 13. árgangur
MENNING Ástrós Erla Benedikts-
dóttir er skólastjóri nýja förðunar-
skólans NN Make Up School. 50
SPORT Katrín Jónsdóttir kveður
íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í
kvöld eftir 19 ára þjónustu. 44
Eygló Erla Ingvarsdóttir
Eymundsson
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
SKOÐUN Vilja stuðla að umræðu um
samkeppnishvata í heilbrigðis- og
menntamálum, skrifar Páll Gunnar. 22
STJÓRNMÁL Alþýðusambandið,
Samtök atvinnulífsins og Viðskipta-
ráð hafa skrifað Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni forsætisráðherra
og lýst áhuga sínum á að taka þátt í
úttekt á stöðu aðildarviðræðna við
Evrópusambandið. Ríkisstjórnin
ákvað fljótlega eftir að hún komst
til valda að gera hlé á viðræðunum
en að gerð yrði úttekt á stöðu þeirra
og þróun mála innan Evrópusam-
bandsins. Að þessari vinnu vilja
aðilar vinnumarkaðarins koma.
„Við viljum ráðast í úttekt á stöðu
aðildarviðræðna og öðrum þeim
kostum sem við stöndum frammi
fyrir hvað varðar peningamál og
efnahagsumgjörðina,“ segir Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Aðilar vinnumarkaðarins vilja að
skipaður verði hópur fagfólks til að
gera úttektina. Bréfinu fylgja hug-
leiðingar um hvað þurfi að kort-
leggja og hvaða spurninga þurfi
að spyrja varðandi ESB. Samtökin
vilja fá svör við því hvernig hægt
sé að taka aftur upp viðræður við
ESB og ljúka þeim á þann hátt að
þjóðin geti tekið afstöðu til aðildar.
„Það eru ýmis tækifæri fólgin í
Evrópusamvinnu en það eru líka
ýmis ljón í veginum þegar kemur
að sjávarútvegs-, landbúnaðar- og
byggðamálum,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands-
ins. Hann segir að ASÍ vilji ekki úti-
loka neina möguleika í stöðunni.
Það sé bæði gott og viturlegt
að skoða kosti og galla Evrópu-
samvinnu. Gylfi segir að sam-
tök á vinnumarkaði vilji gjarnan
koma því til leiðar að umræða um
Evrópusambandsmál verði á mál-
efnalegri nótum en hún hefur verið
síðustu vikur og mánuði.
Stjórnvöld hafa ekki svarað bréfi
aðila vinnumarkaðarins. - jme
Samtök á vinnumarkaði vilja
vera með í úttekt á viðræðum
SA, ASÍ og Viðskiptaráð vilja taka þátt í fyrirhugaðri úttekt stjórnvalda á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusam-
bandið. Hafa ritað forstætisráðherra formlegt bréf þar sem þau lýsa áhuga sínum. Stjórnvöld hafa ekki svarað.
TÍUÞÚSUNDKALL Már Guðmundsson seðlabankastjóri með nýja tíu þúsund króna seðilinn sem bankinn setur í umferð í
næsta mánuði. Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bolungarvík 4° NA 7
Akureyri 5° NA 3
Egilsstaðir 7° NV 2
Kirkjubæjarkl. 8° SV 2
Reykjavík 10° N 3
DÁLÍTIÐ VÆTA Í dag verður yfirleitt
fremur hæg norðaustlæg eða breytileg
átt. Dálítil væta en úrkomulítið S- og V-til.
Hiti 4-10 stig. 4
DÓMSMÁL Saksóknari krefst sextán ára fangelsis-
dóms yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni, sem
ákærður er fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana
með eldhúshníf í íbúð þess síðarnefnda við Blómvang
á Egilsstöðum í maí.
„Við ákvörðun refsingar verður að horfa til þess
að þarna var um svakalega ofsafengna árás að ræða
gegn nánast algjörlega ókunnugum manni,“ sagði
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari þegar hún flutti
málið í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi.
Hún sagði framburð Friðriks hafa breyst í sífellu
og að svo virtist sem hann hefði lagað hann jafnóðum
að því sem fram hefði komið við rannsóknina. Hann
ætti sér ekki neinar málsbætur. Fullyrðing hans
um að Karl hefði kynferðislegar langanir til barna
hefði verið rannsökuð sérstaklega í þaula án þess að
nokkuð kæmi fram sem renndi stoðum undir hana.
„Það liggur sextán ára fangelsi við broti af þessu
tagi og ég held að það sé engin ástæða til að færa þá
refsingu eitthvað niður,“ sagði Kolbrún.
Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Friðriks,
viðurkenndi að framburður hans hefði verið reikull,
en eitt hefði þó verið stöðugt: Hann hefði aldrei viljað
kannast við að hafa beitt hníf.
Hún sagði að ekki væri útilokað að Friðrik hefði,
eins og hann heldur sjálfur fram, lent í stimpingum
við Karl og yfirgefið íbúð hans, komið aftur skömmu
síðar og þá hefði Karl verið látinn. Raunverulegur
gerandi gæti jafnvel hafa verið enn inni í íbúðinni –
til dæmis inni á baðherbergi.
„Auðvitað er þetta ekki líklegt, þetta er ekki senni-
legt – þetta er frekar ótrúlegt – en er þetta ómögu-
legt? Raunveruleikinn er stundum ótrúlegri en
nokkur skáldskapur,“ sagði verjandinn. - sh / sjá síðu 6
Saksóknari segir morðárás á Egilsstöðum hafa verið „svakalega ofsafengna“:
Krefst 16 ára dóms fyrir morð
Við ákvörðun refsingar verður að
horfa til þess að þarna var um
svakalega ofsafengna árás að ræða.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari
GYLFI
ARNBJÖNSSON
ÞORSTEINN
VÍGLUNDSSON
Lítið vitað um áhrif
brennisteinsvetnis
Mikil þörf er sögð á rannsóknum
á heilsufarsáhrifum brennisteins-
vetnis. Áhrif á tæki og mannvirki eru
sönnuð. 12
Fordæmalaus ákvörðun Svandís
Svavarsdóttir, þingmaður VG og
fyrrverandi umhverfisráðherra, segir
áform um að afturkalla lög um nátt-
úruvernd fordæmalaus og svik. 2
Lítið svigrúm til hækkana Samtök
atvinnulífsins telja að í nýjum
kjarasamningum verði að nást
„þjóðarsátt“ um lækkun verðbólgu
og vaxta. 4
Boðar sættir og samlyndi Rúhaní
Íransforseti virðist staðráðinn í að
bæta samskiptin við Bandaríkin og
önnur Vesturlönd. 10
FÓLK „Ég er mjög hamingjusöm,“
sagði Susanne Alsing, eigandi
læðunnar Nuk, sem strauk úr
einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli
á mánudags-
kvöld. Hún fann
köttinn á flug-
vallarsvæðinu
um klukkan
átta í gær-
kvöldi.
„Ég var að
leita að henni
þegar ég varð
vör við hana
undir skýli, einhverjum 300
metrum frá flugvélinni,“ sagði
Alsing. Talið var að kötturinn
hefði farið af flugvallarsvæðinu
og upp í Öskjuhlíð. Í örvæntingu
sinni fékk Susanne aðstoð frá
björgunarsveitum við leit að kett-
inum. Þá hét hún því að hver sá
sem fyndi læðuna fengi hundrað
þúsund krónur í fundarlaun.
„Nuk var dálítið ringluð en það
rjátlaðist af henni eftir nokkr-
ar mínútur,“ sagði Alsing spurð
hvernig kettinum liði.
- vg / sjá síðu 2
Eigandinn fann köttinn sjálf:
Fann Nuk á
flugvellinum
SUSANNE ALSING