Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 10
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Föstudaginn 27. september kl. 12:00-13:00 í Aðalbyggingu, stofu 220 Fyrirlestrarröð Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Hvernig getur Ísland hagnast á þeim ávinningi að vera fyrsti fríverslunarsamningsfélagi Kína í Evrópu? Pétur Yang Li varpar ljósi á mikilvægi fríverslunarsamnings Íslands og Kína, sem teygir sig lengra en hinn hefðbundni tvíhliða samningur. Erindið fer fram á ensku. Pétur Yang Li er viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands standa fyrir sameiginlegri fyrirlestraröð um viðskipti við Kína frá ýmsum sjónarhornum. Allir velkomnir Viðskiptatengsl Íslands og Kína: Hvað er framundan? Viðskiptafræðideild VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD UPPLÝSINGATÆKNI Prófanir hefjast á ný á nýju þráðlausu net- sambandi í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar um miðjan nóvember. Frá þessu er greint á vef Túrista þar sem segir að nú- verandi tölvukerfi Keflavíkur- flugvallar sé ekki nógu öflugt til að hægt sé að bjóða upp á net- tengingu í flugstöðinni. Til stóð í byrjun sumars að hætta að rukka farþega fyrir aðgang að þráðlausu neti. Verk- efnið reyndist hins vegar flókn- ara en gert var ráð fyrir og hefur Túristi það eftir Isavia, rekstrar- aðila flugvallarins, að sérstakur búnaður sé nauðsynlegur til þess að hægt sé að ráða við álagið sem fylgir notkuninni. - ibs Uppfæra þarf tækjabúnað: Beðið eftir fríu neti í Leifsstöð Í FLUGSTÖÐINNI Gestir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar greiða 490 krónur fyrir klukkutíma aðgang að þráðlausu neti. Íransforseti boðar sættir og samlyndi Rúhaní Íransforseti virðist staðráðinn í að bæta samskiptin við Bandaríkin og önnur Vesturlönd. Hann vill samningaviðræður um kjarnorkumálin og lætur, ólíkt forvera sínum í embætti, alveg vera að tala illa um Ísrael og Bandaríkin. MÓT- MÆLENDUR Í NEW YORK Á ýmsu hefur gengið í sam- skiptum Banda- ríkjanna og Írans síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP © GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images 2013, 4. ágúst: Hassan Rúhaní, 65 ára, tekur við forsetaembætti Írans. 30. ágúst: Allir ráðherrar ríkisstjórnar Rúhanís opna Facebook-síður. 4. september: Rúhaní sendir nýárskveðjur á Twitter til gyðinga sem halda upp á Rosh Hashana. 5. september: Múhammad Javad Zarif, nýr utanríkisráðherra Írans, fordæmir fjöldamorð þýskra nasista á gyðingum, og þar með lauk helfararafneitunar- tímabili íranskra stjórnvalda. 18. september: Rúhaní lýsir því yfir að Íran muni aldrei reyna að útvega sér gereyðingarvopn, að kjarnorkuvopnum meðtöldum. Sama dag leysir hann tólf þekkta pólitíska fanga úr haldi. 22. september: Ákvörðunarvald í kjarn- orkumálum fært frá hinu harðlínusinnaða þjóðaröryggisráði til ráðuneytis Zarifs. 23. september: Rúhaní sýnir sáttahug gagnvart Bandaríkjunum og fleirum í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nýr forseti með nýjan tón ÍRAN Í dag hittast á fundi í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna þeir Múhammad Javad Zaríf, utanríkisráðherra Írans, og John Kerry, hinn bandaríski starfs- bróðir hans. Þetta verður einn af sárafáum fundum sem svo háttsettir full- trúar þessara þjóða hafa átt síðan bylting var gerð í Íran árið 1979. Á fundinum verða einnig starfs- bræður þeirra frá Rússlandi, Kína, Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Umræðuefnið verður hin umdeilda kjarnorkuáætlun Írans, sem Bandaríkjamenn og Ísraelar óttast að stefni í áttina að kjarn- orkuvopnum. Íranar hafa síðustu árin ekki haft mikinn áhuga á að ræða þessi mál við Bandaríkin eða önnur Vesturlönd. Það hefur breyst eftir að Hassan Rúhaní tók við embætti forseta Írans síðla sumars. Hann virðist staðráðinn í að bæta samskipti lands síns við umheiminn og hefur notað hvert tækifæri til að gera öðrum löndum þetta ljóst. Hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á þriðjudag og kvað þar við allt annan tón en þegar forveri hans, Mahmúd Ahmadínedjad, talaði þar. Hann lét það til dæmis alveg vera að tala illa um Ísrael eða Bandaríkin. Rúhani sagðist vilja uppbyggi- leg samskipti við önnur ríki byggð á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum hagsmunum. Hann fullyrti að heimsbyggðinni stafaði engin hætta af Íran og sagðist endilega vilja viðræður við Barack Obama Bandaríkja- forseta um kjarnorkuáætlun Írans. Minnstu munaði reyndar að þeir Obama hittust á þriðju- daginn, þegar þeir fluttu báðir ávarp á allsherjarþinginu. Báðum þótti það hins vegar ekki ráðlegt og ákváðu að geyma það til betri tíma að ræða saman. Obama sagðist hins vegar, í sínu ávarpi, jafn staðráðinn og fyrr í að koma í veg fyrir að Íranar gætu komið sér upp kjarn- orkuvopnum. gudsteinn@frettabladid.is ➜ Rúhaní ávarpaði allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna í New York á þriðjudag og kvað þar við allt annan tón en þegar forveri hans, Mahmúd Ahmadínedjad, talaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.