Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 6
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu mikið hraðar súrnar hafi ð en áður var talið? 2. Hvaða þjóðhöfðingi afþakkar heimboð Bandaríkjaforseta vegna njósnamáls? 3. Að hverju leitar Hugvísindasvið Há- skóla Íslands þessa dagana? SVÖR: 1. Tífalt hraðari. 2. Dilma Rousseff , for- seti Brasilíu. 3. Fegurstu orðum íslenskrar tungu. MENNTUN Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur undir með kennurum og vísindamönnum við helstu háskóla landsins um að framlög til rannsókna séu mikil- væg til framþróunar og aukins hagvaxtar. Hins vegar hafi áform fyrri ríkisstjórnar um 550 milljóna aukningu framlaga til Rannsókna- sjóðs byggt á veikum forsendum um fjármögnun. Í fjárfestingaáætlun fyrri ríkis- stjórnar var gert ráð fyrir 550 milljónum í viðbótarframlög til Rannsóknasjóðs, sem nú býr yfir 800 milljónum króna. Illugi segir að það komi í ljós við framlagn- ingu fjárlaga í næstu viku hver framlögin verði. Það sé fjármála- ráðherrans að kynna fjárlögin. „En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra af stöðu þessara mála,“ segir menntamálaráðherra og vísar þar til greinar fjórtán kennara og vísindamanna í Frétta- blaðinu í gær. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiði- gjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna.“ Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikil- væg útgjöld. Illugi minnir á að ríkissjóður sé skuldum hlaðinn og vaxta- byrði þeirra skulda sé gífurleg. Rannsóknastarf sé mikilvægt til eflingar atvinnu- og efnahagslífs enda mikið fé veitt í þær. Hér sé aðeins verið að ræða áðurnefnda aukningu. - hmp Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um framlög til Rannsóknasjóðs: Forsendur skorti fyrir hækkun framlaga PERSÓNUVERND Persónuvernd úrskurðaði í gær að Fiskistofu hefði verið óheimilt að beita falinni myndavél í Njarðvíkurhöfn í febrúar síðastliðnum. Ástæðan var skortur á viðvörunum. „Þetta er mikilvæg löggjöf sem Persónuvernd er að framfylgja þarna en eftirlit með myndavélum er gríðarlega mikilvægt fyrir Fiskistofu. Við þurfum mjög á því að halda að geta beitt myndavélum í okkar eftirliti,“ sagði Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri um niðurstöðuna. Að sögn Eyþórs eru allir eftirlitsmenn Fiskistofu búnir myndavélum til að geta tekið ljósmyndir og eins myndbandsbrot. Úrskurðurinn virðist ávísun á að illmögulegt sé að koma upp um brot af þessu tagi. „Þetta er mjög erfiður málaflokkur. Erfitt að upplýsa brot ef við megum ekki nota myndavélar og gerir okkur erfitt fyrir. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því hvernig aðilar haga sér við að fremja brotin svo við getum gripið inn í og stöðvað þau brot,“ segir Eyþór. Fiskistofu er gert að eyða öllum upptökum. - jbg/vg Persónuvernd úrskurðaði að Fiskistofa mátti ekki nota myndavélar: Bannað að nota falda myndavél NJARÐVÍKURHÖFN Fiskistofu var óheimilt að beita falinni myndavél á höfninni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra af stöðu þessara mála. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra DÓMSMÁL „Já halló, ég heiti Friðrik Brynjar. Ég held ég hafi drepið mann.“ Á þessum orðum hefst símtal Friðriks Brynjars Friðrikssonar í Neyðarlínuna aðfaranótt þriðju- dagsins 7. maí síðastliðins. Upp- taka af samtalinu var leikin í Héraðs dómi Reykjaness í gær, þar sem fram fór síðari hluti aðal- meðferðar í manndrápsmáli á hendur Friðriki Brynjari. Friðrik Brynjar er ákærður fyrir að hafa ráðið nágranna sínum, Karli Jónssyni, bana í íbúð þess síðarnefnda við Blómvang 2 á Egilsstöðum, veitt honum ótal áverka með hnífi og skilið hann eftir liggjandi í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Friðrik Brynjar hefur neitað sök en segist hafa farið heim til Karls í tvígang þessa nótt. Í fyrra skiptið hafi þeim lent saman og Friðrik síðan rokið á dyr, en í seinna skiptið hafi hann komið að honum látnum. „Ég kýldi hann einu sinni, beint hnefahögg, og hann datt niður og ég dró hann með mér út fyrir svalirnar,“ heyrist Friðrik segja við starfsmann Neyðarlínunnar. Í samtalinu fullyrðir Friðrik að hann hafi ekki slegið Karl að ástæðulausu. „Hann réðst á mig,“ sagði hann, og: „Hann reyndi að kyssa mig.“ Sambýliskona Friðriks bar vitni fyrir dómnum í gær. Hún lýsti kvöldinu örlagaríka á þann veg að þau hefðu verið í heimsókn hjá vinnufélaga Friðriks og hefðu þurft að leita á heilsugæslustöð eftir að hundur húsráðandans beit Friðrik í fingurinn. Eftir heim- komuna hefði Friðrik Brynjar farið út að ganga með tík þeirra, nokkuð við skál, en snúið aftur í fylgd lögreglu, mun ölvaðri. „Hann var mjög rólegur,“ full- yrti hún, hefði síðan afklæðst inni í eldhúsi og lagst til svefns. Þá hefði lögregla horfið af vettvangi. Sjálf sagðist hún hafa verið vak- andi í klukkustund á eftir að sinna grátandi dóttur þeirra, sem þá var átta mánaða, og aftók með öllu að Friðrik Brynjar hefði farið aftur út um nóttina. „Hann fór ekki út aftur – ég hefði vaknað við það.“ Þá lýsti þýskur réttarmeinafræð- ingur því fyrir dómnum að spor eftir hund hefðu fundist í blóði inni á heimili Karls. Hann lýsti því að morðinginn hefði veitt Karli 92 áverka með hnífi „með miklum ofsa og ofbeldi“. Til marks um ofsann nefndi sá þýski að gríðarlegt afl þurfi til að stinga hníf í gegnum rifbein manns, auk þess sem brot úr hnífn- um hefðu orðið eftir í höfði Karls. Búast má við dómi innan fjögurra vikna. stigur@frettabladid.is Friðrik Brynjar taldi sig hafa drepið mann Upptaka af samtali grunaðs morðingja við Neyðarlínuna var leikin í héraðsdómi í gær. Í því segist hann hafa slegið mann og jafnvel banað honum. Stór eldhús- hnífur gekk í gegnum rifbein hins látna og brot úr hnífnum sátu eftir í höfði hans. NEITAR SÖK Friðrik Brynjar hefur aldrei viðurkennt að hafa ráðist að Karli með hnífi. MYND/PRESSPHOTOS Í máli deildarstjóra Rannsóknar- stofu í lyfja- og eiturefnafræði kom fram að útreikningar á áfengismagni í blóði Friðriks bentu til þess að fyrr um kvöldið eða nóttina hafi það verið 2,5 til 3 prómill, og jafnvel enn meira en það. Samkvæmt skala sem þar sé notaður þýði það að hann hafi verið mjög ölvaður eða með áfengiseitrun. Var ofurölvi VEISTU SVARIÐ? Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu LSS150224 dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 27. september 2013 er 150.000.000 kr. heildarnafnverð lokksins er þá 30.614.500.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð Jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 26. september 2013. Lánasjóður sveitarfélaga ohf Klettsbúð 9 - 360 Hellissandur - S: 430 8600 hotelhellissandur@hotelhellissandur.is www.hotelhellissandur.is Meðal rétta í hlaðborðinu: Ísl. Hreindýr - Ísl. Gæs - Ísl. Önd - Krónhjörtur Rjúpusúpa - Dúfa - Lynghæna - og margt fleira. Verð aðeins 9.500 kr. á mann. Ef þú vilt bæta við gistingu þá kostar gisting með morgunverðar- hlaðborði og villibráðarhlaðborði 15.900 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Verð fyrir einn í herbergi er 19.900 kr. á mann. sjá um lifandi tónlist fyrir gesti að loknu borðhaldi. Pantanir í síma 430 8600 26. október & 2. nóvember. Magnús og Jóhann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.