Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.09.2013, Blaðsíða 18
26. september 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Þótt það sé farið að kólna úti er ekki ástæða til þess að hækka hitann innanhúss upp úr öllu valdi. Á vefsíðu Orkubús Vestfjarða segir að flestir telji 20 gráður hæfilega hitastillingu þar sem fólk hefst mest við að degi til en lægri í svefnherbergjum, t.d. 18 gráður. Þar segir jafnframt að fyrir hverja gráðu sem hita stillingin er hækkuð aukist orkunotkunin um fimm til sex prósent. Norska lýðheilsustofnunin og Samtök um betra umhverfi innan- húss fyrir börn, Norsk forum for bedre innemiljø for barn, mæla með því að hitastigið í svefn- herbergjum sé 14 gráður og alls ekki hærra en 18 gráður. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir Tore Andersen, formaður fyrrgreindra samtaka, að umfangsmiklar rann- sóknir sem þau hafi gert í sam- vinnu við lýðheilsustofnunina sýni að hiti í svefn herbergjum sé of hár, sérstaklega í s ve f n h e r - bergjum barna. Björn Árdal , barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmi og astma, k ve ð s t ek k i hafa séð gögn um rannsóknir Norðmannanna. „Þetta fer hins vegar saman við það sem flestir gera. Menn eru yfirleitt með 20 gráður innanhúss og svalara í svefnherberginu. Ég held að asmasjúklingar geri það. Það er hiti sem er þægilegur fyrir lungun.“ Á vefsíðu norsku samtakanna er bent á að sé hitastigið innanhúss hátt geti menn fundið fyrir slapp- leikatilfinningu og vanlíðan auk þess sem margir fái höfuðverk. Jafnframt aukist uppgufun frá ýmsum efnum. Kai Gustavsen, ráðgjafi hjá Astma og ofnæmissamtökunum í Noregi, segir 20 gráður æskilegt hitastig innanhúss en hitastigið í svefnherbergjum eigi að vera lægra. Hann segir einbeitinguna verða betri þegar ekki er of heitt. Þegar kólnar tekur í veðri ætti að loftræsta með því opna bæði dyr og glugga í stutta stund af og til, að mati Gustavsen. Orkubú Vestfjarða segir hita- kerfið gott þegar allir ofnar virð- ast kaldir neðst við snertingu (25 til 30 gráður) og innihitinn 20 gráður sem sé þægilegur innihiti. Á vefsíðu orkubúsins er mælt með því að heimilisfólk kanni reglu- lega ofnhitann með því að þreifa á neðsta hluta ofnanna. Sé innihitinn ekki þægilegur og ofnar ekki kaldir eða volgir viðkomu neðst sé eitthvað að. Þá sé líklegt að verið sé að sóa fjármunum að óþörfu. ibs@frettabladid.is Er of heitt í svefn- herberginu þínu? Norskir sérfræðingar mæla með því að hitinn í svefnherberginu sé 14 gráður og alls ekki hærri en 18 gráður. Ofnar eiga að vera kaldir neðst við snertingu. BJÖRN ÁRDAL Í SVEFN- HERBERGI Mælt er með því að svalara sé í svefnherbergjum en í öðrum her- bergjum. „Bestu kaupin sem ég hef gert um ævina voru fyrir jólin í fyrra. Þá fór ég í verslun sem selur notaðar flíkur sem fluttar eru inn frá ýmsum löndum og fann dýrindis kápu með loðkraga sem kostaði mig líklega einn fimmta eða minna af því sem sambærileg flík hefði kostað ný í tískuvöruverslun,“ segir Elín Hirst alþingismaður. „Verstu kaupin eru líklega línuskautar og alls konar hlífðarbúnaður sem ég festi kaup á fyrir mörgum árum og hef einu sinni notað. Þá staulaðist ég meðfram grindverkinu heima á skautunum góðu nokkra metra og ákvað síðan að leggja „skautana“ á hilluna.“ Elín segir að sér hafi fundist þetta spennandi fararmáti. „Ég sá fólk á öllum aldri svífa um á þessum skautum. Eiginmaður minn keypti sér líka sett svo sóunin er í raun tvöföld. Hann var samt aðeins duglegri en ég en síðan hafa skautarnir verið óhreyfðir niðri í geymslu. Okkur fannst þetta bara eitthvað svo einfalt og spennandi sem það var ekki.“ Að sögn Elínar kostuðu línu- skautarnir sitt, auk alls hlífðar- búnaðarins. „Þarna fóru að minnsta kosti 10-20 þúsund krónur beint út um gluggann. Línuskautarnir atarna, plús aukabúnaðurinn, fást gefist fyrir þá sem hafa áhuga. Þeir eru númer 40. NEYTANDINN Elín Hirst Notaði línuskautana einu sinni Stúlkur á táningsaldri verja meiri tíma í útlitið heldur en í lestur og lexíur. Þetta segir félagsfræðingurinn Sanna Sarromaa í viðtali við norska blaðið Aften- posten. Hún tók viðtöl við tuttugu stelpur í fimm hópum og hitti þær mörgum sinnum til þess að kanna við- horf þeirra til eigin líkama og hverjar fegurðarímyndir þeirra voru. Hún fylgdist einnig með bloggi stelpnanna og var vinur þeirra á Face- book. Að sögn Sarromaa voru stelpurnar „minnst óánægðar“ með andlitið. Brjóstin voru „aðalvandamálið“. „Það er sláandi hversu uppteknar stelpurnar eru af brjóstunum sínum,“ segir Sarromaa. Að meðaltali áttu stelpurnar 29 mismunandi snyrtivörur en fjöldinn var allt frá tólf upp í 62. Þær voru 30 til 60 mínútur að snyrta sig á morgnana. Verja meiri tíma í útlit en lærdóm Verðmerkingar voru ekki í lagi í sautján af 119 sérverslunum í miðbæ Reykjavíkur þegar fulltrúar Neytendastofu fóru í eftirlitsferð 12. til 22. ágúst síðastliðinn. Skoðað var hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar, að því er kemur fram á vef Neytendastofu. Verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr. Denim Jeansmakers, Einvera, GK Reykjavík, Jör, Kassetta, Leynibúðin, Náttúrulækningabúðin, Nordic Store, Púkinn 101, Rammagerðin, Rumputuski, Spiral design og Zo-on voru með merkingar í ólagi. Niður- staðan var mun betri en í eftirlitsferð sem gerð var í júlí 2011 en þá voru verðmerkingar í um 67 prósent verslana í ólagi. Verðmerkingar í ólagi í 17 verslunum SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 18.09.13 - 24.09.13 1 2Heilsubók Jóhönnu Jóhanna Vilhjálmsdóttir Maður sem heitir Ove Frederik Backman 5 Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson 6 Norðurslóðasókn - Ísland og tækifærin - Heiðar Guðjónsson 7 Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann - Rachel Joyce 8 Stígum fram Sheryl Sandberg 10 Lág kolvetna ljúfmetiUlrika Davidsson9 Sýnisbók safnamanns Þórður Tómasson 4 Ripleys 2014 Robert Ripley3 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.