Fréttablaðið - 01.10.2013, Side 10
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SVÍÞJÓÐ, AP „Ef þetta er afbrota-
skrá, þýðir það þá að allir einstak-
lingar af rómaþjóðinni séu afbrota-
menn?“ spyr Marcello Demeter, 42
ára gamall Svíi, sem í síðustu viku
komst að því að hann væri á skrá
hjá lögreglunni. „Og barnabarnið
mitt, að hvaða leyti er það afbrota-
maður?“
Demeter er af rómaþjóðinni
svonefndu, eða sígaunum eins og
almennt tíðkaðist að nefna róma-
fólkið til skamms tíma.
Sænski blaðamaðurinn Niklas
Orrenius upplýsti í sænska dag-
blaðinu Dagens nyheter í síðustu
viku að lögreglan á Skáni í Suður-
Svíþjóð hefði haldið leynilegar
skrár yfir fimm þúsund einstak-
linga af rómaþjóðinni sem búsettir
eru í Svíþjóð. Á þessum skrám sé
meðal annars að finna um þúsund
börn.
„Það fyrsta sem mér datt í hug
var Hitler og allt það sem gerst
hefur í fortíðinni. Þetta er hræði-
legt,“ segir Demeter.
Bengt Svenson, lögreglustjóri
sænsku lögreglunnar, viðurkennir
að skrár af þessu tagi séu ólög legar
í Svíþjóð. Dómsmála ráðherrann
Beatrice Ask hefur beðist afsök-
unar fyrir hönd stjórnvalda og eru
rannsóknir hafnar á því hvernig á
skráningunni stendur.
„Þetta er skammarlegt fyrir
Svíþjóð, því við höfum getið okkur
orð erlendis fyrir að sinna félags-
legu réttlæti af ástríðuhita og að
við vinnum að jöfnum réttindum
fólks,“ segir Hans Calderas, sænsk-
ur rithöfundur sem á uppruna sinn
að rekja til rómafólks. „Þessir lög-
reglumenn hafa ekki bara valdið
rómafólki skaða heldur allri Sví-
þjóð.“
Talið er að rómafólkið hafi komið
til Evrópu frá Indlandi á fjórtándu
öld. Til Svíþjóðar kom það frá
Finnlandi og Rússlandi fyrir um
það bil 500 árum. Nú búa um 15
til 20 þúsund manns af rómaþjóð-
inni í Svíþjóð og eru þá meðtald-
ir innflytjendur frá Júgóslavíu og
austan verðri Evrópu sem komið
hafa þangað á síðustu árum.
Rómafólk býr í flestum löndum
Evrópu, flest í Rúmeníu, Búlgaríu
og Ungverjalandi.
Það hefur mátt sæta miklum for-
dómum, mismunun og illri meðferð
af ýmsu tagi. Meðal annars er talið
að þýskir nasistar hafi myrt allt frá
hálfri milljón til einnar og hálfrar
milljónar þeirra í Helförinni ásamt
gyðingum og fleiri minnihluta-
hópum. gudsteinn@frettabladid.is
Lögreglan á Skáni
sögð skaða Svíþjóð
Uppljóstranir um skráningu sænsku lögreglunnar á rómafólki hafa valdið upp-
námi meðal rómafólks í Svíþjóð. Lögreglustjórinn hefur sagt skráninguna ólög-
lega og dómsmálaráðherra beðist afsökunar fyrir hönd sænskra stjórnvalda.
MARCELLO
DEMETER Er á
skrá lögreglunnar
á Skáni ásamt
eiginkonu sinni,
tveimur dætrum
og að minnsta
kosti þremur af
barnabörnunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
3
9
4
Opnum afturmiðvikudaginn 23. október
Við breytum og
bætum Vínbúðina
Stekkjarbakka
Lokað verður dagana 7.- 22. október.
Við þökkum þolinmæðina og bendum
viðskiptavinum á Vínbúðirnar Dalvegi,
Smáralind og Heiðrúnu á meðan
breytingarnar standa yfir.
Hlökkum til að taka á móti ykkur
í enn betri Vínbúð.
vinbudin.is