Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.10.2013, Qupperneq 18
FÓLK|HEILSA Halla Frímannsdóttir heilunarþerapisti, betur þekkt sem Halla himintungl, kynntist Chi Nei Tsang-maganuddi fyrir nokkrum árum. „Á veturna vinn ég sem heilunarþerapisti á lúxus heilsu- hælum og heilsulindum í Asíu. Þar er maganudd mikið notað þegar fólk er að detoxa til að flýta fyrir ferlinu og hjálpa líffærum til að koma sér í innra jafnvægi,“ upplýsir Halla. Hún fékk sjálf að njóta maganudds og nuddar sig reglulega sjálf. „Ég fann fljótt að þetta gerði mikið fyrir mig. Ég fann punkt sem alltaf var hnútur við en hann tengdist brjósklosi í baki,“ segir Halla og vill kynna Chi Nei Tsang-maganuddið fyrir Íslending- um en það hefur rutt sér til rúms víða á Vesturlöndum síðustu ár. Chi Nei Tsang-maganuddið kemur úr kínverskri lækningafræði og hefur verið notað í Asíu í þús- undir ára. „Nuddið gengur út á að nudda yfir nafla og magasvæði þar í kring. Nuddið hjálpar meltingar- kerfinu og öðrum innri líffærum við að losna við innri orkustíflur,“ lýsir Halla og telur að nuddið gagnist við ýmsum kvillum, til dæmis meltingarvandamálum, magaónotum, hægðatregðu, magaþembu eða bólgum í meltingarvegi. Halla segir tilfinningar oft koma fram í maganum. „Til dæmis tölum við um að fá hnút í magann eða vera með fiðrildi í maganum. Í raun er talið að sjötíu pró- sent af vanlíðan og ónotum fólks taki sér bólfestu í til- finningum og meltingarvegi,“ segir Halla og vill meina að hægt sé að vinna á þeirri vanlíðan með maganuddi. Halla segir afar mikilvægt að hlúa vel að innri líffær- um á borð við maga, lifur, nýru, smáþarma og blöðru- hálskirtil. Hún vísar í rannsóknir Michaels Gershon, prófessors við Columbia-háskóla í New York. „Gershon kom fram með þá vitneskju fyrir fjórtán árum að 95 prósent af framleiðslu serótóníns færu fram í melting- arveginum,“ segir Halla og telur að maganuddið getið hjálpað til að koma meltingar starfseminni í jafnvægi. Halla skipuleggur nú námskeið í Chi Nei Tsang- maganuddi í lok október en slíkt námskeið hefur ekki verið haldið hér á landi áður. Annars vegar býðst fólki eins dags námskeið í sjálfsmaganuddi og hins vegar getur fólk sótt fjögurra daga námskeið í Chi Nei Tsang-maganuddi. Kennararnir eru frá Sviss og hlutu þjálfun hjá grandmeistaranum taílenska Mantak Chia, en hann hefur dýpkað og stílfært Taó-fræðin síðast- liðna áratugi. Einnig verður fyrirlestur eitt kvöld um Taó-heilsufræðin. Skráning á námskeiðið rennur út 7. október en nánari upplýsingar má nálgast á www. magicmoonhealer.com. NUDDIÐ HJÁLPAR MELTINGUNNI HEILSA Halla Frímannsdóttir Himintungl vill kynna Chi Nei Tsang-maganuddið fyrir Íslendingum. Nuddið hefur verið notað í Asíu í þúsundir ára en hefur síðastliðin ár verið að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum. MAGANUDD Chi Nei Tsang- maganudd byggir á fornum Taó- heilunarfræðum. Nuddið á að hjálpa meltingar- kerfinu og öðrum innri líffærum við að losna við innri orkustíflur. NORDICPHOTOS/GETTY Það hefur mikið verið rætt um bágborinn tækjakost Land-spítalans á undanförnum mánuðum. Hjartaþræðingarstofan er þar ekki undanskilin. Elsta þræð- ingartækið er orðið 16 ára gamalt og komið langt fram yfir það sem getur talist eðlilegur endingartími. Því hefur reyndar verið vel við haldið en það er orðið gríðar lega aðkallandi að fá nýtt tæki. Því eldri sem tækin eru því minni verða myndgæði og viðhaldsdagar fleiri. Það er eitt af allra brýnustu verk- efnum sjúkrahússins í tækjakaupa- málum að fá nýtt hjartaþræðingar- tæki. Slíkt tæki er þó frekar dýrt og kostar um 160 milljónir króna. Eins og flestum er kunnugt hefur fé til tækjakaupa á sjúkrahúsinu verið af mjög skornum skammti og oftar en ekki höfum við þurft að reiða okkur á gjafafé þegar kaupa á ný mikilvæg tæki. Stuðningur einkasjóða, eins og sjóðs Jónínu heitinnar Gísla- dóttur, hefur verið mjög mikilvægur í þessu tilliti. Sömuleiðis höfum við notið velvilja sjúklingasamtaka, eins og Hjartaheilla og svo ýmissa félagasamtaka. Brjóstverkir eru algeng komu- ástæða á bráðamóttökur Land- spítala. Þó mismunagreining brjóstverks sé fjölbreytt er hann í mörgum tilfellum vegna bráðs kransæðasjúkdóms. Bráðum krans- æðasjúkdómi er skipt í þrjá flokka eftir birtingarmynd, útliti hjarta- línurits og niðurstöðum blóðprufa, sér í lagi svokallaðra hjartaensíma. Þessi skipting er mikilvæg þar sem bráðleiki vandamálsins og upphafs- meðferð er talsvert breytileg eftir flokkunum. Við bráða kransæðastíflu er lagt ofurkapp á að opna hina lokuðu æð sem allra fyrst. Stigvaxandi fram- farir hafa orðið í meðferð á bráðum kransæðasjúkdómum á síðustu tveimur áratugum og hafa þær ekki síst átt sér stað í ítarlegri skoðun og inngripum sem unnt er að gera á kransæðum með hjartaþræð- ingartækni. Þar ber kannski hæst möguleika á greiningu á alvarlegum kransæðasjúkdómi og svo víkkun kransæðaþrengsla gjarnan með ísetningu á svokölluðu stoðneti á þrengslasvæðinu. Við bráða kransæðastíflu er tafarlaus kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni nú kjör- meðferðin. Með kransæðavíkkun opnast æðin í yfir 90% tilfella en með lyfjameðferð í milli 50 og 60% tilfella. Vakt er haldið út á hjarta- þræðingarstofunni alla daga, allan ársins hring, og meðaltími frá því að einstaklingur kemur inn á sjúkra- húsið með bráða kransæðastíflu þar til að hann er kominn í hjarta- þræðingu er að meðaltali rúmlega 40 mínútur. Þessi nálgun hefur leitt til lækkunar á þrjátíu daga dánartíðni eftir kransæðastíflu úr rúmlega 11% um aldamótin í 4-5% á síðustu 2-3 árum. Þessi dánartíðni er nú með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Nú fer fram mikið átak af hálfu Hjartaheilla og Neistans við að styðja okkur við kaup á nýju hjarta- þræðingartæki. Vil ég hvetja lands- menn til að taka vel í þeirra beiðni. Verkefnið að þessu sinni er mjög brýnt. MIKILVÆGI HJARTAÞRÆÐINGA HJARTAHEILL Davíð O. Arnar, yfirlæknir Hjartagáttar Landspítala, skrifar um mikilvægi hjartaþræðingar í meðferð bráðrar kransæðastíflu. YFIRLÆKNIR Davíð O. Arnar, yfirlæknir Hjartagáttar Landspítala. MYND/LÆKNABLAÐIÐ HALLA HIMINTUNGL Stendur fyrir námskeiði í maganuddi. MYND/INGVAR ÖRN SIGHVATSSON Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.