Fréttablaðið - 01.10.2013, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2013 | MENNING | 21
Sýning á ljósmyndum eftir Guð-
jón Róbert Ágústsson verður
opnuð föstudaginn 4. október á
Bókasafninu í Hveragerði. Flest-
ar myndirnar eru teknar á síð-
ustu þremur árum og sýna fjöl-
breytileika í íslenskri náttúru.
Róbert hefur unnið við ljós-
myndun síðan í maí 1965 þegar
hann hóf störf á ljósmyndadeild
Dagblaðsins Tímans við prent-
myndagerð og blaða ljósmyndun.
Hann vann á Tímanum og NT
fram í júní 1984. Frá þeim tíma
hefur hann unnið sjálfstætt sem
ljósmyndari og blaðamaður.
Róbert hefur búið í Hveragerði
síðastliðin tvö ár.
Sýningin verður opin á
opnunar tíma bókasafnsins, virka
daga frá klukkan 13 til 18.30 og
laugardaga frá klukkan 11 til 14.
Ljósmynda-
sýning í
Hveragerði
SÝNIR Á BÓKASAFNI Guðjón Róbert
Ágústsson opnar ljósmyndasýningu á
föstudag.
Eyrarrósin, viðurkenning til
framúrskarandi menningar-
verkefna á starfssvæði Byggða-
stofnunar, verður veitt í tíunda
sinn sinn í febrúar 2014. Það eru
Byggðastofnun, Flugfélag Íslands
og Listahátíð í Reykjavík sem
staðið hafa saman að verðlaunun-
um frá upphafi.
Handhafi Eyrarrósarinnar hlýt-
ur 1.650.000 krónur og flugferðir
frá Flugfélagi Íslands. Aðrir til-
nefndir hljóta 300.000 krónur auk
flugferða. Umsækjendur um Eyr-
arrósina geta meðal annars verið
stofnun, tímabundið verkefni, safn
eða menningarhátíð. Valnefnd til-
nefnir þrjú verkefni og hlýtur
eitt þeirra Eyrarrósina. Dorrit
Moussaieff forseta frú er verndari
Eyrar rósarinnar.
Umsóknarfrest-
ur um Eyrarrós-
ina 2013 er til 15.
nóvember 2013.
Nánari upplýs-
ingar eru á vef
Lista hátíðar
í Reykja-
vík, www.
listahatid.
is.
Opnað fyrir
umsóknir
Efnisskrá tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í
Kaldalóni í Hörpu annað kvöld er helguð tromm-
aranum Buddy Rich. Öll tónlistin er af Big Swing
Face, einni af þekktustu plötu stórsveitar hans
frá 1967. Platan var tekin upp á tónleikum á Chez-
klúbbnum í Hollywood, en stórsveit Buddy Rich
höfðaði á þessu tíma sérstaklega til ungs fólks
með þrumandi leik, kraftmiklum útsetningum og
ungum, framúrskarandi hljóðfæraleikurum.
Þetta eru fimmtu tónleikar Stórsveitar Reykja-
víkur þar sem teknar eru fyrir ákveðnar vel
þekktar plötur stórsveitasögunnar. Stjórnandi er
Sigurður Flosason.
Sérstakur gestur í einu lagi verður söng konan
Sigríður Thorlacius. Hún mun flytja lag sem
Cathy Rich, dóttir Buddy Rich, flutti á plötunni,
þá tólf ára gömul.
Aðgangseyrir er 3.000 krónur en 2.000 fyrir
námsmenn og eldri borgara. Miðasala er á harpa.
is og í miðasölu Hörpu.
Tónleikar helgaðir trommara
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu 2. október klukkan 21.
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Sveitin ætlar að leika kunn lög af miklum krafti.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Þetta eru fimmtu tónleikar Stórsveitar
Reykjavíkur þar sem teknar eru fyrir ákveðnar
vel þekktar plötur stórsveitasögunnar.
5 HJARTAÞRÆÐINGAR
– SAMA BARNSHJARTAÐ
Á hverju ári þurfa 2.400 manns á hjartaþræðingu
á hjartadeild Landspítala Íslands að halda. 2.400
hjörtu sem slá fyrir okkur öll. Leggðu sjúkum
lið og vertu hjartað sem þú vilt að slái þér.
Greiddu valgreiðslu í heimabanka, leggðu
inn á reikningsnúmer okkar eða hringdu í síma:
907-1801 fyrir 1.000 kr. framlag
907-1803 fyrir 3.000 kr. framlag
907-1805 fyrir 5.000 kr. framlag
Frjáls framlög: 0513-26-1600 Kt. 511083-0369Anney Birta Jóhannesdóttir
hefur farið í 5 hjartaþræðingar