Fréttablaðið - 01.10.2013, Side 30

Fréttablaðið - 01.10.2013, Side 30
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Bandaríski leikstjórinn Ani Simon- Kennedy frumsýnir kvikmyndina Days of Gray á kvikmyndahátíð- inni RIFF. Þetta er fyrsta kvik- mynd hennar í fullri lengd og var hún tekin upp hér á landi síðasta sumar. Hljómsveitin Hjaltalín semur tónlistina fyrir kvikmynd- ina, en tónlist sveitarinnar var jafnframt hvatinn að gerð hennar. Days of Gray gerist í fjarlægri framtíð og segir frá einstakri vin- áttu drengs og stúlku. Myndin er laus við öll samtöl og því spilar tónlist hljómsveitarinnar veiga- mikið hlutverk í henni. „Hugmyndin var að tónlist Hjaltalín kæmi í stað „díalógs“. En mig langaði einnig til að mynd- in yrði virðingavottur við tíma þöglu kvikmyndanna og aftur- hvarf til þess tíma þegar fólk naut kvikmynda við lifandi undir- spil,“ útskýrir Kennedy, sem er stödd á Íslandi um þessar mund- ir í tengslum við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF. Hugmyndina að myndinni má rekja til tónleika sem Kennedy fór á fyrir þremur árum. „Ég var í kvikmyndaskóla í Prag og kynntist þar Hrafni Jónssyni, sem skrifaði handritið að myndinni með mér. Eitt kvöld spurði hann mig hvort ég vildi fara á tónleika með íslenskri hljómsveit. Ég kíkti með honum og varð algjör- lega dolfallin yfir tónlistinni, hún var svo falleg og sjónræn,“ rifjar Kennedy upp. Tveimur árum eftir tónleikana fékk Kennedy styrk til að gera kvikmynd í fullri lengd og hafði í kjölfarið samband við umboðs- mann Hjaltalín. Hún segir með- limi sveitarinnar hafa tekið vel í hugmyndina og úr varð Days of Gray. Tökur á myndinni fóru fram á Reykjanesi í fyrrasumar og saman stóð tökuliðið af Íslending- um, Bandaríkjamönnum og Frökk- um. „Það voru þrjú tungumál töluð á tökustað, sem mér þótti skemmti- legt í ljósi þess að myndin gerist í heimi án tungumáls.“ Kennedy bjó í París til átján ára aldurs og segist aðspurð alls óskyld hinni frægu Kennedy-fjöl- skyldu. „Ég er ekki skyld þeim. Föðurafi minn hét Katz en breytti nafni sínu í Kennedy eftir stríð. En ég fæ þessa spurningu mjög oft,“ segir hún og hlær. Days of Gray verður sýnd með lifandi undirspili Hjaltalín í Gamla bíói á föstudag klukkan 21. - sm Kvikmyndahandrit varð til eft ir tónleika Hjaltalín í Tékklandi Myndin Days of Gray er sýnd á RIFF. Hjaltalín samdi tónlistina fyrir myndina. GERÐI MYND MEÐ HJALTALÍN Leik- stjórinn Ani Simon-Kennedy gerði kvikmyndina Days of Gray sem sýnd verður á RIFF. Hjaltalín samdi tónlistina fyrir myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÍÓ ★★★★ ★ Nebesnye Ženy Lugovykh Mari / Himneskar eigin- konur Mari-þjóðarinnar á engjunum Leikstjóri: Aleksey Fedorchenko RIFF-HÁTÍÐIN Kvikmyndin inniheldur 22 ör- sögur sem allar fjalla um konur er tilheyra finnsk-úgríska þjóðar- brotinu Mari. Sögurnar eru mis- skemmtilegar, sumar eru hreint frábærar og aðrar minna frá- bærar, eins og gengur og ger- ist. Konur eru í forgrunni hverr- ar sögu, sem eru inn blásnar af hefðum, ævintýrum og þjóð- sög u m M a r i - þjóða r i n na r. Kvikmyndin er sérstaklega lit- rík og sjónræn – skotin eru mörg hver eins og falleg ljósmynd eða listaverk. Leikkonurnar eru mis- reyndar á sviði leiklistar, sumar eru menntaðar leikkonur, aðrar algjörlega óreyndar, en allar sýna þær frábæran leik. Sara McMahon NIÐURSTAÐA: Litrík og falleg mynd. Sögurnar eru misskemmtilegar en í heildina er myndin vel gerð og áhugaverð. Litríkt ævintýri EIGIN- KONUR MARI- ÞJÓÐAR- INNAR Myndin er ævin- týralegt safn 22 örsagna. Reykjavík International Film Festival 26. SEPT. - 6. OKT. 2013 ➜ Kennedy var lærlingur tökumanns við kvikmyndina Midnight in Paris eftir Woody Allen. Hún er mikill aðdáandi leikstjórans og greip tækifærið þegar staðan var auglýst. Rapparinn Drake segir að mamma sín sé mikilvægasta manneskjan í lífi sínu. Árið 2013 vann tónlistar- maðurinn til Grammy-verðlauna fyrir bestu rappplötuna og gaf hann móður sinni verðlauna- gripinn, sem hún geymir á góðum stað í eldhúsinu. „Það er ekki langt í að hún fari að setja upp hillur fyrir alla verðlauna- gripina mína. Mamma mín er alveg ótrúleg kona. Ég rappa mikið um hana á nýju plötunni minni, Nothing Was the Same,“ segir Drake í viðtali við vef- síðuna Huffington Post. Mamma er einstök Rapparinn Drake heldur mikið upp á mömmu sína. ELSKAR MÖMMU Rapparinn Drake segir að mamma sín sé ótrúleg kona. NORDICPHOTOS/GETTY Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire kom fram í bandaríska grín- þættinum Saturday Night Live á laugardagskvöld. Þetta var fyrsti þáttur vetrarins. Í þættinum spiluðu Win But- ler og félagar lagið Afterlife og tóku einnig þátt í ýmsum grín- atriðum. Að því loknu tók við hálftíma dagskrárliður sem Roman Coppola leikstýrði og var tekinn upp í Montreal. Þar var sviðsljósinu beint að Arcade Fire og spilaði hljómsveitin nokk- ur ný lög. Óvæntir gestir voru Bono, Michael Cera, Ben Stiller og James Franco. Fjórða plata Arcade Fire, Reflektor, kemur út 28. október. Arcade Fire spilaði ný lög ARCADE FIRE Kanadíska hljómsveitin kom fram í Saturday Night Live. NORDICPHOTOS/AFP Kanye West ber við sjálfsvörn eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás og þjófnað. Það var ljósmyndari sem kærði hann eftir að þeir áttust við fyrir utan flugvöll í Los Angeles í júlí síðastliðnum. Rapparinn á að mæta í réttar- sal 10. október þar sem kæran verður tekin fyrir. Í mynd- skeiði sést West reyna að hrifsa myndavélina af ljósmyndaranum sem féll þá til jarðar. Í svari sem lögfræðingur West sendi dómstólum segist rapparinn nauðsyn lega hafa þurft að verja sjálfan sig og því fór sem fór. Ef hann verður fundinn sekur þarf hann að dúsa í fangelsi í mesta lagi í eitt ár. Kanye West ber við sjálfs- vörn eft ir kæru SJÁLFSVÖRN Rapparinn segist hafa orðið að verja sig. Sálin í Hörpu Lifandi 9. nóvember 2013

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.