Fréttablaðið - 08.10.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 08.10.2013, Síða 4
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 45,6% landsmanna keyptu föt, skó eða íþróttavörur í gegnum netið á síðasta ári. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en fyrir fimm árum, þegar það var 22 prósent. Heimild: Hagstofa Íslands EFNAHAGSMÁL Tilkynnt verður á næstu dögum hvenær fyrsta áfangaskýrsla hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar verður kynnt, segir Sigurður Már Jónsson, upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar. Alls bárust 570 ábendingar frá almenningi um það sem betur mætti fara í ríkisfjármálunum. Ekki stendur til að birta ábend- ingarnar opinberlega og hefur þingflokkur Vinstri grænna farið formlega fram á að fá ábending- arnar, fundargerðir hagræðingar- hópsins og önnur gögn afhent. Sigurður segir að flestum spurningum þingflokks Vinstri grænna verði væntanlega svarað með birtingu áfangaskýrslunnar. Virða verði nafnleynd þeirra sem sent hafa inn ábendingar. Spurður hvort til standi að eyða persónuupplýsingum úr ábending- unum og birta þær að því loknu opinberlega segir hann að ekki sé útséð með að þörf verði á því. Í svari Ásmunds Daða Einars- sonar, formanns hagræðingar- hópsins, við fyrirspurn sem barst í gegnum vefinn spyr.is, segir að margir hefðu veigrað sér við að senda inn ábendingar nema gegn nafnleynd. Þar segir jafnframt að hópurinn telji sér ekki fært að fara yfir hverja einustu ábend- ingu og eyða persónuupplýsingum með birtingu í huga. - bj Tilkynnt á næstu dögum hvenær hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilar fyrstu áfangaskýrslunni: Ábendingar almennings ekki opinberaðar SAMGÖNGUR „Miðað við þær for- sendur sem ráðherrann leggur upp með líst okkur vel á að setja hluta vegaframkvæmda í einkafram- kvæmd,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra sagði við Fréttablaðið í gær að hún vildi auka samstarf hins opinbera við einkaaðila í vegaframkvæmdum. Hreinn segir að Vegagerðin sé nú að skoða þá kosti sem í boði eru. Hann tekur sem dæmi að Sunda- braut í Reykjavík, Svínvetninga- braut í Húnavatnssýslu og vegur um Öxi séu vegaframkvæmdir sem hægt væri að setja í einkafram- kvæmd. Þær uppfylli þau skilyrði sem innanríkisráðherra setur en það er að slíkar framkvæmdir komi ekki til álita nema vegfarendur hafi kost á annarri leið samhliða einka- framkvæmdinni. Svínvetningabraut myndi liggja fyrir sunnan Blönduós og stytta hringveginn um 12 til 15 kílómetra eftir því hvaða vegstæði yrði valið. Vegfarendur hefðu val um hvort þeir færu um Blönduós eða færu Svínvetningaleið. Vegurinn um Öxi gæti legið frá Háubrekku í Berufjarðardal að Reiðeyri í Berufirði og myndi stytta leiðina milli suðurhluta Austfjarða og Egilsstaða um 60 kílómetra. Fólk gæti valið um hvort það færi firðina eða um Öxi. Sundabraut gæti stytt norður- leiðina um níu til tíu kílómetra. Þar hefðu menn val um hvort þeir færu um Ártúnsbrekku og Vesturlands- veg eða hina nýju Sundabraut. Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi segir sér lítast vel á að fara í framkvæmdir við Sundabraut. „Mér líst vel á að fólk hafi val um það hvort það greiðir beint fyrir að nota samgöngumannvirki eða ekki. Sundabraut getur verið góður kost- ur hvað þetta varðar.“ Júlíus Vífill segir það skoðun langflestra að Sundabraut sé arð- bær framkvæmd en menn verði að hafa í huga að stilla gjaldtöku í hóf. Síðustu spár um umferð um Sunda- braut, sem eru raunar nokkurra ára gamlar, gera ráð fyrir að 20 til 30 þúsund bílar færu um brautina daglega. Spurningar vakna um hvaða einkaaðilar gætu verið tilbúnir að taka að sér að fjármagna vegafram- kvæmdir. Lífeyrissjóðirnir komu til að mynda að fjármögnun Hvalfjarð- arganga. Þórey Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða, segir að uppfylli fjárfesting það að vera til hagsbóta fyrir sjóð- félagana séu sjóðirnir tilbúnir að taka þátt, annars ekki. Menn vegi saman áhættu og ávöxtun í hverri fjárfestingu og taki ákvörðun út frá því. Það gildi jafnt um fjárfestingu í vegaframkvæmdum sem öðrum framkvæmdum. johanna@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ HAGRÆTT Hagræðingarhópurinn leitar leiða til að hagræða í ríkisrekstrinum en víða hefur verið hagrætt verulega síðustu ár, til dæmis á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓLK Ásdís Kristjánsdóttir hag- fræðingur hefur verið ráðin for- stöðumaður nýs efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ásdís starfaði áður hjá fjár- málaráðuneytinu og Kaupþingi. Hún hefur veitt greiningardeild Arion banka forstöðu undan- farin þrjú ár, að því er segir á vef SA. Þar kemur einnig fram að efnahagssviðinu sé ætlað að styrkja samtökin á sviði hagrann- sókna og efla greiningu á stöðu íslenskra fyrirtækja og efnahags- lífs. - gar Nýtt efnahagssvið hjá SA: Ráðin frá Arion í forstöðustarf ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Forstöðu- maður greiningardeildar Arion skiptir um starf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK Karen Kjartansdóttir fréttakona hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa Lands- sambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). „Karen er bókmenntafræðing- ur og hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2005. Hún hefur lengst af unnið á Fréttablaðinu en hóf störf 2010 á fréttastofu Stöðvar 2 og gegndi síðast starfi vara- fréttastjóra á Stöð 2,“ segir á vef LÍÚ. - gar Fréttakona í nýtt starf: Karen ráðin til útvegsmanna Lundey Viðey Gufunes Grafarvogur Álfsnes Kollafj örður Geldingarnes Leiruvogur Þerney Rauða línan sýnir hvar fyrirhugað vegstæði Sundabrautar liggur. Hvalfjarðargöng eru eina stóra einkaframkvæmdin í vegamálum á Íslandi. Hlutafélagið Spölur var stofnað um gangagerðina. Árið 2011 var stærsti einstaki hluthafinn í Speli Faxaflóahafnir. Aðrir stórir hluthafar voru Ríkis- sjóður Íslands, Elkem á Íslandi, Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin. Bandaríska líftryggingarfélagið John Hancock, Mutual Life Insurance inc., tók að sér stærstan hluta langtímafjármögnunar gangagerðarinnar. Þá komu að fjármögnun verksins íslenskar lánastofnanir, einkum lífeyrissjóð- ir. Landsbréf hf. sáu um skuldabréfasölu til fimmtán íslenskra lífeyrissjóða. Hvalfjarðargöng voru einkaframkvæmd Sundabraut talin henta sem einkaframkvæmd í vegagerð Vegagerðinni líst vel á að setja hluta vegaframkvæmda í einkaframkvæmd. Sundabraut er nefnd sem dæmi um verkefni sem gæti hentað til slíks. Lífeyrissjóðir gætu komið að fjármögnun verksins verði ávöxtun tryggð. VEGSTÆÐI SUNDABRAUTAR Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 10-18 m/s V-til, annars yfi rleitt 8-13. BREYTINGAR Dregur úr vindi og úrkomu á morgun og verður yfirleitt bjart og kalt fram eftir degi. Gengur því næst í sunnanátt með heldur hlýnandi veðri og rigningu vestan til á fimmtudag. 2° 3 m/s 3° 4 m/s 4° 3 m/s 8° 7 m/s Á morgun 8-15 A-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 9° 8° 8° 10° 9° Alicante Basel Berlín 25° 18° 17° Billund Frankfurt Friedrichshafen 18° 18° 17° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 15° 15° 26° London Mallorca New York 20° 25° 20° Orlando Ósló París 30° 17° 20° San Francisco Stokkhólmur 18° 16° 2° 3 m/s 5° 5 m/s 3° 2 m/s 4° 3 m/s 1° 2 m/s 4° 4 m/s -2° 5 m/s 4° 2° 5° 2° 0° AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 20-30 þúsund bílar mundu fara um Sundabrautina daglega samkvæmt nýjustu spám, sem eru raunar nokkurra ára gamlar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.