Fréttablaðið - 08.10.2013, Síða 16
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Þegar herðir að ríkisbú-
skapnum er hættara við að
braki í grunnstoðum sam-
félaga. Í slíkum aðstæð-
um eru sumir hópar ber-
skjaldaðri en aðrir fyrir
niðurskurði í ríkisrekstri.
Á meðal þeirra eru minni-
hlutahópar eins og heyrn-
arlausir og heyrnarskertir,
sem hafa í áratugi barist
fyrir því að grundvallar-
mannréttindi þeirra séu
varin. Þótt enn sé langt í land
hefur heilmikið áunnist.
Þannig er íslenskt táknmál jafn-
rétthátt talaðri íslensku sem tján-
ingarform í samskiptum manna
hér á landi og ber ríki og sveit-
arfélögum lagaleg skylda til að
tryggja að allir sem þess þurfa
eigi kost á þjónustu á íslensku
táknmáli svo sem kveðið
er á um í 13. gr. laga um
stöðu íslenskrar tungu og
íslensks táknmáls nr. 61
frá 2011. Lögin kveða jafn-
framt á um að óheimilt sé
að mismuna mönnum eftir
því hvort málið þeir nota.
Með slíkri lögfestingu
verður að telja að ríkið
hafi þar með undirgengist
þá skyldu að veita heyrnar-
lausum og heyrnarskertum
sömu tækifæri og öðrum til þátt-
töku á hinum opinbera vettvangi,
svo sem við stjórn lands síns, í
samskiptum við yfirvöld og dóm-
stóla og til að njóta menntunar. For-
senda þess að geta tekið virkan þátt
í samfélaginu með þeim hætti er að
geta tekið við upplýsingum og tjáð
sig, bæði á opinberum vettvangi og
ekki síður í daglegu lífi sem þarf
ekki nauðsynlega að tengjast sam-
skiptum við hið opinbera, til dæmis
á almennum vinnumarkaði.
Stjórnarskrárvarin réttindi
Að auki má benda á markmið laga
um Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra og heyrnarskertra nr. 129
frá 1990 sem kveða á um að lögun-
um sé ætlað að stuðla að jafnrétti
heyrnarlausra til þjónustu sem
víðast í þjóðfélaginu á grundvelli
táknmáls heyrnarlausra. Lögfest-
ing framangreinds ákvæðis ber
með sér að þjónusta við heyrnar-
lausa og heyrnarskerta skuli ekki
takmörkuð við hið opinbera. Með
þessum hætti hefur löggjafinn
útfært stjórnarskrárvarin rétt-
indi til félagslegrar aðstoðar og
bann við mismunun.
Af fréttum að dæma er ljóst að
skorið hefur verið niður í framlög-
um ríkisins til túlkaþjónustu og
nú er svo komið að ýmis þjónusta
sem er nauðsynleg heyrnarlaus-
um í daglegu lífi, svo sem þjón-
usta með textasíma og myndsíma,
hefur verið felld niður vegna fjár-
skorts. Vernd þessara grunnrétt-
inda heyrnarlausra og heyrnar-
skertra hefur því verið færð neðar
í forgangsröðina – aftur.
Þó að ríkjum sé játað svigrúm til
að bregðast við lakara efnahags-
ástandi er ekki svo að stjórnvöld
hafi óbundnar hendur af lögum
ríkisins eða alþjóðlegum mannrétt-
indasamningum og yfirlýsingum
sem þau hafa undirgengist. Mann-
réttindadómstóll Evrópu hefur
fjallað um slíkt svigrúm ríkja og
í margvíslegu samhengi komist
að þeirri niðurstöðu að minni fjár-
munir ríkissjóðs réttlæti ekki brot
gegn skyldum ríkis samkvæmt
Mannréttindasáttmála Evrópu
(sjá t.d. MDE: Burdov g. Rússlandi
í máli nr. 59498/00, málsgr. 35).
Það hefur stundum verið sagt
að dýrt sé að vera fátækur og aug-
ljóst að þegar harðnar í ári þurfi
að beita köldu mati við að skera
niður munað. Það er flestum ljóst
að vernd grundvallarmannrétt-
inda kostar fjármuni. Heyrnar-
lausum og heyrnarskertum liggur
á svari við því hvort mannréttindi
séu munaður.
Mannréttindavernd er ekki munaður
Árið 1997 var miðstöð sjúkraflugs á
Íslandi flutt til Akureyrar þar sem
hún hefur verið síðan. Fyrir því
þóttu liggja ýmis rök, ekki síst lega
staðarins. Frá Akureyri má ná til
flestra flugvalla á landinu á þrem-
ur stundarfjórðungum.
Fyrstu fimm árin var flugið
aðeins mannað sjúkraflutninga-
mönnum frá Slökkviliði Akureyrar.
Í mars 2002 hófu læknar á Sjúkra-
húsinu á Akureyri og Heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri að sinna lækn-
isþjónustu í fluginu. Sú þjónusta
hefur haldist bláþráðalítið í 11 ár.
Starfsemin er orðin viðamikil og
eru farin um 500 flug á ári. Þjón-
ustu læknis er krafist í rétt innan
við helmingi þeirra. Sjúkraflugið er
nú sjálfsagður hluti af heilbrigðis-
þjónustu landsmanna. Þykir nauð-
synlegt að þeir hafi jafnan aðgang
að þessu öryggisneti. Munu heil-
brigðisstarfsmenn víða um land
geta borið því vitni að þessi þjónusta
hafi verið allgóð.
Fluglækni hefur verið greitt bak-
vaktakaup utan dagvinnutíma og
yfirvinnutaxti í útkalli. Dagvinna
hefur ekki verið greidd. Því hafa
læknar sem fara í útköll á dagvinnu-
tíma þurft að hlaupa frá verkum og
samstarfsfólk að ganga í þau. Það
veldur óhagræði og óþægindum
fyrir vinnufélaga og sjúklinga.
Viðbótarfjárveiting fékkst árið
2012 sem nam 20% stöðugildi. Það
dugar einungis til að halda utan um
vaktskema, búnað og kennslu. Eftir
sem áður er enginn læknir í fullu
starfi við að sinna því mikilvæga
starfi sem sjúkraflugið er. Þessu
ríður á að breyta.
Ekki er gott að þátttaka læknis í
sjúkraflugi á dagvinnutíma bygg-
ist á miskunnsemi deilda sem hafa
hann í vinnu. Slík frumherjahugsun
endist ekki að eilífu. Vinnuveitend-
ur útkallslæknis þreytast að lokum
á endalausu brotthvarfi og taka að
synja um notkun hans. Í framtíð-
inni þarf að koma þessari starfsemi
í horf sem hún á skilið og ekki bygg-
ir á góðmennsku og sjálfboðastarfi.
Það verður best gert með því að ráð-
inn sé umsjónarlæknir að sjúkra-
fluginu í fullt starf. Hann sinni
útköllum á dagvinnutíma, skipu-
leggi vaktir og menntun og þrói
starfið. Með því yrði læknamönnun
sjúkraflugs stöðugri til lengri tíma
og drægi úr hættu á að starfsemin
koðnaði niður. Hún fengi þann sess
sem hún hefur í raun áunnið sér
fyrir löngu. Þetta fyrirkomulag þarf
að tryggja sem fyrst.
Forsvarsmenn sjúkraflugs hafa
sótt um fjárveitingu til velferðar-
ráðuneytisins. Þeir vænta þess að
stjórnvöld horfi ekki fram hjá mikil-
vægi málsins. Undanfarin misseri
hefur verið upp og ofan hvernig
gengur að manna læknastöður á
landsbyggðinni. Á sama tíma hefur
dregið úr sjúkrahússtarfsemi í
fámennari byggðum. Fyrir vikið
mun sjúkraflug gegna stærra hlut-
verki á komandi tímum. Það er alls
ekki hættandi á að láta þessa þjón-
ustu leggjast af út af einum saman
sparnaði, niðurskurði og skamm-
sýni. Hér þarf að láta verkin tala.
Hildigunnur Svavarsdóttir
framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs
Pálmi Óskarsson
forstöðulæknir slysa- og bráðamóttöku
Stefán Steinsson
umsjónarlæknir sjúkrafl ugs
Sigurður E. Sigurðsson
framkvæmdastjóri lækninga
Þátttaka lækna í sjúkrafl ugi
MANNRÉTTINDI
Hrefna Dögg
Gunnarsdóttir
lögmaður
➜ Það er alls ekki hættandi
á að láta þessa þjónustu
leggjast af...
➜ Heyrnarlausum og
heyrnarskertum liggur á
svari við því hvort mann-
réttindi séu munaður.
NISSAN
QASHQAI
NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD
VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR.
KAUPAUKI AÐ ANDVIR
500 ÞÚS. KR.
· Vetrardekk
· Dráttarbeisli
· iPad 32 GB
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla-
drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km
Qashqai 1,6 dCi beinsk.
Verð: 4.990 þús. kr.
Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna
Verð: 5.390 þús. kr.
Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk.
Verð: 5.790 þús. kr.
Qashqai 2,0 dCi sjálfsk.
Verð: 6.090 þús. kr.
iPad 32GBfylgir með ásamt veglegri hlífðartösku
ÐI
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
9
14