Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 34

Fréttablaðið - 08.10.2013, Side 34
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 Í MÁL Guðjón Þórðarson stefnir Grindvíkingum.h FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Árið 2011 var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari Grind- víkinga og gerði þá þriggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins. Guðjón stýrði liðinu í eitt tímabil og féll Grindavík úr Pepsi-deild- inni haustið 2012. Guðjóni var gert að hætta með liðið eftir tímabilið þar sem knattspyrnudeild Grinda- víkur nýtti sér ákvæði í samningi sínum við Guðjón og var launalið sagt upp frá áramótum 2012-13. Milan Stefán Jankovic var síðan formlega ráðinn þjálfari liðsins þann 16. janúar 2013. Guðjón Þórðarson hefur nú stefnt knattspyrnudeild Grinda- víkur vegna vangoldinna launa og verður málið tekið fyrir þann 15. október í Héraðsdómi Reykja- ness. Íþróttadeildin hefur heimild- ir fyrir því að þjálfarinn hafi feng- ið tilboð frá Grindvíkingum eftir að tilkynnt var um ráðningu nýs þjálfara. Tilboðið hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mán- uði út samninginn en það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við. - sáp Mál Guðjóns gegn Grindavík tekið fyrir Opus hægindastóll með skemli í áklæði. ÞEGAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI FARA SAMAN LEVANTO hægindastóll með skemli í leðri. TIMEOUT hægindastóll í svörtu leðri og hnotu. PRIME hægindastóll í hvítu leðri og eik. FÓTBOLTI Undankeppni HM 2014 lýkur eftir slétta viku en þá spilar Ísland við Noreg ytra. Á föstudag- inn spilar íslenska landsliðið við Kýpur á heimavelli. Ef vel gengur í þessum leikjum tryggir Ísland sér sæti í umspili fyrir HM, annars er ballið búið í bili. Svíinn Lars Lagerbäck hefur komið mjög sterkur inn í starf landsliðsþjálfara og margt breyst til batnaðar síðan hann tók við. Samningur hans rennur aftur á móti út eftir undankeppnina og menn spyrja eðlilega hvort Knatt- spyrnusamband Íslands, KSÍ, ætli sér ekki að framlengja við Svíann. Talað saman síðan í vor „Við erum að tala saman um fram- tíðina. Höfum verið að gera það síðan í vor. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, léttur. „Ég er bjartsýnn á að Lars haldi áfram en það er ekki búið að ganga frá neinu. Við munum klára þessa tvo leiki sem eru eftir áður en við setjumst niður með formleg- um hætti. Við höfum aftur á móti spjallað saman á þeim nótum að hann haldi áfram og viðbrögð hans hafa verið jákvæð.“ Lagerbäck er orðinn 65 ára gam- all en er við fína heilsu. Er hann tók við íslenska landsliðinu stóð ekki til að staldra mjög lengi við. „Þegar hann kom til starfa áttu þetta að vera lokaárin í þjálfun- inni hjá honum. Hann þarf auð- vitað að huga að sínum málum en mér finnst hann vera jákvæður og þess vegna er ég bjartsýnn á að hann haldi áfram. Hann er ánægð- ur í starfi og með strákana og liðið. Það hjálpar vissulega til og ekki skemmir fyrir að það hefur einn- ig gengið vel.“ Mun ræða fyrst við KSÍ Árangur íslenska landsliðsins hefur að sama skapi gert það að verkum að nafn Svíans hefur verið nefnt í sambandi við önnur landslið. Árangurinn hefur komið honum aftur á kortið og ekkert ólíklegt að KSÍ þurfi að keppa um þjónustu hans. „Við erum alveg rólegir yfir því enda ætlar hann að ræða fyrst við okkur,“ segir Geir. Sér hann fram á einhverjar hindranir eins og kröfu um hærri laun í viðræðun- um við Svíann? „Ég sé engar sérstakar hindran- ir í því sambandi. Hann hefur aðal- lega verið að hugsa sinn gang eðli- lega. Hvað hann vilji gera.“ henry@frettabladid.is Bjartsýnn á að Lars haldi áfram með liðið Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, segir Svíann Lars Lagerbäck vera jákvæðan fyrir því að halda áfram þjálfun íslenska landsliðsins. Formlegar viðræður hefj - ast í næstu viku. Lagerbäck hafði jafnvel hugsað sér að hætta í þjálfun. FARSÆLT SAMSTARF Lagerbäck tók við landsliðinu fyrir um tveimur árum og árangurinn hefur verið allt annar síðan hann tók við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við höfum spjall- að saman síðan í vor og hann er jákvæður fyrir því að halda áfram með íslenska landsliðið. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ FÓTBOLTI Fram hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir meistaraflokk karla en stjórn knattspyrnudeildar Fram náði ekki samkomulagi við Ríkharð Daðason um að halda áfram. Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram, staðfestir að Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins, sé einn af þeim sem koma til greina þó svo að Sigurður sé enn að bíða eftir því hvort hann fái starf landsliðsþjálfara kvennaliðs Englands. Aftur á móti segir Sverrir ekkert hæft í þeim orðrómi að Framarar hafi verið í viðræðum við Þorlák Árnason, fyrrverandi þjálfara kvenna- liðs Stjörnunnar, og Rúnar Pál Sigmundsson, aðstoðar- þjálfari Stjörnunnar. „Við gefum okkur vikuna í þetta. Við erum harðir á því að kynna nýjan þjálfara í lok vikunnar,“ segir Sverrir. - hbg Nýr þjálfari ráðinn til Fram í vikulok SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON HANDBOLTI Íslenskir handknatt- leiksþjálfarar halda áfram að vekja athygli erlendis en danska handknattleikssambandið mun hafa reynt ítrekað að ráða Dag Sigurðsson, þjálfara Füchse Ber- lin, sem næsta landsliðsþjálfara. Reyndar virðast Danir fyrst og fremst hafa áhuga á íslenskum þjálfurum enda hafa þeir verið að gera það gott undanfarin ár á erlendum vettvangi. Bob Hanning, forseti Füchse Berlin, mun aftur á móti hafa sagt þvert nei við bón danska sambandsins. Dagur mun hafa verið fremstur á óskalista danska sambandsins en mun að öllum lík- indum ekki taka við landsliðinu. Samkvæmt heimildum íþrótta- deildar mun sambandið einnig hafa rætt við Guðmund Guð- mundsson, þjálfara Rhein-Neckar Löwen, um starfið og eru viðræð- ur í gangi. Ekki náðist í Guðmund í gær vegna málsins. Ólafur Stefánsson greindi svo frá því í Sportspjallinu á Vísi í síðustu viku að Danir hefðu einnig boðið honum starfið. Hann afþakkaði pent. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálf- ari Danmerkur, mun hætta með liðið eftir Evrópumótið í janúar sem fer einmitt fram á heimavelli þeirra. - sáp Danir vildu fá Dag í vinnu FER EKKERT Dagur heldur áfram með lið Füchse Berlin. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hólmfríður Magnús- dóttir sló heldur betur í gegn í norska bikarnum um helgina þegar hún skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitunum. Níu af ellefu leikmönnum liðs- ins sem byrjuðu leikinn í gær koma að utan; þrír Íslendingar, þrír Brasilíumenn, tveir Banda- ríkjamenn og Íri voru í byrjun- arliðinu í gær, ásamt tveimur heimastúlkum frá Noregi. „Þegar við vorum að undirbúa liðið fyrir tímabilið var markmið- ið alltaf að reyna að fá eins marg- ar heimastúlkur og við gátum en norsku leikmennirnir vildu ein- faldlega ekki flytja hingað,“ sagði Roar Wold, þjálfari Avaldsnes. „Þá urðum við að reyna að fá gæðaleikmenn að utan. Við rekum knattspyrnudeildina á 5-6 milljónum norskra króna á ári og það er umtalsvert minna en rekstrarkostnaður Lillestrøm,“ sagði Wold en Avaldsnes mætir Lillestrøm í úrslitum bikarsins. „Mínir leikmenn fara oft ekki fram á mikil laun og vilja koma hingað til að upplifa ákveðið ævintýri,“ segir Wold sem hefur greinilega mikla trú á Hólm- fríði. Hann segir sóknardúettinn Hólmfríði og Cecilie Pedersen þann besta í Noregi þegar þær ná sér á strik. „Á því leikur ekki nokkur vafi.“ - sáp Besta sóknar- par Noregs ÖFLUG Hólmfríður hefur slegið í gegn í Noregi. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.