Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 12
ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 63 38 1 0/ 13 Þrjátíu og þremur börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 180 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair fyrsta vetrardag, 26. október síðastliðinn. Alls hefur því 431 fjölskylda notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Þetta er 21. úthlutun sjóðsins og tíunda starfsár hans. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helga- son, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Icelandair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún situr í stjórn Vildarbarna Icelandair og er Sigurður formaður stjórnarinnar. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Icelandair þakkar aftur fyrir veittan sem og áframhaldandi stuðning og gleðst yfir því að senda þessar fjölskyldur í draumaferðina sína. Það er auðvelt að gerast Vildarvinur – allar upplýsingar er að finna á www.vildarborn.is. 180 FENGU FERÐASTYRK VILDARBARNA ICELANDAIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.