Fréttablaðið - 29.10.2013, Side 42
SPORT 29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Miðasala á umspilsleik Íslands
og Króatíu í undankeppni HM 2014, sem
fram fer á Laugardalsvelli 15. nóvember,
hefst í dag. Miðarnir verða til sölu á
vefsíðunni midi.is.
„Við höfum h rei n lega ekk i
ákveðið tímann enn,“ sagði Þórir
Hákonarson, framkvæmdastjóri
Knattspyrnusambands Íslands, spurður
hvenær miðarnir færu í sölu. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins spila þar inn í
áhyggjur af því að miðasölukerfið fari á
hliðina sökum mikils álags.
„Það hefur lengi verið vitað að
eftirspurnin er miklu meiri en framboðið.
Það verða alltaf einhverjir ósáttir við að
fá ekki miða á völlinn,“ segir Þórir um
áhuga landans á leiknum. Þórir segir
forsvarsmenn sambandsins hafa viðhaldið
sama miðaverði og í undanförnum leikjum
til þess að gæta sanngirni í garð íslenskra
knattspyrnuunnenda. „Svo gildir í raun
bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir
Þórir. Stuðningsmenn landsliðsins þurfa
því að vera vel á verði í dag.
Vangaveltur hafa verið um hættuna á
því að óprúttnir aðilar reyni að endurselja
miðana á hærra verði. Slík starfsemi
þekkist víða erlendis en lítið hefur farið
fyrir henni til þessa. Hins vegar hefur
eftirspurnin líklega aldrei verið meiri.
„Auðvitað höfum við velt því fyrir
okkur. Því er hámark sett á fjölda miða
sem þú getur keypt,“ segir Þórir. Hann
bætir við að verði vart við að sami aðili
sé að kaupa fleiri miða en leyft sé geti
KSÍ hafnað sölunni. Þá hvetur Þórir fólk
til þess að koma með ábendingar verði
það vart við að fólk reyni að hagnast á
endursölu miða. - ktd
Svartamarkaðsbrask alltaf hætta
„Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag.
FAGNAÐ Í ÓSLÓ Aron
Einar Gunnarsson og
Jóhann Berg Guðmunds-
son þegar umspilssætið
var í höfn eftir jafnteflið í
Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Karlalandslið Íslands
sækir Króata heim á Maksim-
ir-leikvanginn í Zagreb hinn 19.
nóvember. Landslið mótherjanna
spilar allajafna heimaleiki sína á
Maksimir-leikvanginum í Zagreb.
Það mun liðið gera þegar íslensku
strákarnir mæta í heimsókn.
Umhverfis völlinn er hlaupa-
braut en íslenskir stuðningsmenn
hafa löngum kvartað yfir hlaupa-
brautinni á Laugardalsvelli. Fjar-
lægð áhorfenda frá vellinum er
sögð minnka stemninguna og taka
Króatar undir það sjónarmið.
„ Enginn kann að meta
h laupabraut i r í k r i ngum
knattspyrnuvelli í dag,“ segir
k r ó at í sk i bl a ð a m a ð u r i n n
Aleksandar Holiga. Hann segir
hlaupabrautina þó ekki það
vandamál sem sé efst í huga landa
sinna.
„Við köllum leikvanginn
ýmist þann ljótasta í Evrópu eða
skömm Maksimir,“ segir Holiga
en Maksimir er nafn á hverfinu í
Zagreb þar sem má meðal annars
finna stóran almenningsgarð auk
leikvangsins.
Leikvangurinn fagnaði 100 ára
afmæli á síðasta ári en miklum
fjármunum hefur verið varið í
endurbætur á honum. Holiga segir
það þó ekki að sjá enda löngu ljóst
að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi
staðið til í áratugi en ekki hafi
fengist nægt fjármagn.
Skiptar skoðanir eru á því hvort
nýjan leikvang skuli byggja á rúst-
um þess gamla, verði hann rifinn,
eða hvort byggja eigi í úthverfinu.
„Staðsetningin hefur tilfinn-
ingalegt gildi
fyrir suma,“
segir Holiga
um þá sem
v i lja ha lda
leikvanginum
á sama stað.
Vandamálið sé
hins vegar að
umferðaræðar
geri staðsetn-
inguna a l ls
ekki góða.
Þrátt fyrir allt segir Holiga að
andrúmsloftið á Maksimir geti
verið rafmagnað á sumum leikjum.
Áhugi fólks á landsliðinu sé hins
vegar ekki þess eðlis að reikna
megi með slíku þegar strákarnir
okkar mæti í heimsókn.
„Manni líður samt alltaf
kjánalega á leikvanginum enda
virkar hver stúka eins og hún hafi
verið byggð fyrir annan leikvang.
Þá virkar hún líka galopin á öllum
hliðum.“ kolbeinntumi@frettabladid.is
Kunnuglegt vandamál
Hætt er við því að stuðningsmenn landsliðsins þurfi að vökva raddböndin vel
fyrir leikinn gegn Króötum í Zagreb. Hlaupabraut skapar vel þekkt vandamál.
LITRÍKUR Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.
NORDICPHOTOS/GETTY
ALEKSANDAR
HOLIGA
HANDBOLTI „Þetta er sérstakur
s t y r k t a r s a m n i n g u r s e m
við félagarnir gerðum við
húsbílaleiguna Kúkú Campers,“
segir Kristinn Björgúlfsson,
leikmaður ÍR.
Reynsluboltarnir Sturla Ásgeirs-
son, Ingimundur Ingimundarson
auk Kristins hafa sett svip á upp-
hitun liðsins með sérstökum der-
húfum og hafa margir spurt sig
hver ástæðan er fyrir þeim.
„Það var alltaf leyfilegt hér í
gamla daga hjá ÍR að leikmenn
máttu selja aðra ermina og gera
eigin styrktarsamning, en núna
hefur verið tekið fyrir allt slíkt.“
Kristinn starfar sjálfur hjá
Kúkú Campers og hugmyndin kom
frá yfirmanni hans einn daginn í
vinnunni.
„Ég var að fara að taka á móti
viðskiptavinum og fannst sniðugt
að mæta á staðinn með svona
derhúfu til að vera sýnilegri. Þá
kom yfirmaðurinn minn með þá
hugmynd að við myndum hita upp
með þessar derhúfur fyrir leiki, og
vandamálið væri leyst.“
Kúkú Campers býður erlendu
ferðafólki að leigja bíla sem einn-
ig er hægt að gista í á ferðinni um
landið.
„Leikmönnum er frjálst að
selja auglýsingar á búninga svo
lengi sem þær eru ekki á vinstri
ermi, sú ermi er ætluð fyrir aðal-
styrktaraðila deildarinnar,“ segir
Róbert Geir Gíslason, starfsmað-
ur HSÍ, en Kristinn er sáttur með
þessa nýju útfærslu þeirra ÍR-
inganna. „Við fáum meiri athygli
með þessu,“ segir Kristinn léttur.
- sáp
Með sérsamning við húsbílaleigu
Nokkrir leikmenn ÍR-inga hita upp með skemmtilegar derhúfur fyrir leiki.
DERHÚFUR Kristinn og Ingimundur þungt hugsi með húfurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SYKURLAUST
STREPSILS
með jarðaberjabragði
Við eymslum og
ertingu í hálsi!
- nú sykurlaust og
með jarðaberjabragði
Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg,
amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn
6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri
skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða
versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif.
Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar
á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi:
Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
20
13
R
B
00
2
St
re
ps
ils