Fréttablaðið - 29.10.2013, Page 46

Fréttablaðið - 29.10.2013, Page 46
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 ➜ Gulla hefur hannað fyrir hótelkeðjur á borð við Thomp- son-hótelin, W-keðjuna, Mar- riott-keðjuna og fleiri. „Ég er að hanna nýja húsið hans Dr. Dre í Hollywood- hæðum en þaðan er útsýni yfir alla borgina. Þetta er mjög skemmtilegt – eitt af mínum uppáhaldsverk- efnum um þessar mund- ir,“ segir Gulla Jónsdóttir arkitekt, en hún rekur eigið fyrirtæki í Los Angeles þar sem hún hefur búið í yfir tuttugu ár. „Húsið er að mestu byggt úr viði og verður eins og skúlptúr og teyg- ir sig inn og í gegnum allt húsið. Ég kalla þetta nútímalegt tréhús,“ segir Gulla, létt í bragði. Gulla hefur síðastliðin ár sérhæft sig í hótelhönnun, og hefur það enn að aðalstarfi. „Núna er ég að hanna fyrir Thompson-hótelkeðjuna í Los Angeles og Marriott-keðjuna í Japan. Ég er líka að klára veitingastað fyrir Mondrian-hótelið á Bahama- eyjum og nýbúin að skila af mér verkefni fyrir W-hót- elið í New York. Svo er ég listrænn stjórnandi fyrir hótel í Makaó í Kína. Ég er líka í óðaönn að hanna hótel og heilsulind í eyðimörk- inni hér í Kaliforníu. Það er skemmtilegt að því leyti að það er ekki ósvipað því að hanna á Íslandi, því landsvæðið situr á San Andreas-jarðskjálftalínunni, þar sem hrein heilsuvötn flæða allt um kring – dálítið svipað okkar stór- brotna umhverfi á Íslandi,“ segir Gulla, sem settist að í Los Angeles til að læra arkitektúr fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún stundaði nám við Sci-Arc- skólann, sem var valinn besti arki- tektaskóli í heimi í fyrra. „Eftir námið fékk ég vinnu hjá Richard Meier sem hjálpaði mér síðar að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og ég stofnaði stofuna mína. Hér hef ég verið síðan,“ segir hún glaðbeitt. Aðspurð segir Gulla ekkert verk- efni of lítið fyrir sig. „Ég á mjög erf- itt með að segja nei, því ég held að ég sé alin upp við að vera afskap- lega kurteis,“ segir hún. „Mér finnst ég ennþá vera rétt að byrja minn feril, því það er svo margt spenn- andi framundan á draumastöðum út um allan heim. Bygging eftir mig á Íslandi er ennþá á markmiða- listanum!“ segir Gulla að lokum. olof@frettabladid.is Hannar nútímalegt tréhús fyrir Dr. Dre Gulla Jónsdóttir er arkitekt sem hefur eytt rúmlega tuttugu árum í Los Angeles. Hana dreymir um að hanna byggingu á Íslandi og segir ekkert verkefni of lítið. NÚTÍMALEGT TRÉHÚS Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre réð Gullu til þess að hanna fyrir sig nútímalegt tréhús. MYND/ÚR EINKASAFNI „Bam hafði samband við mig í gegnum sameigin- lega vinkonu okkar,“ segir Alexander Kirchner, 27 ára gamall fatahönnuður sem hannaði jakka fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera, sem gifti sig hér á landi fyrir skömmu. Jakkinn sem Kirchner hannaði vegur hvorki meira né minna en þrjátíu kíló. „Hann er úr hundrað prósent ull en er skreyttur með efni eins og bómull, leðri og rúskinni, ásamt keðjum. Jakkinn er úr 100 prósent náttúrulegu efni en það tók um það bil tíu klukkustundir að klára hann,“ segir Alexander. Margera klæddist jakk- anum í brúðkaupi sínu sem fór fram í Hafnarhúsinu hinn 5. október, þar sem hann gekk að eiga unnustu sína, Nicole Boyd. „Hann var mjög sáttur við flíkina, hann gifti sig í henni og ætlar að nýta jakkann sem svona „gjörnings- jakka“, sem þýðir að hann verður notaður við sérstök tilefni eins og á tónleikum og þess háttar viðburð- um,“ bætir Alexander við. Alexander segist ekki hafa átt mikil samskipti við Margera eftir að hann yfirgaf landið en að þeir séu samt fínir félagar. Alexander, sem saumaði sína fyrstu flík þegar hann var sextán ára gamall, hefur í nægu að snúast fyrir utan fatahönnunina. „Ég tek að mér alls kyns vinnu. Ég hef séð um búninga og verið að stílisera fyrir myndbönd og þess háttar,“ segir Alexander að lokum. -glp Brúðkaupsfl ík Bam Margera vó 30 kíló Alexander Kirchner hannaði jakka fyrir Bam Margera sem hann klæddist í brúðkaupi sínu fyrir skömmu. SÁTTUR VIÐ FLÍKINA Hér sjáum við Bam Margera máta flíkina flottu. MYND/EINKASAFN ALEXANDER KIRCHNER „Ég hefði ekki gert þetta ef ég hefði verið hann. Ég hefði geymt þetta þangað til laganefndin hefur kveð- ið upp sinn dóm,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er einn þeirra sem syngja lagið Evrópa og við eftir Hauk Viðar Alfreðsson sem var frum- flutt á Visir.is í gær. Lagið var sent inn í Eurovision-keppnina á síðustu stundu en ólíklegt er að það hljóti náð fyrir augum dómnefndarinnar, enda var það frumflutt opinberlega áður en það var flutt á RÚV. Reglur voru settar um að það mætti ekki eftir að laginu Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt var lekið á netið löngu áður en keppnin byrjaði. „Þetta er alltof gott lag til þess að klúðra þessu svona,“ segir Palli, sem hefði verið tilbúinn til að syngja það í undankeppninni. Hann tók síðast þátt í Eurovision árið 1997 með laginu Minn hinsti dans. „Honum [Hauki Viðari] hefur þá ekki verið meiri alvara en þetta. En ég segi: „Komdu þessu í spil- un núna strax, þetta er „hittari“,“ segir hann svekktur. - fb Alltof gott lag til að klúðra þessu Páll Óskar Hjálmtýsson hefði ekki viljað frumfl ytja lagið Evrópa og við á Visir.is. EKKI SÁTTUR Páll Óskar Hjálmtýsson er ósáttur við að Haukur Viðar hafi frumflutt lagið á Visir.is. ➜ Lag Palla, Allt fyrir ástina, fékk ekki inngöngu í Euro- vision árið 2007 vegna þess að einn lagahöfundanna var sænskur. GULLA JÓNSDÓTTIR „Campari er drykkur sem fer vel í maga og lyftir andanum.“ Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, einn af hönn- uðum Víkur Prjónsdóttur. DRYKKURINN Fiskikóngurinn Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Roðlausir og beinlausir Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490 (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstál- plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990 Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn- ventli og vatnslás 6.990,- Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 19.900 Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI a blöndunartækiCis 4.990 POP-UP OPNUNARTÍMI: MÁN.-FÖS: 13-18 - LAU.12-16 Verð: 1.900 - 9.900 RKINNI 6 -108 REYKJAVÍKMÖ Enn meiri verðlækkun! MC PLANET VÖRUMERKIÐ HÆTTIR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.