Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 2
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK Aaron Fortheringham, einnig þekktur undir nafninu Wheelz, er hluti af hópnum Nitro Circus Live sem ferðast nú um þessar mundir um Evrópu til þess að leika listir sínar. Hópurinn vakti mikla athygli er hann ferðaðist um Bandaríkin í fyrra enda fá glæfrabrögðin, sem sýnd eru á hjólum, áhorfendur til þess að súpa hveljur. - nej Hópur manna á hjólum ferðast um Evrópu með sýningu: Sýnir glæfrabrögð í hjólastól Á HVOLFI Wheelz lék listir sínar í Amsterdam í Hollandi í gær. MYND/AFP Heiða, er Björt framtíð þá ekki besti flokkurinn? „Það er augljóst!“ Heiða Kristín Helgadóttir er framkvæmda- stjóri Besta flokksins, en borgarfulltrúar flokksins gengu til liðs við Bjarta framtíð í vikunni. DÓMSMÁL Karl Vignir Þorsteinsson var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæsta- rétti. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður dæmt Karl Vigni í sjö ára fangelsi. Dóm- urinn hækkaði einnig miskabætur til tveggja fórnarlamba Karls Vignis sem honum var gert að greiða. Karl Vignir var sakfelldur fyrir að nauðga þremur mönnum og fyrir vænd- iskaup með því að greiða tveimur þeirra fyrir samræðið. Frá fangelsisvistinni dregst gæsluvarðhald sem Karl Vignir hefur sætt frá því í febrúar. Brot gegn fjórða manninum var talið fyrnt og þá var Karl sýknaður af kaupum á vændi af þriðja manninum þar sem það var ekki lögbrot á þeim tíma sem kaupin fóru fram. Í dómi Hæstaréttar segir að brot Karls Vignis séu mjög alvarleg. Þau séu mörg og hafi staðið yfir um langt tímabil. Brota- vilji hans hafi verið einbeittur og brotin beinst að andlega fötluðum mönnum sem treystu honum og litu á hann sem vin sinn. Í dómnum segir enn fremur að Karl Vign- ir eigi sér engar málsbætur. - fbj Kynferðisafbrotamaðurinn Karl Vignir Þorsteinsson greiði fórnarlömbum sínum hærri miskabætur: Hæstiréttur staðfesti sjö ára fangelsisdóm DÓMURINN STAÐFEST- UR Sjö ára fangelsis- dómur yfir Karli Vigni var staðfestur af Hæstarétti í gær. MYND/ANTON BELGÍA, AP Belgísk stjórnvöld íhuga nú hvort heimila eigi líknar dráp á börnum, að fengnu samþykki foreldra, en líknardráp á fullorðnum hefur verið heimilt með lögum þar í landi í meira en áratug. Þeir sem vilja útvíkka heimild- ina, svo hún nái einnig til barna, telja það geta hjálpað fjölskyld- um að takast á við sársaukafullar aðstæður. Málið er viðkvæmt og efasemd- armenn segja börn engan veginn fær um að taka ákvarðanir um að ljúka eigin lífi, jafnvel í erfiðustu aðstæðum. - gb Líknardráp rætt í Belgíu: Líknardráp nái einnig til barna DÓMSMÁL Manni voru í Hæsta- rétti í gær dæmdar 150 þúsund króna miskabætur vegna nauð- ungarvistunar á geðdeild. Lögreglan fór í íbúð mannsins og kallaði til lækni sem lét færa manninn á geðdeild til skoðunar gegn vilja hans þar sem óttast var um öryggi mannsins. Hæstiréttur taldi að rétt hefði verið að kalla eftir aðstoð læknis en taldi tveggja klukkustunda vistun hans á geðdeild hafa verið ólögmæta frelsissviptingu þar sem læknar komust að því að maðurinn væri ekki andlega van- heill. - fbj Var ekki vanheill á geði: Nauðungarvist- un ólögmæt ➜ Allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. BJÖRGUN Varðskipið Þór hefur tekið flutningaskipið Fernöndu í tog og mun draga það til hafnar í Hafnar firði. Hrafnhildur Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir í samtali við Frétta- blaðið að búist sé við því að skipin komi til hafnar í dögun. Varðskipsmenn og slökkviliðs- menn frá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins fóru um borð í skipið í gær til að tryggja aðstæður áður en hafist var handa við að draga skipið af vettvangi. Fernöndu hafði rekið talsvert í norðvestur og var skipið statt um 25 sjómílum suður af Grindavík. Hrafnhildur segir að ekki sé enn ljóst hvort eldur sé slokkn- aður í skipinu, varðskipsmenn og slökkviliðsmenn hafi farið um borð til að kanna aðstæður en ekki tekið neina áhættu og lokað öllu til að koma í veg fyrir að eldur breiddist út ef enn leyndust glæður í skipinu. Þór sigli á um fimm hnúta hraða enda sé ekki þorandi að fara hraðar af því að eldurinn geti magnast upp sé farið of hratt. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun skoða skipið í Hafnarfirði. - fbj Óljóst hvort enn logar í skipinu sem verður rannsakað í Hafnarfirði: Þór dregur Fernöndu til hafnar SLÖKKVISTARF Áhöfn Þórs slökkti eldinn um borð í Fernöndu. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun rannsaka skipið í Hafnarfirði. MYND/LANDHELGISGÆSLAN SPURNING DAGSINS 60 ára og eldri Aukinn styrkur, betra jafnvægi og frábær félagsskapur Hefst 4. nóvember (4 vikur) Mán. og mið. kl. 11:00 eða 15:00 Þri. og fim. kl. 10:00 Verð kr. 9.900 FRAMKVÆMDIR Skipulagssvið borg- arinnar íhugar nú til hvaða ráða eigi að grípa vegna óleyfisfram- kvæmda Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleikstjóra í Laugarnesi. Allt frá árinu 1997 hefur borg- in glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugar- nestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfis- leysi komið upp eins konar báta- skýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inni á lóðinni samþykkti skipu- lagsráð vorið 2010 um að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafn- aðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borg- in láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, þremur og hálfu ári síðar. Í fyrra barst borginni kvörtun undan aðgerðaleysinu frá ein- staklingi sem ekki býr í Laugar- nesi samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Sá hinn sami kvartaði síðan á þessu ári undan málsmeð- ferðinni til embættis umboðs- manns borgarbúa. Í júlí í sumar tók byggingar- fulltrúi saman greinargerð um „lausn fyrir umhverfi lóðarinn- ar og framkvæmdir sem þar eru án leyfis“, eins og sagði í fundar- gerð umhverfis- og skipulagsráðs þar sem greinargerðin var kynnt í síðustu viku. Engin ákvörðun var tekin í ráðinu um framhald máls- ins. Afrit af greinargerðinni hefur ekki fengist afhent hjá borginni með þeirri skýringu að hún sé aðeins vinnuskjal. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þar reyndar enga sérstaka lausn á málinu að finna. Aðeins er undir- strikað að komast þurfi að niður- stöðu um það hvort fylgja eigi ákvörðuninni frá 2010 eða ekki. Sérstaklega mun vera litið til þess innan borgarkerfisins að margir telja lítinn skaða af framkvæmd- um Hrafns sem þess utan dragi til sín fjölda áhugasamra gesta. Hvorki náðist tal af Hrafni Gunnlaugssyni né Birni Stefáni Hallssyni byggingarfulltrúa. gar@frettabladid.is Klagar borgina fyrir linkind í Laugarnesi Byggingarfulltrúinn í Reykjavík glímir enn og aftur við óleyfisbyggingar Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesi. Umboðsmaður borgarbúa skoðar kvörtun vegna aðgerðarleysis borgarinnar sem skipaði Hrafni 2010 að rífa bátaskýli og steinkofa. HRAFN GUNNLAUGSSON BÁTASKÝLIÐ Langt utan við mörk lóðar sinnar hefur Hrafn Gunnlaugsson reist bátaskýli í fjöruborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.