Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 8
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 2 0 3 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPARNEYTNIR OG VANDAÐIR www.nissan.is 100% RAFKNÚINN NISSAN LEAF NISSAN QASHQAI 4x4, DÍSIL NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL Komdu og kynntu þér kosti LEAF Verð: 4.990 þús. kr. Verð: 3.690 þús. kr. GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 NÝR DÍSIL 5,1 l/100 km 4,2 l/100 km 0,0 l/100 km 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR NÝJUM QASHQAI KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB ORKUMÁL „Þetta er alltof stuttur fyrirvari og við getum í fyrsta lagi lokið breytingum á okkar búnaði næsta vor,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu. Hún vísar þar til nýrra laga sem taka gildi um áramót og skylda olíufélögin til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytissölu verði af end- urnýjanlegum uppruna. L ögi n um endurnýjanlegt eldsneyti í sam- göngum á landi voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og samkvæmt þeim á hlut- fallið að hækka upp í fimm pró- sent við árs- byrjun 2015. „ Þau át tu upphaflega að taka gildi í janúar 2015 en þessu var flýtt til næstu ára- móta. Það þýðir að við þurfum að fara í tölu- verðar breytingar á birgðastöð okkar til að geta blandað etanóli í bensín og lífdísil í dísilolíu. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og það hlýtur að þjóna hags- munum allra, sér í lagi neytenda, að það sé vandað til verka,“ segir Guðrún. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og segir aðlögunartímann of stuttan. „Okkur finnst óskynsamlegt hvað menn ætlast til að þetta sé gert hratt. Þessi efni eins og etanól og lífdísill geta verið hættu- leg heilsu fólks og umhverfinu og þessi skammi aðlögunartími krefst þess að við þurfum fara í framkvæmdir á birgðastöðvum og bensínstöðvum hraðar en við teljum skynsamlegt með tilliti til öryggis og umhverfismála,“ segir Einar. Hann segir Skeljung hafa óskað eftir heimild til að reisa etanóltank við olíubirgðastöðina í Örfirisey, svo fyrirtækið geti starfað innan ramma nýju laganna. „Við höfum ekki fengið bygging- arleyfi fyrir þeirri framkvæmd. Meðal annars vegna þess að opin- berir aðilar eins og slökkviliðið vita ekki hvernig á að kljást við mögulega eldhættu. En það er eðlilegt að þeir þurfi sinn tíma til að kynna sér málin en á meðan þurfum við að útfæra leiðir til að geta starfað eftir lögunum,“ segir Einar. Þórir Hrafnsson, upplýsinga- fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins, segir það rétt að aðlögunartíminn hafi upphaflega átt að vera tvö ár. „Þegar lagafrumvarpið kom til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis á sínum tíma ákvað nefnd- in hins vegar að miða við næstu áramót og innan hennar var þver- pólítisk sátt um niðurstöðuna,“ segir Þórir. haraldur@frettabladid.is Olíufélög gagnrýna skamman fyrirvara Stjórnendur tveggja olíufélaga segja aðlögunartíma vegna nýrra laga um sölu á eldsneyti af endurnýjanlegum uppruna of stuttan. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið vísar í þverpólitíska sátt um málið innan atvinnuveganefndar Alþingis. EINAR ÖRN ÓLAFSSON GUÐRÚN RAGNA GARÐARSDÓTTIR OLÍUBIRGÐASTÖÐ Skeljungur hefur óskað eftir leyfi til að reisa etanóltank í Örfirisey. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lögin sem olíufélögin segja að taki gildi með of skömmum fyrirvara eru lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau miða að því að auka notkun á slíku eldsneyti og draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Seljendum eldsneytis er samkvæmt þeim frjálst að velja hvort þeir selja endurnýjanlegt eldsneyti í hreinu formi, svo sem metan eða lífdísil, eða jarðefnaeldsneyti blandað við etanól eða metanól. Lögin eru hluti af innleiðingu Evrópulöggjafar og tengjast markmiðum Evrópusambandsins um tíu prósenta hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum fyrir árið 2020. Hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi er nú minna en eitt prósent en er um fimm prósent í flestum löndum Evrópu. Hlutur endurnýjanlegrar orku nú 1% EFNAHAGSMÁL „Forsenda þess að hér náist einhver samstaða um kjarasamninga, sem hafa stöð- ugt gengi og lága verðbólgu að meginmarkmiði, er að opinberir aðilar taki þátt í þeirri vinnu með okkur og haldi aftur af verð- lagsbreytingum hjá sér,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Samtökin telja áform Reykja- víkurborgar um gjaldskrár- hækkanir slá tóninn fyrir önnur sveitarfélög og verði þau að veruleika gangi þau í berhögg við tilraunir til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. „Þegar við horfum til baka yfir undangengin ár, þá hafa hækk- anir á opinberri þjónustu leitt verðlagsþróun og verið talsvert meiri heldur en almenn verð- bólga,“ segir Þorsteinn og kallar eftir endurskoðun á þessum áformum. Samtökin áætla að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% vegna gjaldskrárhækkana Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sem sigla í kjölfarið en það hækkar verðtryggðar skuldir heim- ilanna um 2,6 milljarða króna. - fbj SA segja gjaldskrárhækkanir Reykjavíkur ógna efnahagslegum stöðugleika: Borgin kyndi undir verðbólgu ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON SJÁVARÚTVEGUR Heildarveiðigjöld, bæði almennt og sérstakt, voru á síð- asta fiskveiðiári, 2012-2013, 12.643 miljónir króna samkvæmt svari sjávarútvegsráðherra við fyrir- spurn Kristjáns L. Möller. Stærsti hluti þeirrar upphæðar kom frá Reykjavík, alls 3.265 milljónir. Næstmest kom frá Suðurlandi, eða 2.783 miljónir. Frá Norðurlandi eystra komu 2.018 milljónir króna, frá Austurlandi 1.567 milljónir, 915 frá Reykjanesi, 723 frá Norðurlandi vestra, 573 frá Vestur- landi, 515 frá Vestfjörðum og 284 milljónir frá nágrenni Reykjavíkur. Á síðasta fiskveiðiári var heildar- upphæð lækkana á veiðigjaldi vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlut- deildum 2.821 milljón króna. Mest var lækkunin á Reykjanesi og var hún 976 milljónir króna. Áætluð veiðigjöld fyrir núverandi fiskveiðiár, með þeim fyrirvara að dreifing aflamarks í loðnu, makríl og fleiri stofnum verði sú sama, eru 9.929 milljónir. Þá verður hækkun á einungis þremur svæðum. Norður- landi vestra, Vestfjörðum og Vestur- landi, þar sem mikið er um smáar útgerðir og lítið um stórar útgerðir. - skó Stærsti hluti veiðigjalda á síðasta fiskveiðiári kom frá Reykjavík: Minnstu svæðin borga meira AFLI Á LAND Þau þrjú landsvæði, sem greiddu minnst veiðigjald á síðasta fisk- veiðiári, greiða meira á yfirstandandi ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.