Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 18
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDA | 18
„Umönnunargjáin sem foreldrar
þurfa að brúa frá fæðingarorlofi
þar til barn kemst á leikskóla vinn-
ur gegn jafnréttismarkmiðum fæð-
ingarorlofslaganna um aukið jafn-
rétti á heimilinu og aukið jafnrétti
á vinnumarkaði. Að fresta lengingu
fæðingarorlofsins er þess vegna
slæmt.“ Þetta segir Edda Sigurbjörg
Ingólfsdóttir félagsfræðingur sem
skrifaði meistararitgerð um hvern-
ig foreldrar brúa bilið. Hún flytur í
dag erindið „Þetta reddast“ á Jafn-
réttisþingi.
„Ég bý í Svíþjóð þar sem börn-
um er tryggð umönnun um leið og
fæðingarorlofi, sem er 480 dagar,
er lokið. Þess vegna langaði mig til
þess að rannsaka hvernig íslenskir
foreldrar fara að. Á Íslandi þurfa
foreldrar í raun að brúa tíu mánaða
bil,“ greinir Edda frá.
Hún tók fimmtán viðtöl við pör
og einstæðar mæður og segir að
niðurstöðurnar hafi verið í sam-
ræmi við könnun sem hún gerði í
gegnum Félags-
vísindastofn-
un. „Það er yfir-
leitt móðirin sem
aðlagar vinnu-
þátttöku sína
til að brúa bilið
og hún hverfur
þess vegna mun
lengur frá vinnu-
markaðnum en
faðirinn. Algengast er að mæður
taki út sína þrjá mánuði og þá þrjá
sameiginlegu sem foreldrarnir hafa
og dreifi þeim síðan yfir lengri
tíma. Dæmi eru um að þær taki 50
prósenta fæðingarorlof í eitt ár.“
Flestir feður taka út sína þrjá
mánuði, að sögn Eddu. „Þeim finnst
þetta mikilvægur tími. Nokkrir
nefndu þó að lækkun á hámarks-
greiðslu fæðingarorlofsins hefði
haft áhrif á möguleika þeirra til
þess að taka út orlof.“
Algengast er að dagforeldrar taki
við að loknu fæðingarorlofi. „Það
hafa hins vegar ekki allir efni á því
að senda börnin til dagforeldra og
í sumum tilvikum borgaði það sig
betur að móðirin væri heima þar
til barnið komst inn á leikskóla.
Umönnunargjáin er fjárhagslega
erfitt tímabil fyrir foreldra en auð-
vitað miserfitt. Sumir foreldrar
safna skuldum en aðrir klára spari-
féð sitt.“
Skoðanir foreldra á því hvað eigi
að taka við að fæðingarorlofi loknu
eru misjafnar, að sögn Eddu. „Sumir
hefðu viljað að börnin gætu byrjað-
strax á leikskóla en aðrir sáu dag-
foreldra sem gott millistig þar sem
umönnunin væri inni á heimili og
barnahóparnir minni. Allir foreldr-
ar vildu samt fá pláss á leikskóla
eins fljótt og mögulegt væri. Helsta
ástæðan var hár kostnaður vegna
gæslu hjá dagforeldrum.“
Rannsóknin leiddi jafnframt í
ljós að foreldrum fannst of snemmt
að senda sex til níu mánaða barn til
dagforeldris þótt þeir hefðu sjálf-
ir gert það. Allir voru sammála um
að fæðingarorlofið ætti að vera að
minnsta kosti eitt ár. „Mikilvægt er
að fæðingarorlofið verði lengt en líka
að leikskólar taki fyrr á móti börnum
svo að foreldrar standi ekki frammi
fyrir því að þurfa að brúa þetta bil
sjálfir,“ segir Edda. ibs@frettabladid.is
Foreldrar vilja fæðingarorlof
í að minnsta kosti eitt ár
Að fresta lengingu fæðingarorlofs vinnur gegn markmiðum þess um aukið jafnrétti á heimilum og á vinnu-
markaði, segir Edda Sigurbjörg Ingólfsdóttir félagsfræðingur. Foreldrum finnst fjárhagslega erfitt að brúa bilið
milli fæðingarorlofs og leikskóla. Sumir foreldrar safna skuldum en aðrir klára spariféð sitt.
LEIKSKÓLABÖRN Allir foreldrar vilja leikskólapláss eins fljótt og mögulegt er, samkvæmt könnun Eddu Ingólfsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EDDA
INGÓLFSDÓTTIR
Um fimmtungi grunnskólanem-
enda í 7.-10. bekk finnst ekki
gaman í skólanum og hefur ekki
áhuga á náminu. Þetta kemur
fram í niðurstöðum rannsóknar
á starfsháttum í grunnskólum en
bók er væntanleg um rannsóknina
í næsta mánuði.
25 prósentum stráka finnst
ekki gaman í skólanum og 14 pró-
sentum stúlkna. Þrjátíu prósent
stráka hafa
ekki áhuga
á náminu og
14 prósent
stúlkna.
Skólaleiði
er því nokk-
uð algengur á
meðal grunn-
skólanema en
nýlega skrifaði
Edda Kjartans-
dóttir grein á kritin.is um nauð-
syn þess að leita orsaka skólaleiða
til að bregðast við honum. „Ég
vildi brýna fyrir kennurum að
vera vakandi fyrir því að hugs-
anlega eru aðrar undirliggjandi
orsakir en leti, þrjóska eða óþægð
þegar nemendur virka ekki vinnu-
samir í tímum. Það er mikilvægt
að vita orsökina áður en gripið er
inn í málið. Því það þjónar litlum
tilgangi að bregðast við kvíðnu
barni með því að leggja fyrir það
meira ögrandi verkefni. Á sama
hátt er lítils virði fyrir nemanda
að stimpla hann latan ef verkefnin
sem lögð eru fyrir hann eru bæði
óáhugaverð og hafa lítil tengsl við
raunveruleika hans.“
Í grein Eddu kemur fram að
kennarar upplifi stundum óskir
foreldra um að barnið þeirra fái
meira krefjandi verkefni sem
ásakanir um að þeir standi sig
ekki vel. Eins eru foreldrar oft
viðkvæmir fyrir gagnrýni kenn-
arans á hegðun barnsins. Því er
svo mikilvægt að unnið sé með
skólaleiða nemenda markvisst og
faglega.
- ebg
Leita orsaka áhugaleysis:
Margir haldnir
skólaleiða
EDDA
KJARTANSDÓTTIR
Áætlað er að upplýsingakerfið Mentor, sem stór hluti nemenda,
foreldra og kennara nota daglega, verði endurskrifað frá grunni
og breytingarnar innleiddar í áföngum á þessu skólaári og því
næsta.
Mentor hefur nú þegar kynnt nýtt viðmót kerfisins sem var
þróað sérstaklega með spjaldtölvur og snjallsíma í huga.
„Spjaldtölvuvæðing í skólastarfi fer eins og eldur í sinu um
allan heim. Bækur og verkefni eru að færast yfir á rafrænt form
og samskipti kennara og heimila eru stöðugt að aukast,“ segir í
frétt sem birtist á heimasíðu fyrirtækisins þegar nýja viðmótið
var kynnt.
„Við byrjum á að opna nýja kerfið fyrir nemendur og for-
eldra núna í október og kennarar fylgja síðan í kjölfarið smátt
og smátt,“ segir Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors á
Íslandi, í fréttinni.
- hg
Spjaldtölvuvæðingin teygir anga sína inn í grunnskólana:
Mentor-kerfið tekur breytingum
BREYTT
KERFI Hér
má sjá skjá-
skot af nýju
viðmóti
Mentors.
Leik- og grunnskólar borg-
arinnar, auk frístundaheim-
ila, greiða ekki aðgangseyri í
tengslum við skipulagt starf
í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum.
Gjaldtöku hefur einnig verið
hætt vegna námskeiða fyrir
leik- og grunnskóla sem boðið
er upp á í garðinum.
Á vef Reykjavíkurborg-
ar eru áhugasamir kennarar
hvattir til að hafa samband við
fræðsludeild garðsins.
Fjölskyldugarðurinn:
Gjaldtöku hætt
vegna námskeiða
2005
Um 20% feðra
barna sem fædd
eru árið 2005
tóku ekkert
fæðingarorlof.
2008
Hjá feðrum barna
sem fædd voru
2008 var hlut-
fallið 16%.
2011
Um 29% feðra
barna sem fædd
eru á árinu 2011
hafa ekkert orlof
tekið.
2013
Rúm 33% feðra
barna sem
fæddust í fyrra
hafa ekkert orlof
tekið.
Hlutfall feðra sem ekki tóku orlof
Líklegt er að hlutfallið breytist eitthvað hjá þeim þar sem frestur er ekki runninn út.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is
Kynntu þér breytingar á upplýsingagjöf til neytenda
og nýja lánaskilmála Íbúðalánasjóðs vegna nýrra laga
um neytendalán á www.ils.is
• Greiðslumat sniðið að ákveðinni eign
• Aukin upplýsingagjöf við lánveitingu
• Nýir lánaskilmálar
Ný lög – nýir lánaskilmálar