Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 20
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttis-
þing skýrslu um stöðu og þróun jafn-
réttismála 2011-2013. Á þinginu verður
fjallað um fjölmargar hliðar jafnrétt-
ismála en megináhersla lögð á jafn-
rétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði
á sögufrægum baráttufundi árið 1975
sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24.
október verið helgaður baráttunni fyrir
réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn
er þó kynbundinn launamunur um 9%.
Við getum ekki sætt okkur við slíkar
afskriftir á launum dætra okkar, þessum
hróplega mun verður að útrýma.
Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg
en ekki næg forsenda framfara í jafnrétt-
ismálum. Þekking byggð á rannsóknum
er undirstaða þess að við getum haldið
áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið
okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla
ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún
sýnir að margt hefur áunnist en dregur
einnig fram stórar áskoranir. Þeim
munum við mæta og halda áfram að
byggja upp samfélag þar sem allir njóta
jafnréttis í víðasta skilningi og engin
mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum
gegn mismunun af öllu tagi eru frum-
vörp til breytinga á jafnréttislögum sem
ég legg fram á Alþingi á næstunni.
Fram undan eru merk tímamót þegar
100 ár verða liðin frá því að íslenskar
konur, 40 ára og eldri, fengu kosninga-
rétt og kjörgengi. Við þessi tímamót
ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá
helstu vörðurnar í jafnréttissögu lands-
ins, styrkja fræðsluverkefni og rann-
sóknir sem miðla þekkingu um lýð-
ræðisþróun og baráttu fyrir auknum
borgara- og stjórnmálalegum réttind-
um. Við eigum að kortleggja þátttöku
kvenna í stjórnmálum og greina hvað
skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi
stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í
því að standa myndarlega að verki þegar
við höldum upp á 100 ára afmæli kosn-
ingaréttar kvenna. Við getum sótt fyrir-
myndir og unnið með hinum Norður-
landaþjóðunum sem nú minnast sömu
tímamóta.
Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarn-
héðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu
opinberu baráttugreinina fyrir réttind-
um kvenna – þekking er veldi.
Samfélag jafnréttis og lýðræðis
JAFNRÉTTI
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðisráðherra
➜ Öfl ug kvennahreyfi ng er nauð-
synleg en ekki næg forsenda fram-
fara í jafnréttismálum.
S
vona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur
lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð
þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka
menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt
ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega
hrátt.“ Þetta skrifaði Hannes Pétursson skáld í grein hér í blaðinu
í marz síðastliðnum.
Hannes fjallaði þar um þá staðreynd að mörgum, sérstaklega
stjórnmálamönnum og bændaforkólfum, finnst alveg sjálfsagt að
banna innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins
til Íslands og jafnsjálfsagt að Ísland fái að flytja út ferskt kjöt til
sömu landa. Eru þó sömu reglur um heilbrigðiseftirlit gildandi á
báðum stöðum.
Eftirlitsstofnun EFTA gaf í
vikunni út formlega áminningu
til Íslands vegna innflutnings-
bannsins. Alþingi samþykkti árið
2009 að innleiða breytta mat-
vælalöggjöf Evrópusambandsins
í íslenzk lög, í samræmi við EES-
samninginn. Samkvæmt EES-
reglunum á að leyfa innflutning
á fersku kjöti. Alþingi ákvað hins vegar, undir miklum þrýstingi
frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, að svíkja það sem samið hafði
verið um við ESB og viðhalda innflutningsbanninu.
Þetta gerðu þingmenn, vitandi vits að bannið stæðist ekki
reglur EES. Einar K. Guðfinnsson hafði mælt fyrir málinu áður
sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og þá gert ráð fyrir
að innflutningsbannið yrði afnumið. Það rökstuddi Einar annars
vegar með því að það væru ríkir hagsmunir sjávarútvegsins
vegna útflutnings sjávarafurða að sömu matvælalög giltu á
Íslandi og í ESB. Hins vegar væri verið að taka upp reglur ESB
um stóreflt eftirlit með heilbrigði landbúnaðarafurða þar sem
hagsmunir neytenda væru settir í öndvegi.
Þegar Jón Bjarnason mælti fyrir innflutningsbanninu varaði
Einar við því, sagði fullreynt að viðhalda því, frumvarpið byggð-
ist á óskhyggju og von um gálgafrest sem ekki væri líklegt að
fengist. Hann taldi Jón kominn á „hættulega braut“.
Svo fór reyndar að Einar samþykkti frumvarpið, sem er í fullu
samræmi við sýn skáldsins á búnaðarmálaþrasið.
Nú hyggst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið enn taka
til varna og verjast atlögu ESA. Ráðinn hefur verið nýsjálenzkur
sérfræðingur til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýra-
afurðum til Íslands og á niðurstaða hans að liggja fyrir á næsta
ári. Af hverju ætli sé ekki hægt að nota álitsgerð Ólafs Oddgeirs-
sonar, dýralæknis hjá Food Control Consultants í Bretlandi, sem
var unnin í apríl 2005 fyrir Guðna Ágústsson, sem þá var land-
búnaðarráðherra? Í framhaldinu komst Guðni að þeirri niður-
stöðu að semja ætti við ESB um afnám innflutningsbannsins.
Seinna taldi hann að vísu að sú gjörð væri stórhættuleg, enda
atvinnumaður í búnaðarmálaþrasinu.
Kjarni málsins er þessi: Innflutningur á ferskum kjötvörum er
hagur neytenda, sem hafa þá úr meiru að velja. Íslenzkur land-
búnaður fær meiri samkeppni og veitir ekkert af. Kjötið sem er
flutt inn er háð ströngu heilbrigðiseftirliti í heimalandinu. Íslenzk
stjórnvöld mega áfram taka stikkprufur til að fylgjast með heil-
brigði innfluttra búvara. Innflutningsbannið er fyrst og fremst
viðskiptahindrun, hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir sam-
keppni. Það verður ágætt þegar EFTA-dómstóllinn hnekkir því.
Fyrirsjáanlegur málarekstur ESA á hendur Íslandi:
Hráa ferska kjötið
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Fyrsta amigurumi-heklbókin á íslensku!
Stútfull a
f
hugmynd
um
Kætum
krílin!
Hatursfullu ákæruþrjótarnir
Lýður Guðmundsson skrifaði grein í
Fréttablaðið í júlí 2011, sem fjallaði
meðal annars um stöðutöku Existu
gegn íslensku krónunni. Lýður sagði
hana enga hafa verið. En greinin fjallaði
ekki bara um það. Hún fjallaði líka
um rannsóknir sérstaks saksóknara á
honum og öðru, til dæmis Exeter-mál-
inu sem héraðsdómur hafði nýdæmt
í– og kveðið upp sýknudóm.
Lýður hafði þetta um málið að
segja: „Ég hef ekki kynnt mér
Exeter-málið sérstaklega, en
niðurstaðan í héraðsdómi nú í
vikunni ætti að vera fjölmiðla-
mönnum sem og hatursfullum
ákæruþrjótum áminning um
að enginn er sekur fyrr en
sekt hans er sönnuð.“ Þetta
er hraustlega mælt hjá Lýði.
Næsta grein tímabær
Lýður hefði kannski betur kynnt sér
Exeter-málið sérstaklega áður en hann
fór að draga ályktanir af augljóslega
hæpinni niðurstöðu héraðsdóms
því að nú er komið í ljós að þessir
hatursfullu ákæruþrjótar, eins og
Lýður kallaði þá svo smekklega, voru
ekki á meiri villigötum en svo að allir
sem ákærðir voru í Exeter-málinu hafa
verið dæmdir í fangelsi í Hæstarétti.
Og Lýður hefur sjálfur í tvígang
verið ákærður fyrir lögbrot– og
dæmdur einu sinni. Fer ekki að
verða kominn tími á aðra grein frá
honum, þar sem hann gerir þessi
mál upp á nýjan leik? Það
er alltént rétt
að kalla eftir
henni hér.
Allt of margar rangfærslur
Og fyrst við erum að kalla eftir því
að fólk standi fyrir máli sínu, þá
er kannski rétt að gera þá kröfu
til Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra að hann
útskýri hvað hann átti við með
þessum orðum sínum á þingi í gær,
í umræðum um undanþágur sem
hann veitti frá upplýsingalögum: „Það
voru allt of margar rangfærslur
í fréttum af þessum
málum [...] til að ég geti
rakið það allt hér,“ sagði
forsætisráherrann. Hér
væri upplýsandi fyrir
fjölmiðlana sem sögðu
fréttirnar að vita hvað
þeir fóru rangt með.
stigur@frettabladid.is