Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 26
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Flestir Íslendingar vilja
standa vörð um rétt allra
landsmanna til að njóta
góðrar og öflugrar heil-
brigðisþjónustu, óháð
búsetu og efnahag. Heil-
brigðiskerfið er mikil-
vægasti hlekkur velferð-
ar og við erum sammála
um að ríkisvaldið beri
ábyrgð á fjármögnun
heilbrigðisþjónustunnar.
En við erum kannski ekki
öll talsmenn þess að kosti
fjölbreyttra rekstrarforma eigi að
nýta til þess að ná árangri jafnt í
þjónustu við fólkið og hagkvæmni
í rekstri.
Á Reykjalundi í Mosfellsbæ er
rekin stærsta endurhæfingar-
miðstöð Íslands, endurhæfingar-
miðstöð í eigu SÍBS, og tók hún
til starfa árið 1945 og hefur verið
rekin allar götur síðan. Þjón-
ustusamningur um starfsemina
er gerður við Sjúkratryggingar
Íslands en meginbakhjarl starf-
seminnar hefur verið í gegnum
tíðina Happdrætti SÍBS. En annar
dyggur bakhjarl Reykja-
lundar í gegnum árin er
Styrktar- og sjúkrasjóð-
ur verslunarmanna og
félagar þar eru hvata-
menn að stofnun hollvina-
samtakanna.
Á Reykjalundi er rekin
afar merkileg starfsemi
sem er kannski ekki
mörgum kunn utan þeirra
sem þar hafa notið marg-
víslegrar þjónustu. Þar
vinna um 200 manns í 160
stöðugildum og árlega njóta um
1.200 sjúklingar endurhæfingar
í fjórar til átta vikur í senn og á
göngudeild Reykjalundar koma
fjögur til fimm þúsund manns á
hverju ári, alls staðar að af land-
inu.
Á Reykjalundi hafa þúsundir
einstaklinga náð heilsu á ný eftir
áföll af ýmsu tagi og er meðalald-
ur þeirra sem þangað sækja ein-
ungis um fimmtíu ár. Starfsemin
á Reykjalundi er í raun þjónusta
í þína þágu á hvaða aldri sem þú
ert. Því er það ljóst að Reykja-
lundur gegnir gífurlega mikil-
vægu samfélagshlutverki í endur-
hæfingu sem gerir einstaklingum
kleift að komast aftur út á vinnu-
markaðinn og verða virkir í sam-
félaginu á nýjan leik.
Að undanförnu hefur komið
saman hópur fólks, m.a. þeir
sem notið hafa endurhæfingar
á Reykjalundi og aðrir velunn-
arar með hlýjar taugar til starf-
seminnar undir Helgafelli í Mos-
fellsbæ, til að undirbúa stofnun
hollvinasamtaka Reykjalund-
ar sem verða stofnuð formlega
á hátíðarfundi að Reykjalundi
laugar daginn 2. nóvember.
Ég ætla að verða hollvinur
Reykjalundar og vona að það vilj-
ir þú líka.
Reykjalundur fyrir þig og mig
Allraheilagra- og allra-
sálnamessa hafa fengið
nýtt líf í kirkju og sam-
félagi síðustu árin sem
minningardagar látinna.
Sá siður hefur breiðst út í
kirkjustarfi hér á landi að
gefa þeim sem hafa misst
einhvern nákominn tæki-
færi til að koma og heiðra
minningu þeirra með því
að tendra ljós í kirkjunni.
Slíkir siðir sem tengjast
dauðanum hjálpa fólki að
takast á við sorgina.
Það er í anda fagnaðarerindis
kristinnar trúar að hlúa að syrgj-
endum. Jesús segir í fjallræðunni
„sælir eru syrgjendur því þeir
munu huggaðir verða“.
Þörf þeirra sem hafa misst er
oft mikil. Eftir því sem missir-
inn er nær, eftir því sem hann
er ótímabærari eða skyndilegri,
þeim mun meira verður áfallið og
sorgin í kjölfarið.
Sleit mar
bönd minnar ættar
snaran þátt
af sjálfum mér
Segir Egill Skalla-
grímsson í Sonartorreki
þegar hann tekst á við
dauða sonar síns Böðvars.
Reynsla skáldsins kallast
á við reynslu allra þeirra
sem missa ótímabært ein-
hvern sem stendur þeim
nærri. Eftir slíkt andlát
getur það tekið þau mörg ár að
ná aftur jafnvægi á líf sitt og þó
hverfur sorgin aldrei.
Þær stofnanir sem veita syrgj-
endum stuðning eru einkum
heilbrigðiskerfi og þjóðkirkj-
an, einnig í nokkrum mæli skóli
og félagsþjónusta. Í hugum alls
þorra fólks er sá stuðningur sem
prestar og djáknar veita syrgj-
endum mikils virði og fólk er
oftast mjög þakklátt fyrir. Fag-
fólk sem kemur að stuðningi við
syrgjendur hefur gert sér grein
fyrir að fylgja þarf syrgjendum
mikið lengur en áður var talið.
Þegar um erfið, ótímabær andlát
er að ræða, s.s. við barnsmissi,
sjálfsvíg, andlát maka eða for-
eldris þá varir fylgdin stundum
nokkur ár.
Kappkostum að sinna vel köllun
okkar að ganga í fótspor Krists,
sem fagfólk í stofnunum sam-
félagsins, sem aðstandendur og
vinir og uppfylla þannig boð hans
um að hugga syrgjendur.
Sorgin tekur tíma
Öryggisdagar Strætó og
VÍS hefjast í dag. Þetta
er í fjórða sinn sem dag-
arnir eru haldnir og
reynslan sýnir, svo ekki
verður um villst, að átak
sem þetta skilar veru-
legum árangri. Árið 2010
voru skráð 157 aksturs-
tjón hjá Strætó, en árið
2012 hafði þeim fækkað
niður í 73, eða um rúm-
lega helming. Þetta sýnir
okkur að þegar allir leggjast
á eitt við að fækka slysum, þá
fækkar þeim.
Árangurinn er enn eftirtekt-
arverðari í ljósi þess að árið
2012 óku vagnar Strætó mun
fleiri kílómetra á götum höfuð-
borgarsvæðisins en árið 2010,
þjónustutími var lengri og
farþegum hafði fjölgað mikið.
Fækkun slysa á sama tíma ber
því vott um þann góða árang-
ur sem vagnstjórar hafa náð
þegar kemur að öryggi í
umferðinni.
En umferðaröryggi er
ekki átaksverkefni. Við
þurfum að sýna árvekni
og vinna saman að því
að fækka slysum alla
daga ársins. Þar ganga
atvinnubílstjórar á undan
með góðu fordæmi og
vagnstjórar Strætó hafa
sýnt það á síðustu árum
að hægt er að fækka slys-
um. Við getum verið stolt af þeim
árangri sem náðst hefur, en um
leið er möguleiki á að gera enn
betur.
Það má þó ekki gleyma því að
við berum öll ábyrgð í umferð-
inni. Fækkun slysa verður
trauðla náð nema allir ökumenn
leggist á eitt. Við munum gera
okkar, en við biðlum til allra um
að taka þátt í þessu verkefni með
okkur. Við biðjum ykkur um að
virða forgang Strætó og sýna því
skilning þegar vagnar þurfa að
komast út af biðstöðvum og inn í
umferðina á ný. Aukinn skiln-
ingur okkar allra í umferðinni er
forsenda þess að við getum fækk-
að slysum, ekki síst í ljósi þess að
umferðin eykst ár frá ári.
Við erum öll hluti af þeirri
umferð og sem samfélag þurfum
við öll að taka ábyrgð. Strætó bs.
og VÍS munu huga að öryggis-
málum næsta mánuðinn. Við
munum gefa skilaboð til starfs-
fólks okkar, farþeganna, en einn-
ig annarra í umferðinni. Vertu
með okkur í átakinu og gerum
alla daga að öryggisdögum.
Allir dagar eru öryggisdagar
➜ Á Reykjalundi hafa
þúsundir einstaklinga náð
heilsu á ný eftir áföll af
ýmsu tagi og er meðalaldur
þeirra sem þangað sækja
einungis um fi mmtíu ár.
➜ Þær stofnanir sem veita
syrgjendum stuðning eru
einkum heilbrigðiskerfi og
þjóðkirkjan, einnig í nokkr-
um mæli skóli og félags-
þjónusta.
➜ En umferðaröryggi er
ekki átaksverkefni. Við
þurfum að sýna árvekni
og vinna saman að því að
fækka slysum alla daga
ársins.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
alþingismaður
SAMFÉLAG
Halldór
Reynisson
prestur og
formaður Nýrrar
dögunar
UMFERÐ
Reynir Jónsson
framkvæmdastjóri
Strætó bs.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Hetjan Snowden
Það er algjörlega að koma í ljós að Edward Snowden ætti að fá að snúa
aftur til Bandaríkjanna sem hetja.
Gott ef hann er ekki verðugur þess að fá heiðursmerki– eða skrúð-
göngu fyrir sig á Broadway. Uppljóstranir hans sýna að stjórnendur
njósnaþjónusta hafa gjörsamlega gengið af göflunum. Þar er fremstur í
flokki Keith Alexander, forstjóri NSA.
Þar á bæ voru menn að hlera allt og alla, nú kemur í ljós að páfinn
var í þeim hópi. Uppljóstranir Snowdens birtast í virtum blöðum eins
og Washington Post, það bendir ekki sérstaklega til þess að þær séu
glæpsamlegar.
Það er alltaf varasamt þegar leyniþjónustur eru orðnar ríki í ríkinu–
við þekkjum mörg dæmi þess.
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/
Egill Helgason
AF NETINU