Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 32
FÓLK| Loftgæði skipta fólk miklu máli. Við öndum inn og út um 20 þúsund sinnum á hverjum degi sem gerir um 12.000 lítra af lofti. Því er mikil- vægt að loftgæði séu góð svo þau vinni ekki gegn heilsu fólks. „Við Íslendingar erum svo heppnir að búa við hreint og gott loft. En kannski er það þess vegna sem við hugum ekki nægilega vel að loftgæðum inni á heimilum okkar,“ segir Ólafur Óskarsson, verslunar- stjóri Bosch-búðarinnar í Hlíðasmára 3. Mikil umræða hefur verið í íslensku samfélagi um myglusvepp, sem getur verið afar erfitt vandamál. Ólafur segir fólk hins vegar ekki gera sér grein fyrir að loftgæði versni til muna á veturna. „Rakastigið utandyra lækkar mikið yfir vetrartímann á norðurslóðum,“ útskýrir hann og bætir við að því hjálpi ekki að opna glugga. „Loft utandyra sem er við frostmark (0°C) getur aðeins innihaldið fjögur grömm af vatni á hvern rúm- metra en í innilofti við 20 gráður geta verið 20 grömm af vatni á rúmmetra,“ segir Ólafur. Mælt er með því að raka- stig á heimilum sé á bilinu 40-60% en yfir vetrartímann er ekki óalgengt að rakastig á íslenskum heimilum falli niður undir 30%. „Rakaskort á heimilum á vetrartíma er til dæmis hægt að yfir- vinna með hjálp rakatækis. Best er síð- an að hafa bæði raka- og lofthreinsitæki á heimilum til þess að stemma stigu við m.a. myglusvepp, ryki, bakteríum og þurru lofti.“ Bosch-búðin selur raka- og loft- hreinsitæki frá svissneska fyrirtækinu Stadler Form. Fyrirtækið hefur fimmtán ára reynslu á þessum markaði og fram- leiðir breiða línu af rakatækjum sem eru seld út um allan heim. „Lofthreinsi- og rakatækin frá Stadler Form eru vönd- uð og fagurlega hönnuð eins og fjöldi verðlauna ber vitni um,“ segir Ólafur, en nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á www.stadlerform.ch. Þá má einnig nálgast upplýsingar um framboð og verð á www.bosch.is. Rakatækin hafa öll silfurkubb sem eyðir bakteríum ef frá er talið minnsta tækið, sem er ferðarakatæki. Rakatækin eru af nokkrum gerðum, bæði tæki sem gefa frá sér gufu og hljóðbylgur og tæki sem gefa frá sér raka á náttúrulegan hátt í gegnum síu þar sem engin gufa er sjáanleg. Lofthreinsitækin draga að sér loft sem fer í gegnum öflugar síur sem hreinsa loftið. Einnig er hægt að fá sam- byggt raka- og lofthreinsitæki. VINNUR GEGN MYGLU- SVEPP OG BÆTIR LOFT BOSCH-BÚÐIN KYNNIR Kjörrakastig á heimilum er milli 40 til 60% en algengt rakastig á íslenskum heimilum að vetrarlagi er undir 30%. Góð leið til að auka loftgæði er að hafa bæði raka- og lofthreinsitæki á heimilum. ÓLAFUR ÓSKARSSON KOSTIR ÞESS AÐ HAFA KJÖRRAKASTIG (Á MILLI 40 TIL 60%) ERU MEÐAL ANNARS: • Nef, augu og húð finna ekki fyrir þurrki. • Hættan á að smitast af flensu minnkar: Veirur og bakteríur lifa í styttri tíma í lofti með hærra rakastigi. • Minna álag á slímhúð sem minnkar líkur á veikindum. • Betri svefn. • Minni þreyta og betri ein- beiting. • Ryk minnkar: Þeir sem þjást af einhvers konar ofnæmi geta dregið andann djúpt því raki bindur ryk. • Ver húsgögn, viðargólf og mál- verk gegn sprungum og aflögun. • Stilling hljóðfæra breytist síður. LOFTHREINSITÆKI: • Hreinsar loftið og stuðlar að góðri heilsu. • Eyðir ólykt, ryki, svifryki, bakteríum, veirum, frjókornum, rykmaurum og öðrum örverum í híbýlum okkar. EYKUR LOFTGÆÐI Rakatæki af gerðinni Oskar má sjá hér á myndinni. Á neðri myndinni er loft- hreinsitæki af gerðinni Viktor. Barnaheillum Jól með 30 % afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Langur laugardagur Lagersa a Seljum nokkrar gerðir af ljósmyndavörum með góðum afslætti í dag og á morgun kl. 10-16 Myndavélar, töskur, þrífætur, skannar, flöss, vatnsheld hús, filterar o.fl. www.fotoval.is • mail: fotoval@fotoval.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.